Landsréttur hefur hafnað gæsluvarðhaldskröfu yfir Artur Pawel Wisocki sem dæmdur var í fimm ára fangelsi í febrúar fyrir árás á dyravörð á strípistaðnum Shooters í Austurstræti í Reykjavík í ágúst í fyrra. Dyravörðurinn lamaðist fyrir neðan háls.
Wisocki áfrýjaði dómnum og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan, í hálft ár, og því samanlagt í eitt ár. Gögn málsins hafa ekki enn borist Landsrétti.
Telur Landsréttur málið því ekki rekið með fullnægjandi hraða eins og krafa er gerð um. Tafir á málinu séu ámælisverðar og ekki Wisocki að kenna. Því féllst Landsréttur ekki á kröfu ákæruvaldsins um gæsluvarðhald. Hann verður þó í farbanni fram í febrúar nema niðurstaða liggi fyrir í málinu fyrir þann tíma.
Ámælisverður dráttur og kröfu um gæsluvarðhald hafnað
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
