Hríðlækkandi verðbólga í kortunum Birgir Haraldsson skrifar 21. ágúst 2019 07:00 Heimshagkerfið stendur frammi fyrir krefjandi niðursveiflu líkt og flestum er kunnugt um og hafa væntingar alþjóðlegra fagfjárfesta um efnahagslegan samdrátt á heimsvísu ekki mælst hærri síðan í október 2011. Rekstrarskilyrði iðnaðar- og þjónustugeiranna eru á sama tíma nærri þau verstu sem hafa sést fyrir heimsbúskapinn síðan um mitt ár 2012 og hátíðni-hagvísar halda áfram að veikjast. Það er því fátt sem bendir til að niðursveiflunni ljúki í bráð. Því er eðlilegt að spyrja hverjar afleiðingarnar gætu orðið fyrir Ísland ef núverandi þróttleysi heimshagkerfisins varir lengur. Fyrst ber þó að nefna að Ísland virðist hafa slitið sig frá alþjóðahagsveiflunni að einhverju leyti síðustu átta ár en næmnin við erlend efnahagsáhrif var talsvert sterkari á árunum fyrir hrunið 2008. Það skrifast að mestu á kröftugan vöxt ferðaþjónustunnar yfir þetta tímabil og því er líklegt að Ísland muni í meiri mæli flytja inn ytri skilyrði – bæði góð og slæm – nú þegar uppsveiflu túrismans er lokið. Erfitt verður að reiða sig á þennan hluta hagkerfisins til að hlífa Íslandi við erfiðleikum erlendis frá. Ef það reynist rétt þá bendir margt til þess að hraðlækkandi verðbólga á Íslandi verði birtingarmynd þessara versnandi aðstæðna. Hvers vegna? Það má gróflega skipta upp vísitölu neysluverðs í þrjá undirflokka sem hafa mismunandi vægi við útreikning á verðbólgutölum hvers mánaðar. Þessir liðir eru húsnæðiskostnaður, innflutningsverð, og innlent verðlag fyrir utan húsnæði. Það er vissulega ákveðin einföldun en það má áætla að síðasti liðurinn vegi rétt um helming í neysluverðinu og hinir tveir fjórðung hvor. Út frá þessari nálgun má síðan skissa upp sviðsmyndir til að áhættugreina verðbólguhorfur hérlendis. Niðursveifla heimshagkerfisins mun þannig hafa bein áhrif á verðbólguna í gegnum innflutningsverð, en sterk merki eru um töluverðan verðþrýsting niður á við á margvíslegum vörum heimsviðskiptanna. Þetta gildir jafnt um hrávörur sem og iðnaðarvörur en olía hefur til að mynda fallið skarpt í verði síðan í lok apríl á meðan fremstu viðskiptaþjóðir heims eru nú að lækka verð á iðnaðarframleiðslu sinni. Birgðastaða er að sama skapi talsverð innan þess geira og eykur það líkurnar á brunaútsölu á heimsvörum til að styðja við markaðshlutdeild nú þegar eftirspurnin hefur minnkað. Svo lengi sem íslenska krónan helst stöðug þá er því margt sem bendir til mögulegrar verðhjöðnunar á innfluttum vörum. Þessi erlendi þáttur mun því magna upp áhrifin af kólnandi húsnæðismarkaði á verðbólguna, en þessi liður neysluverðsins hefur að mörgu leyti endurvarpað hröðum uppgangi ferðaþjónustunnar síðastliðin ár í gegnum húsnæðiseftirspurn vegna Airbnb og innflutts vinnuafls. Nú þegar framboðshliðin hefur tekið við sér, þá bæði á húsnæðis- og hótelmarkaðnum, á sama tíma og túrisminn tekur dýfu þá er líklegt að áhrif húsnæðiskostnaðar á verðbólgu verði hóflegur næstu ársfjórðunga. Tveir af þremur undirflokkum neysluverðs með helmingsvigt í vísitölunni stefna því hratt að hlutlausu framlagi (0%) til verðbólgunnar á ársgrundvelli. Öll spjót beinast því að innlendu verðlagi, en þar er á brattann að sækja að draga verðbólguna að 2,5% markmiðinu miðað við núverandi stöðu mála. Þessu er best lýst á tölulegan máta, en til að halda verðbólgumarkmiðinu innan þessarar sviðsmyndar þá þyrfti innlendi verðlagsliðurinn að liggja í 5,0% árshækkun. Það er ólíkleg útkoma í hagkerfi með vaxandi slaka og fæli í sér tvöföldun á árshækkuninni frá núverandi gildum. Við höfum einnig ekki prentað 5,0% í þessum lið síðan í lok 2013 og hefur meðaltalið setið í 2,0% eftir það. Ef þetta meðaltal heldur næstu misserin þá gæti verðbólga á Íslandi endað í 1,0% inn í vorið 2020; langt undir verðbólgumarkmiðinu og við neðri vikmörk þess. Þróttleysi heimsbúskaparins hefur því töluverð áhrif á verðbólguhorfur nú þegar íslenskur efnahagur er marinn eftir innlend áföll. Verðstöðugleiki gæti komið undir pressu og á illviðráðanlegri enda verðbólgurófsins – starf nýs seðlabankastjóra verður ærið.Höfundur er sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Arctica Finance Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Haraldsson Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Heimshagkerfið stendur frammi fyrir krefjandi niðursveiflu líkt og flestum er kunnugt um og hafa væntingar alþjóðlegra fagfjárfesta um efnahagslegan samdrátt á heimsvísu ekki mælst hærri síðan í október 2011. Rekstrarskilyrði iðnaðar- og þjónustugeiranna eru á sama tíma nærri þau verstu sem hafa sést fyrir heimsbúskapinn síðan um mitt ár 2012 og hátíðni-hagvísar halda áfram að veikjast. Það er því fátt sem bendir til að niðursveiflunni ljúki í bráð. Því er eðlilegt að spyrja hverjar afleiðingarnar gætu orðið fyrir Ísland ef núverandi þróttleysi heimshagkerfisins varir lengur. Fyrst ber þó að nefna að Ísland virðist hafa slitið sig frá alþjóðahagsveiflunni að einhverju leyti síðustu átta ár en næmnin við erlend efnahagsáhrif var talsvert sterkari á árunum fyrir hrunið 2008. Það skrifast að mestu á kröftugan vöxt ferðaþjónustunnar yfir þetta tímabil og því er líklegt að Ísland muni í meiri mæli flytja inn ytri skilyrði – bæði góð og slæm – nú þegar uppsveiflu túrismans er lokið. Erfitt verður að reiða sig á þennan hluta hagkerfisins til að hlífa Íslandi við erfiðleikum erlendis frá. Ef það reynist rétt þá bendir margt til þess að hraðlækkandi verðbólga á Íslandi verði birtingarmynd þessara versnandi aðstæðna. Hvers vegna? Það má gróflega skipta upp vísitölu neysluverðs í þrjá undirflokka sem hafa mismunandi vægi við útreikning á verðbólgutölum hvers mánaðar. Þessir liðir eru húsnæðiskostnaður, innflutningsverð, og innlent verðlag fyrir utan húsnæði. Það er vissulega ákveðin einföldun en það má áætla að síðasti liðurinn vegi rétt um helming í neysluverðinu og hinir tveir fjórðung hvor. Út frá þessari nálgun má síðan skissa upp sviðsmyndir til að áhættugreina verðbólguhorfur hérlendis. Niðursveifla heimshagkerfisins mun þannig hafa bein áhrif á verðbólguna í gegnum innflutningsverð, en sterk merki eru um töluverðan verðþrýsting niður á við á margvíslegum vörum heimsviðskiptanna. Þetta gildir jafnt um hrávörur sem og iðnaðarvörur en olía hefur til að mynda fallið skarpt í verði síðan í lok apríl á meðan fremstu viðskiptaþjóðir heims eru nú að lækka verð á iðnaðarframleiðslu sinni. Birgðastaða er að sama skapi talsverð innan þess geira og eykur það líkurnar á brunaútsölu á heimsvörum til að styðja við markaðshlutdeild nú þegar eftirspurnin hefur minnkað. Svo lengi sem íslenska krónan helst stöðug þá er því margt sem bendir til mögulegrar verðhjöðnunar á innfluttum vörum. Þessi erlendi þáttur mun því magna upp áhrifin af kólnandi húsnæðismarkaði á verðbólguna, en þessi liður neysluverðsins hefur að mörgu leyti endurvarpað hröðum uppgangi ferðaþjónustunnar síðastliðin ár í gegnum húsnæðiseftirspurn vegna Airbnb og innflutts vinnuafls. Nú þegar framboðshliðin hefur tekið við sér, þá bæði á húsnæðis- og hótelmarkaðnum, á sama tíma og túrisminn tekur dýfu þá er líklegt að áhrif húsnæðiskostnaðar á verðbólgu verði hóflegur næstu ársfjórðunga. Tveir af þremur undirflokkum neysluverðs með helmingsvigt í vísitölunni stefna því hratt að hlutlausu framlagi (0%) til verðbólgunnar á ársgrundvelli. Öll spjót beinast því að innlendu verðlagi, en þar er á brattann að sækja að draga verðbólguna að 2,5% markmiðinu miðað við núverandi stöðu mála. Þessu er best lýst á tölulegan máta, en til að halda verðbólgumarkmiðinu innan þessarar sviðsmyndar þá þyrfti innlendi verðlagsliðurinn að liggja í 5,0% árshækkun. Það er ólíkleg útkoma í hagkerfi með vaxandi slaka og fæli í sér tvöföldun á árshækkuninni frá núverandi gildum. Við höfum einnig ekki prentað 5,0% í þessum lið síðan í lok 2013 og hefur meðaltalið setið í 2,0% eftir það. Ef þetta meðaltal heldur næstu misserin þá gæti verðbólga á Íslandi endað í 1,0% inn í vorið 2020; langt undir verðbólgumarkmiðinu og við neðri vikmörk þess. Þróttleysi heimsbúskaparins hefur því töluverð áhrif á verðbólguhorfur nú þegar íslenskur efnahagur er marinn eftir innlend áföll. Verðstöðugleiki gæti komið undir pressu og á illviðráðanlegri enda verðbólgurófsins – starf nýs seðlabankastjóra verður ærið.Höfundur er sérfræðingur í markaðsviðskiptum hjá Arctica Finance
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun