Köngulóarmaðurinn ekki lengur hluti af Marvel heiminum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2019 21:39 Persóna Toms Holland, Köngulóarmaðurinn, verður ekki hluti af Marvel ofurhetjuheiminum lengur. getty/ Alberto E. Rodriguez Kvikmyndaverið Marvel mun ekki framleiða fleiri kvikmyndir um köngulóarmanninn vegna þess að Sony kvikmyndaverið og Disney, sem á Marvel, ná ekki samkomulagi um fjármögnun Sony á myndum um ofurhetjuna í framtíðinni. Deadline greinir frá þessu á vef sínum. Köngulóarmaðurinn mun því ekki vera hluti af ofurhetjuheimi Marvel í framtíðinni. Nýjustu kvikmyndirnar sem köngulóarmaðurinn, sem leikinn er af Tom Holland, kemur fram í eru Avengers: End Game og Spider-Man: Far From Home. Avengers: End Game er söluhæsta kvikmynd allra tíma og er Spider-Man: Far From Home söluhæsta kvikmynd Sony kvikmyndaversins. Sony kvikmyndaverið á réttinn að Köngulóarmanninum en árið 2015 skrifaði Sony undir samning við Marvel kvikmyndaverið um að Köngulóarmaðurinn myndi birtast í Marvel heiminum og að Marvel myndi framleiða myndirnar. Hann hefur því birst í nokkrum kvikmyndum Marvel; Captain America: Civil War, Avengers: Infinity War og Avengers: End Game; og yfirmaður Marvel hefur leikstýrt kvikmyndunum tveimur um Köngulóarmanninn sem hafa komið út síðan. Sony og Disney hafa ekki náð samkomulagi en Disney hafði lagt til að öllum ágóða og kostnaði af myndum um Köngulóarmanninn yrði skipt í helminga í framtíðinni, Sony greiddi og fengi helming og sama með Disney. Sony féllst ekki á það og ákvað Disney þá að fjarlægja Marvel sem framleiðanda myndanna og hætta að nota Köngulóarmanninn sem persónu í Marvel heiminum. Bíó og sjónvarp Disney Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Kvikmyndaverið Marvel mun ekki framleiða fleiri kvikmyndir um köngulóarmanninn vegna þess að Sony kvikmyndaverið og Disney, sem á Marvel, ná ekki samkomulagi um fjármögnun Sony á myndum um ofurhetjuna í framtíðinni. Deadline greinir frá þessu á vef sínum. Köngulóarmaðurinn mun því ekki vera hluti af ofurhetjuheimi Marvel í framtíðinni. Nýjustu kvikmyndirnar sem köngulóarmaðurinn, sem leikinn er af Tom Holland, kemur fram í eru Avengers: End Game og Spider-Man: Far From Home. Avengers: End Game er söluhæsta kvikmynd allra tíma og er Spider-Man: Far From Home söluhæsta kvikmynd Sony kvikmyndaversins. Sony kvikmyndaverið á réttinn að Köngulóarmanninum en árið 2015 skrifaði Sony undir samning við Marvel kvikmyndaverið um að Köngulóarmaðurinn myndi birtast í Marvel heiminum og að Marvel myndi framleiða myndirnar. Hann hefur því birst í nokkrum kvikmyndum Marvel; Captain America: Civil War, Avengers: Infinity War og Avengers: End Game; og yfirmaður Marvel hefur leikstýrt kvikmyndunum tveimur um Köngulóarmanninn sem hafa komið út síðan. Sony og Disney hafa ekki náð samkomulagi en Disney hafði lagt til að öllum ágóða og kostnaði af myndum um Köngulóarmanninn yrði skipt í helminga í framtíðinni, Sony greiddi og fengi helming og sama með Disney. Sony féllst ekki á það og ákvað Disney þá að fjarlægja Marvel sem framleiðanda myndanna og hætta að nota Köngulóarmanninn sem persónu í Marvel heiminum.
Bíó og sjónvarp Disney Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira