Loftmyndir sýna gríðarlega mikla eyðileggingu eftir Amasónelda Eiður Þór Árnason skrifar 25. ágúst 2019 21:45 Aðgerðaleysi forsetans hefur verið mótmælt víða í Brasilíu Vísir/AP Will Grant, fréttamaður breska ríkisútvarpsins flaug yfir Rondonia-ríkið í Brasilíu á dögunum þar sem hann varð vitni að gríðarmikilli eyðileggingu Amasónregnskógarins eftir langvarandi skógarelda á svæðinu. Í flugferðinni sáust þúsundir hektarar af skóglendi sem orðið hafa eldunum að bráð. Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, sendi í gær hersveitir til að vinna bug á skógareldunum þar í landi en hann hefur verið mikið gagnrýndur fyrir að hafa gert lítið til að vinna bug á þeim. Ljóst er að gríðarstórt verkefni verður fyrir sveitirnar að ná stjórn á eldunum. Ástandið hefur leitt til mótmæla í stórum borgum í Brasilíu á borð við São Paulo, Ríó og höfuðborg Brasilíu.Sjá einnig: Brasilískar hersveitir sendar til að vinna bug á AmasóneldunumNokkur ríki hótað Brasilíu refsiaðgerðum ef ekkert verði af gert, þar á meðal Frakkland og Írland en leiðtogar beggja ríkja hótuðu í gær að koma í veg fyrir fríverslunarsamning á milli Brasilíu og Evrópusambandsins. Efnahagsráðherra Finnlands kallaði einnig eftir því að Evrópusambandið myndi íhuga það að banna nautakjötsinnflutning frá Brasilíu. Eldarnir hafa einnig verið ræddir á fundi G7 ríkjanna um helgina. Talið er að margir eldanna hafi verið kveiktir af mönnum, þá sérstaklega bændum, til að ryðja fyrir ræktarlandi. Bolsonaro Brasilíuforseti hefur verið sakaður um að hvetja bændur og námuverkafólk til að ryðja burt skóglendi. Brasilía Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Sao Paulo myrkvuð vegna reyks frá Amasóneldunum Gríðarlegir skógareldar loga nú á miklu svæði í Amasón regnskóginum í Suður-Ameríku. Christian Poirier, stjórnandi samtakanna Amazon Watch segir líkur á því að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum. 22. ágúst 2019 13:52 Bolsonaro vænir geimstofnun sína um lygar um eyðingu Amason Gervihnattagögn benda til þess að 68% stærra svæði Amasonfrumskógarins hafi verið rutt í fyrri hluta júlí en í öllum sama mánuði í fyrra. 20. júlí 2019 09:27 Ræða um skógareldana í Amason á G7-fundinum Leiðtogar Frakka og Þjóðverja tjáðu sig báðir í gær um þann metfjölda skógarelda sem hafa geisað í Amasonfrumskóginum í Brasilíu á árinu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði að þetta þyrfti að ræða á fundi G7-ríkjanna um helgina. Algjört neyðarástand hefði skapast. 24. ágúst 2019 08:45 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Will Grant, fréttamaður breska ríkisútvarpsins flaug yfir Rondonia-ríkið í Brasilíu á dögunum þar sem hann varð vitni að gríðarmikilli eyðileggingu Amasónregnskógarins eftir langvarandi skógarelda á svæðinu. Í flugferðinni sáust þúsundir hektarar af skóglendi sem orðið hafa eldunum að bráð. Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, sendi í gær hersveitir til að vinna bug á skógareldunum þar í landi en hann hefur verið mikið gagnrýndur fyrir að hafa gert lítið til að vinna bug á þeim. Ljóst er að gríðarstórt verkefni verður fyrir sveitirnar að ná stjórn á eldunum. Ástandið hefur leitt til mótmæla í stórum borgum í Brasilíu á borð við São Paulo, Ríó og höfuðborg Brasilíu.Sjá einnig: Brasilískar hersveitir sendar til að vinna bug á AmasóneldunumNokkur ríki hótað Brasilíu refsiaðgerðum ef ekkert verði af gert, þar á meðal Frakkland og Írland en leiðtogar beggja ríkja hótuðu í gær að koma í veg fyrir fríverslunarsamning á milli Brasilíu og Evrópusambandsins. Efnahagsráðherra Finnlands kallaði einnig eftir því að Evrópusambandið myndi íhuga það að banna nautakjötsinnflutning frá Brasilíu. Eldarnir hafa einnig verið ræddir á fundi G7 ríkjanna um helgina. Talið er að margir eldanna hafi verið kveiktir af mönnum, þá sérstaklega bændum, til að ryðja fyrir ræktarlandi. Bolsonaro Brasilíuforseti hefur verið sakaður um að hvetja bændur og námuverkafólk til að ryðja burt skóglendi.
Brasilía Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Sao Paulo myrkvuð vegna reyks frá Amasóneldunum Gríðarlegir skógareldar loga nú á miklu svæði í Amasón regnskóginum í Suður-Ameríku. Christian Poirier, stjórnandi samtakanna Amazon Watch segir líkur á því að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum. 22. ágúst 2019 13:52 Bolsonaro vænir geimstofnun sína um lygar um eyðingu Amason Gervihnattagögn benda til þess að 68% stærra svæði Amasonfrumskógarins hafi verið rutt í fyrri hluta júlí en í öllum sama mánuði í fyrra. 20. júlí 2019 09:27 Ræða um skógareldana í Amason á G7-fundinum Leiðtogar Frakka og Þjóðverja tjáðu sig báðir í gær um þann metfjölda skógarelda sem hafa geisað í Amasonfrumskóginum í Brasilíu á árinu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði að þetta þyrfti að ræða á fundi G7-ríkjanna um helgina. Algjört neyðarástand hefði skapast. 24. ágúst 2019 08:45 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Sao Paulo myrkvuð vegna reyks frá Amasóneldunum Gríðarlegir skógareldar loga nú á miklu svæði í Amasón regnskóginum í Suður-Ameríku. Christian Poirier, stjórnandi samtakanna Amazon Watch segir líkur á því að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum. 22. ágúst 2019 13:52
Bolsonaro vænir geimstofnun sína um lygar um eyðingu Amason Gervihnattagögn benda til þess að 68% stærra svæði Amasonfrumskógarins hafi verið rutt í fyrri hluta júlí en í öllum sama mánuði í fyrra. 20. júlí 2019 09:27
Ræða um skógareldana í Amason á G7-fundinum Leiðtogar Frakka og Þjóðverja tjáðu sig báðir í gær um þann metfjölda skógarelda sem hafa geisað í Amasonfrumskóginum í Brasilíu á árinu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði að þetta þyrfti að ræða á fundi G7-ríkjanna um helgina. Algjört neyðarástand hefði skapast. 24. ágúst 2019 08:45