Starfsfólk neyðarlínunnar hleypur fyrir Frú Ragnheiði: "Frú Ragnheiður oft búin að ná til þessa fólks þegar þau þurfa aðstoð“ Sylvía Hall skrifar 20. ágúst 2019 15:45 Frú Ragnheiður er skaðaminnkunarverkefni á vegum Rauða krossins. Rauði krossinn. Fjórir starfsmenn Neyðarlínunnar, sem saman mynda „Neyðarlega hlaupahópinn“, hlaupa til styrktar skaðaminnkunarverkefninu Frú Ragnheiði í Reykjavíkurmaraþoninu næstu helgi. Töluverð aukning hefur verið í fjölda þeirra sem leita til Frú Ragnheiðar, þá sérstaklega í yngsta aldurshópnum. Hlaupararnir fjórir, þau Kamilla Guðmundsdóttir, Friðrik Tryggvason, Assa Sólveig Jónsdóttir og Jóhann Ari Jóhannsson starfa allir hjá neyðarlínunni og völdu þau að hlaupa fyrir Frú Ragnheiði því það er gjarnan sama fólkið sem þarf aðstoð frá 112 og leitar til Frú Ragnheiðar. Þegar vantar aðstoð fyrir fólk sem notar vímuefni eða heimilislausa eru oft fá önnur úrræði en að senda sjúkrabíl eða lögreglu, fyrir utan Frú Ragnheiði sem þau telja vera mikilvægt úrræði fyrir þennan hóp. „Þetta er svipaður hópur skjólstæðinga að vissu leyti, við náttúrulega þjónustum alla en þetta skarast. Þetta er fólk sem er oft í miklum vanda og er jafnvel á götunni og er að leita að aðstoð. Það sem við erum svo ánægð með er að Frú Ragnheiður er oft búin að ná til þessa fólks þegar þau þurfa þessa aðstoð,“ segir Friðrik sem segir verkefnið algjörlega meiriháttar. Hann stemninguna í hópnum vera góða. Þau ætla að takast á við verkefnið af þrautseigju og sjá fram á að klára hlaupið með glæsibrag.Þreföldun í yngsta hópnum Ungmenni eru í meiri hættu að verða fyrir ofbeldi eða ofskammta á vímuefnum. FBL/ANTONRannsóknir sýna að ungmenni eru líklegri en eldri einstaklingar til að ofskammta á vímuefnum, smitast af smitsjúkdómum, verða fyrir ofbeldi, vera notuð af eldri einstaklingum til að sinna afbrotum og ólöglegum verkum og er dánartíðni þeirra hærri. Það er því ljóst að um viðkvæman hóp er að ræða, en fjöldi ungmenna á aldrinum 18 til 20 ára sem leituðu til Frú Ragnheiðar þrefaldaðist á milli ára. Árið 2018 leituðu 36 ungmenni til skaðaminnkunarverkefnisins, samanborið við 12 árið 2017. Vegna mikillar áhættu og jaðarsetningu þessa hóps þarf að nálgast ungmennin með sérstökum forvörnum og sníða stuðning og þjónustuna að þörfum þeirra og félagslegri stöðu. Ungmennin sem leituðu til Frú Ragnheiðar árið 2018 glímdu öll nema eitt við erfiðan vímuefnavanda og voru að nota vímuefni í æð. Um er að ræða 24 drengi, níu stúlkur og einn trans einstakling. Þegar þau leituðu til verkefnisins höfðu þau verið að nota vímuefni í æð frá þremur vikum og allt upp í sex ár. Hlaupahópurinn vill nýta Reykjavíkurmaraþonið til þess að vekja athygli á því starfi sem Frú Ragnheiður vinnur, enda þjónusta þau viðkvæman hóp samfélagsins. Þau segja mikilvægt að starfsemin sé til staðar fyrir þá sem þurfa á aðstoðinni að halda.Hér má finna söfnunarsíðu Neyðarlega hlaupahópsins. Fíkn Heilbrigðismál Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið Ómótstæðileg jarðarberjaostakaka að hætti Evu Laufeyjar Matur „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Gossip girl stjarna orðinn faðir Lífið Fleiri fréttir Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Býður í sósupartý í Smekkleysu á sunnudag Sjá meira
Fjórir starfsmenn Neyðarlínunnar, sem saman mynda „Neyðarlega hlaupahópinn“, hlaupa til styrktar skaðaminnkunarverkefninu Frú Ragnheiði í Reykjavíkurmaraþoninu næstu helgi. Töluverð aukning hefur verið í fjölda þeirra sem leita til Frú Ragnheiðar, þá sérstaklega í yngsta aldurshópnum. Hlaupararnir fjórir, þau Kamilla Guðmundsdóttir, Friðrik Tryggvason, Assa Sólveig Jónsdóttir og Jóhann Ari Jóhannsson starfa allir hjá neyðarlínunni og völdu þau að hlaupa fyrir Frú Ragnheiði því það er gjarnan sama fólkið sem þarf aðstoð frá 112 og leitar til Frú Ragnheiðar. Þegar vantar aðstoð fyrir fólk sem notar vímuefni eða heimilislausa eru oft fá önnur úrræði en að senda sjúkrabíl eða lögreglu, fyrir utan Frú Ragnheiði sem þau telja vera mikilvægt úrræði fyrir þennan hóp. „Þetta er svipaður hópur skjólstæðinga að vissu leyti, við náttúrulega þjónustum alla en þetta skarast. Þetta er fólk sem er oft í miklum vanda og er jafnvel á götunni og er að leita að aðstoð. Það sem við erum svo ánægð með er að Frú Ragnheiður er oft búin að ná til þessa fólks þegar þau þurfa þessa aðstoð,“ segir Friðrik sem segir verkefnið algjörlega meiriháttar. Hann stemninguna í hópnum vera góða. Þau ætla að takast á við verkefnið af þrautseigju og sjá fram á að klára hlaupið með glæsibrag.Þreföldun í yngsta hópnum Ungmenni eru í meiri hættu að verða fyrir ofbeldi eða ofskammta á vímuefnum. FBL/ANTONRannsóknir sýna að ungmenni eru líklegri en eldri einstaklingar til að ofskammta á vímuefnum, smitast af smitsjúkdómum, verða fyrir ofbeldi, vera notuð af eldri einstaklingum til að sinna afbrotum og ólöglegum verkum og er dánartíðni þeirra hærri. Það er því ljóst að um viðkvæman hóp er að ræða, en fjöldi ungmenna á aldrinum 18 til 20 ára sem leituðu til Frú Ragnheiðar þrefaldaðist á milli ára. Árið 2018 leituðu 36 ungmenni til skaðaminnkunarverkefnisins, samanborið við 12 árið 2017. Vegna mikillar áhættu og jaðarsetningu þessa hóps þarf að nálgast ungmennin með sérstökum forvörnum og sníða stuðning og þjónustuna að þörfum þeirra og félagslegri stöðu. Ungmennin sem leituðu til Frú Ragnheiðar árið 2018 glímdu öll nema eitt við erfiðan vímuefnavanda og voru að nota vímuefni í æð. Um er að ræða 24 drengi, níu stúlkur og einn trans einstakling. Þegar þau leituðu til verkefnisins höfðu þau verið að nota vímuefni í æð frá þremur vikum og allt upp í sex ár. Hlaupahópurinn vill nýta Reykjavíkurmaraþonið til þess að vekja athygli á því starfi sem Frú Ragnheiður vinnur, enda þjónusta þau viðkvæman hóp samfélagsins. Þau segja mikilvægt að starfsemin sé til staðar fyrir þá sem þurfa á aðstoðinni að halda.Hér má finna söfnunarsíðu Neyðarlega hlaupahópsins.
Fíkn Heilbrigðismál Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Lífið Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Lífið „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Lífið Ómótstæðileg jarðarberjaostakaka að hætti Evu Laufeyjar Matur „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Gossip girl stjarna orðinn faðir Lífið Fleiri fréttir Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Tipsý bar valinn besti barinn í Reykjavík Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Segist vera orðinn of gamall Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Fréttir síðustu daga stoppa ekki bingó Flokks fólksins Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Dreymir um að verða rithöfundur Af hverju talar Áslaug Arna um „smjörklípumenn“? Kvennaathvarfið á allra vörum Fann ástina á Prikinu Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Krakkatían: Bangsímon, borðspil og bílar Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Elsta popphljómsveit heims að leggja upp laupana Býður í sósupartý í Smekkleysu á sunnudag Sjá meira