Mun minna hass haldlagt á Keflavíkurflugvelli í ár samanborið við síðasta ár Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. ágúst 2019 12:15 Fíkniefnahundur Tollgæslunnar við leit í ferðatösku Vísir/Jóhann K. Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hefur haldlagt mun minna magn af hassi það sem af er ári samanborið við sama tímabil í fyrra. Yfirtollvörður á flugvellinum segir jafnframt að innflutningur ólöglegra lyfja hafi fækkað um helming frá áramótum. Jóhann K. Jóhannsson. Eins og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hefur fjöldi fíkniefnamála sem upp hafa komið á Keflavíkurflugvelli, fyrstu sex mánuði ársins, nær staðið í stað samanborið við síðasta ár en þó er innihaldið í hverri og einni sendingu mun meira en áður. „Það sem er kannski að breytast er að magnið sem er í hverri sendingu, ef við tökum til dæmis meðaltal á haldlögðum sendingum núna á kókaíni, þá erum við með svona í kringum 1,2 kíló í hverri sendingu núna á móti rúmum 600 grömmum í fyrra, þannig að við erum kannski að sjá stærri sendingar,“ segir Guðrún Sólveig Ríkharðsdóttir, yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli.Guðrún Sólveig Ríkharðsdóttir, yfirtollvörður hjá Tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Bladur HrafnkellMikið lagt á sig til að fela efnin í ferðatöskum Guðrún segir að innflutningsaðferðir hafi breyst og er mikið lagt á sig til þess að reyna fela efnin í sérútbúnum ferðatöskum. Það sem af er ári hefur Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli haldlagt tíu kíló af kókaíni en kannabismálum hefur fækkað umtalsvert. Haldlagt hass nemur 650 grömmum fyrstu sex mánuði þessa árs samanborið við tæplega fimm kíló á sama tímabili á síðasta ári. „Hass sem slíkt hefum við ekki verið að sjá eins og núna við höfum hins vegar verið að sjá töluvert af kannabisolíunni og þá er hún að koma inn í gegnum hraðsendingarnar suðurfrá,“ segir Guðrún. Þá segir Guðrún Sólveig að innflutningur á ólöglegum lyfjum hafi fækkað. „Ef við tökum bara lyfjamálin, þá eru þau helmingi færri núna miðað við síðasta ár en við erum samt að sjá stórar sendingar. Við erum komin í 7500 töflur til dæmis af OxyContin þar sem af er ári,“ segir Guðrún Sólveig Ríkharðsdóttir, yfirtollvörður hjá Tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Tengdar fréttir Fjögur stór stera mál á Seyðisfirði Nýlega lagði Tollgæslan hald á mikið magn stera sem fundust vandlega faldir í bíl sem kom með Norrænu til landsins og hleypur magnið á þúsundum taflna og líklegt að götuverðið hlaupi á milljónum. Tveir voru handteknir vegna málsins. 20. ágúst 2019 18:30 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hefur haldlagt mun minna magn af hassi það sem af er ári samanborið við sama tímabil í fyrra. Yfirtollvörður á flugvellinum segir jafnframt að innflutningur ólöglegra lyfja hafi fækkað um helming frá áramótum. Jóhann K. Jóhannsson. Eins og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hefur fjöldi fíkniefnamála sem upp hafa komið á Keflavíkurflugvelli, fyrstu sex mánuði ársins, nær staðið í stað samanborið við síðasta ár en þó er innihaldið í hverri og einni sendingu mun meira en áður. „Það sem er kannski að breytast er að magnið sem er í hverri sendingu, ef við tökum til dæmis meðaltal á haldlögðum sendingum núna á kókaíni, þá erum við með svona í kringum 1,2 kíló í hverri sendingu núna á móti rúmum 600 grömmum í fyrra, þannig að við erum kannski að sjá stærri sendingar,“ segir Guðrún Sólveig Ríkharðsdóttir, yfirtollvörður á Keflavíkurflugvelli.Guðrún Sólveig Ríkharðsdóttir, yfirtollvörður hjá Tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Bladur HrafnkellMikið lagt á sig til að fela efnin í ferðatöskum Guðrún segir að innflutningsaðferðir hafi breyst og er mikið lagt á sig til þess að reyna fela efnin í sérútbúnum ferðatöskum. Það sem af er ári hefur Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli haldlagt tíu kíló af kókaíni en kannabismálum hefur fækkað umtalsvert. Haldlagt hass nemur 650 grömmum fyrstu sex mánuði þessa árs samanborið við tæplega fimm kíló á sama tímabili á síðasta ári. „Hass sem slíkt hefum við ekki verið að sjá eins og núna við höfum hins vegar verið að sjá töluvert af kannabisolíunni og þá er hún að koma inn í gegnum hraðsendingarnar suðurfrá,“ segir Guðrún. Þá segir Guðrún Sólveig að innflutningur á ólöglegum lyfjum hafi fækkað. „Ef við tökum bara lyfjamálin, þá eru þau helmingi færri núna miðað við síðasta ár en við erum samt að sjá stórar sendingar. Við erum komin í 7500 töflur til dæmis af OxyContin þar sem af er ári,“ segir Guðrún Sólveig Ríkharðsdóttir, yfirtollvörður hjá Tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Tengdar fréttir Fjögur stór stera mál á Seyðisfirði Nýlega lagði Tollgæslan hald á mikið magn stera sem fundust vandlega faldir í bíl sem kom með Norrænu til landsins og hleypur magnið á þúsundum taflna og líklegt að götuverðið hlaupi á milljónum. Tveir voru handteknir vegna málsins. 20. ágúst 2019 18:30 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Fjögur stór stera mál á Seyðisfirði Nýlega lagði Tollgæslan hald á mikið magn stera sem fundust vandlega faldir í bíl sem kom með Norrænu til landsins og hleypur magnið á þúsundum taflna og líklegt að götuverðið hlaupi á milljónum. Tveir voru handteknir vegna málsins. 20. ágúst 2019 18:30