Ákvörðun Boris Johnson um að fresta þingfundum líkt við valdarán Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. ágúst 2019 20:00 Ákvörðun Johnson um að fresta þingfundum hefur verið mótmælt í London í kvöld. vísir/getty Sú ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og formanns Íhaldsflokksins, um fresta þingfundum hefur verið sætt mikilli gagnrýni í dag og er óhætt að segja að stjórnarandstaðan á breska þinginu sé bálreið vegna málsins. Þá komu mótmælendur saman við þinghúsið í London í kvöld og hrópuðu slagorðin „Stöðvið valdaránið“ og „Verndið lýðræðið okkar.“ Elísabet Englandsdrottning varð við beiðni Johnson í dag um að fresta þingfundum aðeins nokkrum dögum eftir að það kemur saman í september og þar til þann 14. október. Að óbreyttu gengur Bretland úr Evrópusambandinu þann 31. október. Með frestun þingsins er talið ólíklegt neðri deild þingsins geti samþykkt lög sem ætlað væri að stöðva útgöngu Bretlands úr ESB án samnings við sambandið. Johnson hefur þó þvertekið fyrir það að hann sé að reyna að koma í veg fyrir slíka atkvæðagreiðslu á þinginu með frestuninni.I signed the #ChurchHouseDeclaration opposing Boris Johnson shutting down parliament so he can force our country into a No Deal Brexit. There is nothing patriotic about knowingly doing harm to my country and my constituents and I will do everything I can to stop him! pic.twitter.com/6iZM5LlgOy — Clive Efford (@CliveEfford) August 28, 2019Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segir ákvörðun Johnson árás á lýðræðið. Hann hefur óskað eftir fundi með Englandsdrottningu vegna málsins þar sem hann telur forsætisráðherrann fara gegn vilja meirihluta þingmanna. John Bercow, forseti breska þingsins, sem vegna stöðu sinnar blandar sér sjaldan í pólitísk deilumál segir frestun þingsins svívirðu við stjórnarskrá landsins. „Hvernig svo sem reynt er að mála þetta upp þá er það augljóst að með þessu á að stöðva þingmenn í því að ræða Brexit og koma þannig í veg fyrir að þeir geri skyldu sína,“ segir Bercow. Amelia Womack, varaformaður Græningja í Bretlandi, mótmælti við þinghúsið í kvöld. „Við erum hér til þess að mótmæla valdaráni Boris Johnson. Við erum með fulltrúalýðræði hér og með því að fresta þinginu þá er verið að taka burt lýðræðislegan rétt almennings,“ sagði Womack. Þá lét Angela Smith, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í efri deild breska þingsins, Boris Johnson og ríkisstjórn hans fá það óþvegið í grein sem hún ritaði í tímarit þingsins, The House. Sagði hún ákvörðun forsætisráðherrans vera „trumpíska“ í anda og nánast valdarán. „Án þess að hafa atkvæðin á bak við sig eða nokkurn almennan stuðning, reynir Johnson nú að koma í veg fyrir vilja neðri deildar þingsins með því einfaldlega að loka henni og reyna þannig að hindra kjörna þingmenn í því að sinna því starfi sem þeir voru kosnir til. Þetta er svívirða við stjórnarskrána, nánast valdarán og verður að mótmæla,“ skrifar Smith. Stephen Doughty, þingmaðurinn Verkamannaflokksins, sagði Johnson heigul í sjónvarpsviðtali. „Hann er heigull. Hann er á flótta frá okkur sem erum fulltrúar almennings og við munum ekki líða það,“ sagði Doughty. Ákvörðun Johnson væri ólýðræðisleg."He's a coward. He's running away from the representatives of the people and we won't stand for it." Welsh Labour MP @SDoughtyMP has criticised Prime Minister Boris Johnson's decision to suspend Parliament https://t.co/md2v1O5mY5pic.twitter.com/PDhKSbb1ES — ITV Wales News (@ITVWales) August 28, 2019 Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira
Sú ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og formanns Íhaldsflokksins, um fresta þingfundum hefur verið sætt mikilli gagnrýni í dag og er óhætt að segja að stjórnarandstaðan á breska þinginu sé bálreið vegna málsins. Þá komu mótmælendur saman við þinghúsið í London í kvöld og hrópuðu slagorðin „Stöðvið valdaránið“ og „Verndið lýðræðið okkar.“ Elísabet Englandsdrottning varð við beiðni Johnson í dag um að fresta þingfundum aðeins nokkrum dögum eftir að það kemur saman í september og þar til þann 14. október. Að óbreyttu gengur Bretland úr Evrópusambandinu þann 31. október. Með frestun þingsins er talið ólíklegt neðri deild þingsins geti samþykkt lög sem ætlað væri að stöðva útgöngu Bretlands úr ESB án samnings við sambandið. Johnson hefur þó þvertekið fyrir það að hann sé að reyna að koma í veg fyrir slíka atkvæðagreiðslu á þinginu með frestuninni.I signed the #ChurchHouseDeclaration opposing Boris Johnson shutting down parliament so he can force our country into a No Deal Brexit. There is nothing patriotic about knowingly doing harm to my country and my constituents and I will do everything I can to stop him! pic.twitter.com/6iZM5LlgOy — Clive Efford (@CliveEfford) August 28, 2019Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segir ákvörðun Johnson árás á lýðræðið. Hann hefur óskað eftir fundi með Englandsdrottningu vegna málsins þar sem hann telur forsætisráðherrann fara gegn vilja meirihluta þingmanna. John Bercow, forseti breska þingsins, sem vegna stöðu sinnar blandar sér sjaldan í pólitísk deilumál segir frestun þingsins svívirðu við stjórnarskrá landsins. „Hvernig svo sem reynt er að mála þetta upp þá er það augljóst að með þessu á að stöðva þingmenn í því að ræða Brexit og koma þannig í veg fyrir að þeir geri skyldu sína,“ segir Bercow. Amelia Womack, varaformaður Græningja í Bretlandi, mótmælti við þinghúsið í kvöld. „Við erum hér til þess að mótmæla valdaráni Boris Johnson. Við erum með fulltrúalýðræði hér og með því að fresta þinginu þá er verið að taka burt lýðræðislegan rétt almennings,“ sagði Womack. Þá lét Angela Smith, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í efri deild breska þingsins, Boris Johnson og ríkisstjórn hans fá það óþvegið í grein sem hún ritaði í tímarit þingsins, The House. Sagði hún ákvörðun forsætisráðherrans vera „trumpíska“ í anda og nánast valdarán. „Án þess að hafa atkvæðin á bak við sig eða nokkurn almennan stuðning, reynir Johnson nú að koma í veg fyrir vilja neðri deildar þingsins með því einfaldlega að loka henni og reyna þannig að hindra kjörna þingmenn í því að sinna því starfi sem þeir voru kosnir til. Þetta er svívirða við stjórnarskrána, nánast valdarán og verður að mótmæla,“ skrifar Smith. Stephen Doughty, þingmaðurinn Verkamannaflokksins, sagði Johnson heigul í sjónvarpsviðtali. „Hann er heigull. Hann er á flótta frá okkur sem erum fulltrúar almennings og við munum ekki líða það,“ sagði Doughty. Ákvörðun Johnson væri ólýðræðisleg."He's a coward. He's running away from the representatives of the people and we won't stand for it." Welsh Labour MP @SDoughtyMP has criticised Prime Minister Boris Johnson's decision to suspend Parliament https://t.co/md2v1O5mY5pic.twitter.com/PDhKSbb1ES — ITV Wales News (@ITVWales) August 28, 2019
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira