Fimmtíu þúsund manns sáu bandaríska „C-landsliðið“ í körfubolta vinna sannfærandi sigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2019 16:30 Kemba Walker fer yfir málin með þjálfaranum Gregg Popovich. AP/Marcio Jose Sanchez Bandaríska körfuboltalandsliðið vann sextán stiga sigur á Ástralíu, 102-86, í æfingarleik í Melbourne í Ástralíu í dag en báðar þjóðir eru að undirbúa sig fyrir HM í Kína sem hefst seinna í þessum mánuði. Það var mikill áhugi fyrir þessum leik en 50 þúsund manns voru á Marvel leikvanginum sem er fjölnota íþróttaleikvangur í Melbourne.FIBA World Cup 2019: Team USA tops Australia in exhibition before 50,000 in Melbourne https://t.co/JzrYPo4oNZpic.twitter.com/EuuT5HLRzj — Sporting News NBA (@sn_nba) August 22, 2019Kemba Walker, fyrirliði bandaríska landsliðsins, fór fyrir sínum mönnum og var með 23 stig í leiknum. Myles Turner bætti við 15 stigum og 14 fráköstum og Donovan Mitchell var með 13 stig. Kemba Walker er nýbúinn að semja við lið Boston Celtics. Kyle Kuzma, leikmaður Los Angeles Lakers, hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum og skoraði 12 stig en þá voru þeir Boston-menn Jaylen Brown og Jason Tatum báðir með 11 stig. Sex leikmenn í ástralska landsliðinu spila í NBA-deildinni og þar á meðal eru þeir Joe Ingles, Matthew Dellavedova, Patty Mills og Andrew Bogut.Team USA wins 102-86. 23 points for Kemba Walker to lead six players in double figures for the US. Team USA finished 13-30 from 3, including 7-12 in the second half. These teams will play again Saturday. — Tim Bontemps (@TimBontemps) August 22, 201915-5 sprettur Ástrala í öðrum leikhluta kom muninum niður í eitt stig fyrir hálfleik, 44-43. Ástralar komust síðan einu stigi yfir í byrjun seinni hálfleiks en bandaríska liðið svaraði með þrettán stigum í röð og leit ekki til baka eftir það. Bandaríska liðið vann þriðja leikhlutann 32-18 þar sem liðið hitti úr 13 af 19 skotum sínum. Bandaríkin er með hálfgert c-landslið á HM í ár. Flestir af bestu leikmönnunum ætluðu aldrei að vera með og þá hafa einnig helstu stjörnur liðsins hætt við að spila með liðinu í sumar. Þeir sem eftir standa kláruðu þennan leik en þeirra bíða þó örugglega mun erfiðari andstæðingar á HM í Kína. Liðin mætast aftur á laugardaginn á sama stað. Körfubolti Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Fleiri fréttir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sjá meira
Bandaríska körfuboltalandsliðið vann sextán stiga sigur á Ástralíu, 102-86, í æfingarleik í Melbourne í Ástralíu í dag en báðar þjóðir eru að undirbúa sig fyrir HM í Kína sem hefst seinna í þessum mánuði. Það var mikill áhugi fyrir þessum leik en 50 þúsund manns voru á Marvel leikvanginum sem er fjölnota íþróttaleikvangur í Melbourne.FIBA World Cup 2019: Team USA tops Australia in exhibition before 50,000 in Melbourne https://t.co/JzrYPo4oNZpic.twitter.com/EuuT5HLRzj — Sporting News NBA (@sn_nba) August 22, 2019Kemba Walker, fyrirliði bandaríska landsliðsins, fór fyrir sínum mönnum og var með 23 stig í leiknum. Myles Turner bætti við 15 stigum og 14 fráköstum og Donovan Mitchell var með 13 stig. Kemba Walker er nýbúinn að semja við lið Boston Celtics. Kyle Kuzma, leikmaður Los Angeles Lakers, hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum og skoraði 12 stig en þá voru þeir Boston-menn Jaylen Brown og Jason Tatum báðir með 11 stig. Sex leikmenn í ástralska landsliðinu spila í NBA-deildinni og þar á meðal eru þeir Joe Ingles, Matthew Dellavedova, Patty Mills og Andrew Bogut.Team USA wins 102-86. 23 points for Kemba Walker to lead six players in double figures for the US. Team USA finished 13-30 from 3, including 7-12 in the second half. These teams will play again Saturday. — Tim Bontemps (@TimBontemps) August 22, 201915-5 sprettur Ástrala í öðrum leikhluta kom muninum niður í eitt stig fyrir hálfleik, 44-43. Ástralar komust síðan einu stigi yfir í byrjun seinni hálfleiks en bandaríska liðið svaraði með þrettán stigum í röð og leit ekki til baka eftir það. Bandaríska liðið vann þriðja leikhlutann 32-18 þar sem liðið hitti úr 13 af 19 skotum sínum. Bandaríkin er með hálfgert c-landslið á HM í ár. Flestir af bestu leikmönnunum ætluðu aldrei að vera með og þá hafa einnig helstu stjörnur liðsins hætt við að spila með liðinu í sumar. Þeir sem eftir standa kláruðu þennan leik en þeirra bíða þó örugglega mun erfiðari andstæðingar á HM í Kína. Liðin mætast aftur á laugardaginn á sama stað.
Körfubolti Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Fleiri fréttir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sjá meira