Utanríkisráðherra ber að segja af sér Benedikt Lafleur skrifar 22. ágúst 2019 14:26 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur tvívegis logið vísvitandi að íslensku þjóðinni. Hér er um svo alvarlegt brot að ræða af hálfu jafn háum embættismanni að honum ber tafarlaust að segja af sér. Síðastliðinn sunnudag, 18. ágúst var endurflutt viðtal við hann á Útvarpi Sögu. Í þessu viðtali fer Guðlaugur með ýmiss konar rangfærslur varðandi OP3 en þó keyrir um þverbak þegar hann lýgur vísvitandi að íslensku þjóðinni, í annað sinn, með þeirri fullyrðingu sinni að Bjarni Jónsson, rafmagnsverkfræðingur, sem og einhver hópur andstæðinga OP3 (sem hann tilgreinir ekki nánar hver er) séu á móti EES! Þessi lygi er sérstaklega alvarleg þegar hafa ber í huga að um sérstaklega umdeilt mál er að ræða, mál sem hefur ýmsar hliðar. Að jafn háttsett opinber persóna sem þiggur laun af okkur skattborgurunum skuli leggjast svo lágt að grípa til þess bragðs að gera upp skoðanir annarra til að afvegaleiða umræðuna og styrkja eigin stöðu í embætti er þvi mun ámælisverðari fyrir vikið. Í fyrsta lagi, ber þess að geta, að hvorki Bjarni Jónsson né nokkur að mér vitandi, sem hefur barist gegn OP3, eru á móti EES. Enda stæði slík afstaða, ein og sér, gegn hagsmunum Íslands. Þessi fullyrðing Guðlaugs er reyndar sérstaklega hjákátleg í ljósi þess að Bjarni Jónsson (félagi í Sjálfstæðisflokknum), sem stofnaði ásamt mér og nokkrum öðrum Lýðræðisflokkinn fyrr í sumar, hafði frumkvæðið að eftirfarandi samþykkt félagsins um Orkupakka 3, (sbr. 8. gr. b.), sem stjórnin samþykkti, en þar segir orðrétt: Orkupakka 3 skal vísa til Sameiginlegu EES-nefndarinnar , þar sem farið verði fram á undanþágu frá Orkupakka 3 í heild sinni og í kjölfarið verði aflétt hinum stjórnskipulega fyrirvara af honum, ef slík niðurstaða verður samþykkt i þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvernig getur maður sem hefur átt frumkvæðið að samþykkt sem miðar að því að tryggja sem allra best hagsmuni Íslands um ókomna tíð og i senn styrkja stöðu þess innan EES og heiðarleg samskipti innan evrópska efnahagssvæðisins verið um leið á móti EES?! Slík fullyrðing er ekki aðeins fráleit heldur fellur um sig sjálfa. Einungis embættismaður sem vinnur ekki að heilindum að því að tryggja bestu mögulegu niðurstöðuna fyrir sína þjóð getur komist að slíkri niðurstöðu. Guðlaugur Þór Þórðarson, þér ber að segja af þér án tafar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Skoðun Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur tvívegis logið vísvitandi að íslensku þjóðinni. Hér er um svo alvarlegt brot að ræða af hálfu jafn háum embættismanni að honum ber tafarlaust að segja af sér. Síðastliðinn sunnudag, 18. ágúst var endurflutt viðtal við hann á Útvarpi Sögu. Í þessu viðtali fer Guðlaugur með ýmiss konar rangfærslur varðandi OP3 en þó keyrir um þverbak þegar hann lýgur vísvitandi að íslensku þjóðinni, í annað sinn, með þeirri fullyrðingu sinni að Bjarni Jónsson, rafmagnsverkfræðingur, sem og einhver hópur andstæðinga OP3 (sem hann tilgreinir ekki nánar hver er) séu á móti EES! Þessi lygi er sérstaklega alvarleg þegar hafa ber í huga að um sérstaklega umdeilt mál er að ræða, mál sem hefur ýmsar hliðar. Að jafn háttsett opinber persóna sem þiggur laun af okkur skattborgurunum skuli leggjast svo lágt að grípa til þess bragðs að gera upp skoðanir annarra til að afvegaleiða umræðuna og styrkja eigin stöðu í embætti er þvi mun ámælisverðari fyrir vikið. Í fyrsta lagi, ber þess að geta, að hvorki Bjarni Jónsson né nokkur að mér vitandi, sem hefur barist gegn OP3, eru á móti EES. Enda stæði slík afstaða, ein og sér, gegn hagsmunum Íslands. Þessi fullyrðing Guðlaugs er reyndar sérstaklega hjákátleg í ljósi þess að Bjarni Jónsson (félagi í Sjálfstæðisflokknum), sem stofnaði ásamt mér og nokkrum öðrum Lýðræðisflokkinn fyrr í sumar, hafði frumkvæðið að eftirfarandi samþykkt félagsins um Orkupakka 3, (sbr. 8. gr. b.), sem stjórnin samþykkti, en þar segir orðrétt: Orkupakka 3 skal vísa til Sameiginlegu EES-nefndarinnar , þar sem farið verði fram á undanþágu frá Orkupakka 3 í heild sinni og í kjölfarið verði aflétt hinum stjórnskipulega fyrirvara af honum, ef slík niðurstaða verður samþykkt i þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvernig getur maður sem hefur átt frumkvæðið að samþykkt sem miðar að því að tryggja sem allra best hagsmuni Íslands um ókomna tíð og i senn styrkja stöðu þess innan EES og heiðarleg samskipti innan evrópska efnahagssvæðisins verið um leið á móti EES?! Slík fullyrðing er ekki aðeins fráleit heldur fellur um sig sjálfa. Einungis embættismaður sem vinnur ekki að heilindum að því að tryggja bestu mögulegu niðurstöðuna fyrir sína þjóð getur komist að slíkri niðurstöðu. Guðlaugur Þór Þórðarson, þér ber að segja af þér án tafar.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun