Starfsmaður bresku ræðismannsskrifstofunnar í Hong Kong í haldi Kínverja Eiður Þór Árnason skrifar 21. ágúst 2019 11:54 Handtaka Cheng á sér stað á sama tíma og hrina fjöldamótmæla fer fram í Hong Kong. Ferðamenn hafa greint frá því að öryggisgæsla á landamærum Hong Kong og Kína hafi aukist eftir að mótmælin hófust. Getty/Chris McGrath Utanríkisráðuneyti Kína staðfesti í dag að Simon Cheng, starfsmaður bresku ræðismannsskrifstofunnar í Hong Kong, sé í haldi kínverskra yfirvalda á meginlandinu. Ekkert hafði spurst til Cheng í tæpar tvær vikur. Geng Shuang, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, greindi frá því að Cheng hafi verið settur í fimmtán daga varðhald. „Ég vil hafa það alveg á hreinu að þessi starfsmaður er ríkisborgari í Hong Kong og ekki breskur ríkisborgari. Þar með er hann kínverskur og einungis er um að ræða kínverskt innanríkismál,“ sagði talsmaðurinn fyrr í dag. Samkvæmt upplýsingum frá kínverskum yfirvöldum var Cheng handtekinn af lögreglu í Shenzhen á meginlandi Kína fyrir brot á víðtækri smáglæpalöggjöf. Sú löggjöf er gjarnan notuð til þess að gera lögreglu kleift að rannsaka grunaða einstaklinga áður en ákvörðun er tekin um ákæru. Annie Li, kærasta Cheng, hefur greint frá því að Cheng hafi sent henni skilaboð rétt áður en hann fór yfir landamæri Kína yfir til Hong Kong. Hún hefur ekkert heyrt frá honum eftir það. Í yfirlýsingu frá talsmanni breska ræðismannsins í Hong Kong kom fram að skrifstofan þyrfti að skoða málið frekar áður en ákvörðun yrði tekin um viðbrögð við aðgerðum kínverskra yfirvalda. Breski ræðismannsskrifstofan sagði einnig að fregnir af handtökunni væru „gífurlegt áhyggjuefni.“ Bretland Hong Kong Kína Tengdar fréttir Lýðræðismótmælin í Hong Kong halda enn áfram Mótmælin hafa staðið yfir í tíu vikur og til harðnandi átaka hefur komið við lögreglu undanfarið. Skipuleggjendur segjast vonast eftir friðsamlegum mótmælum í dag. 18. ágúst 2019 08:37 Kínverjar ætla ekki að sitja hjá og horfa á mótmælin í Hong Kong Ef mótmælin í Hong Kong halda áfram og stjórnvöld í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong ná ekki stjórn á mótmælendum mun ríkisstjórn Kína í Peking ekki sitja hjá og einfaldlega fylgjast með. 19. ágúst 2019 07:30 Kalla eftir sniðgöngu Mulan-myndar eftir eldfima yfirlýsingu aðalleikkonunnar Ummæli leikkonunnar Crystal Liu, sem fer með titilhlutverkið í leikinni endurgerð af Disney-myndinni Mulan, gætu dregið dilk á eftir sér. Á samfélagsmiðlum heyrast nú háværar kröfur um að myndin verði sniðgengin vegna stuðningsyfirlýsingar Liu við lögregluna í Hong Kong. 17. ágúst 2019 11:41 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Utanríkisráðuneyti Kína staðfesti í dag að Simon Cheng, starfsmaður bresku ræðismannsskrifstofunnar í Hong Kong, sé í haldi kínverskra yfirvalda á meginlandinu. Ekkert hafði spurst til Cheng í tæpar tvær vikur. Geng Shuang, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, greindi frá því að Cheng hafi verið settur í fimmtán daga varðhald. „Ég vil hafa það alveg á hreinu að þessi starfsmaður er ríkisborgari í Hong Kong og ekki breskur ríkisborgari. Þar með er hann kínverskur og einungis er um að ræða kínverskt innanríkismál,“ sagði talsmaðurinn fyrr í dag. Samkvæmt upplýsingum frá kínverskum yfirvöldum var Cheng handtekinn af lögreglu í Shenzhen á meginlandi Kína fyrir brot á víðtækri smáglæpalöggjöf. Sú löggjöf er gjarnan notuð til þess að gera lögreglu kleift að rannsaka grunaða einstaklinga áður en ákvörðun er tekin um ákæru. Annie Li, kærasta Cheng, hefur greint frá því að Cheng hafi sent henni skilaboð rétt áður en hann fór yfir landamæri Kína yfir til Hong Kong. Hún hefur ekkert heyrt frá honum eftir það. Í yfirlýsingu frá talsmanni breska ræðismannsins í Hong Kong kom fram að skrifstofan þyrfti að skoða málið frekar áður en ákvörðun yrði tekin um viðbrögð við aðgerðum kínverskra yfirvalda. Breski ræðismannsskrifstofan sagði einnig að fregnir af handtökunni væru „gífurlegt áhyggjuefni.“
Bretland Hong Kong Kína Tengdar fréttir Lýðræðismótmælin í Hong Kong halda enn áfram Mótmælin hafa staðið yfir í tíu vikur og til harðnandi átaka hefur komið við lögreglu undanfarið. Skipuleggjendur segjast vonast eftir friðsamlegum mótmælum í dag. 18. ágúst 2019 08:37 Kínverjar ætla ekki að sitja hjá og horfa á mótmælin í Hong Kong Ef mótmælin í Hong Kong halda áfram og stjórnvöld í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong ná ekki stjórn á mótmælendum mun ríkisstjórn Kína í Peking ekki sitja hjá og einfaldlega fylgjast með. 19. ágúst 2019 07:30 Kalla eftir sniðgöngu Mulan-myndar eftir eldfima yfirlýsingu aðalleikkonunnar Ummæli leikkonunnar Crystal Liu, sem fer með titilhlutverkið í leikinni endurgerð af Disney-myndinni Mulan, gætu dregið dilk á eftir sér. Á samfélagsmiðlum heyrast nú háværar kröfur um að myndin verði sniðgengin vegna stuðningsyfirlýsingar Liu við lögregluna í Hong Kong. 17. ágúst 2019 11:41 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Lýðræðismótmælin í Hong Kong halda enn áfram Mótmælin hafa staðið yfir í tíu vikur og til harðnandi átaka hefur komið við lögreglu undanfarið. Skipuleggjendur segjast vonast eftir friðsamlegum mótmælum í dag. 18. ágúst 2019 08:37
Kínverjar ætla ekki að sitja hjá og horfa á mótmælin í Hong Kong Ef mótmælin í Hong Kong halda áfram og stjórnvöld í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong ná ekki stjórn á mótmælendum mun ríkisstjórn Kína í Peking ekki sitja hjá og einfaldlega fylgjast með. 19. ágúst 2019 07:30
Kalla eftir sniðgöngu Mulan-myndar eftir eldfima yfirlýsingu aðalleikkonunnar Ummæli leikkonunnar Crystal Liu, sem fer með titilhlutverkið í leikinni endurgerð af Disney-myndinni Mulan, gætu dregið dilk á eftir sér. Á samfélagsmiðlum heyrast nú háværar kröfur um að myndin verði sniðgengin vegna stuðningsyfirlýsingar Liu við lögregluna í Hong Kong. 17. ágúst 2019 11:41
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent