Stefna að því að gera Norðurlöndin að sjálfbærasta svæði í heimi Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 20. ágúst 2019 12:00 Leiðtogar Norðurlandanna. F.v Katrin Sjögren, forsætisráðherra Álandseyja, Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands, Mette fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur og Katrín jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands. Mynd/Egill Sumarfundur forsætisráðherra Norðurlandanna hófst í Hörpu í morgun. Forsætisráðherrar Norðurlandanna fimm ásamt leiðtogum Grænlands og Álandseyja funduðu með fulltrúum norrænna stórfyrirtækja um heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna og hvað Norðurlöndin og norræn fyrirtæki gætu gert til að uppfylla þau markmið. Leiðtogarnir og fulltrúar fyrirtækjanna undirrituðu í dag yfirlýsingu sem leggur áherslu á þrjú heimsmarkmiðanna. Jafnrétti kynjanna, sjálfbæra neyslu og framleiðslu og loftslagsbreytingar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tilkynnti meðal annars á fundinum að leiðtogar Norðurlandanna sammæltust um nýja stefnu fyrir Norðurlöndin. Að svæðið yrði það sjálfbærasta í heiminum. „Okkar sameiginlega sýn fyrir Norðurlöndin er að svæðið verði það sjálfbærasta í heiminum,“ sagði Katrín. „Ég held að það sýni hversu brýnt það er að takast á við loftslagsvandann. Loftslagsmálin eru orðin þungamiðja ákvarðanatöku á samnorrænum vettvangi.“ Á blaðamannafundi forsætisráðherranna kom greinilega fram að nokkur einhugur væri um að öflugt samstarf hins opinbera og einkaaðila væri nauðsynlegt til að berjast gegn hnattrænni hlýnun og fyrir auknu kynjajafnrétti. Það kom meðal annars fram í máli Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur.Leiðtogar Norðurlandanna og fulltrúar fyrirtækjanna stilltu sér upp á „fjölskyldumynd“ í lok fundar.Mynd/Egill„Ég held að það sé rosalega mikilvægt að hið opinbera og einkageirinn haldist hönd í hönd,“ sagði Fredriksen. „Ég tel að ég tali fyrir hönd allra hér þegar ég segi að forysta norrænna forstjóra í þessum málum er mikill innblástur og við eigum að vinna að þessu saman sem forysta á hnattrænum vettvangi.“ „Við þurfum að vinna í auknu mæli með einkageiranum,“ sagði Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar. „Við þurfum að gera það í nærumhverfinu, á landsvísu og á hnattræna vísu einfaldlega af því að við erum sterkari sameinuð.“ Johann Dennilind, forstjóri sænska fjarskiptarisans Telia, og Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka undirrituðu yfirlýsinguna fyrir hönd norrænna fyrirtækja. „Við sjáum það að þetta gerist ekki nema með samvinnu þessara tveggja aðila,“ segir Birna. „Það er mikill áhugi í viðskiptalífinu að ýta þessu áfram og að sjálfsögðu eiga stjórnvöld að nýta sér það.“ Hún segir að einn af lykilþáttunum í yfirlýsingunni snúi að byrjum fyrirtækjanna. Að þeir virði bæði umhverfið og jafnrétti. „Það sem er kannski stærst í þessu er að við erum að fara að gera meiri kröfur til okkar byrgja varðandi það hvernig þeir eru að stunda sín viðskipti.“ Danmörk Finnland Grænland Jafnréttismál Noregur Svíþjóð Umhverfismál Tengdar fréttir „Hefur verið draumur lengi að koma til Íslands“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók á móti Angelu Merkel, kanslara þýskalands, á Þingvöllum í dag. 19. ágúst 2019 21:30 Löfven fyrsti ráðherrann í fundarröð Katrínar með erlendum leiðtogum í dag Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra tók á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar í Hellisheiðarvirkjun í dag. 19. ágúst 2019 13:15 Blaðamannafundur Katrínar Jakobsdóttur og Angelu Merkel Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, héldu blaðamannafund í forsætisráðherrabústaðnum á Þingvöllum. 19. ágúst 2019 19:15 Angela Merkel vakti mikla athygli á rölti sínu um borgina Merkel kom hingað til lands í dag vegna sumarfunds leiðtoga Norðurlandanna sem fram fer á morgun 19. ágúst 2019 19:33 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Sumarfundur forsætisráðherra Norðurlandanna hófst í Hörpu í morgun. Forsætisráðherrar Norðurlandanna fimm ásamt leiðtogum Grænlands og Álandseyja funduðu með fulltrúum norrænna stórfyrirtækja um heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna og hvað Norðurlöndin og norræn fyrirtæki gætu gert til að uppfylla þau markmið. Leiðtogarnir og fulltrúar fyrirtækjanna undirrituðu í dag yfirlýsingu sem leggur áherslu á þrjú heimsmarkmiðanna. Jafnrétti kynjanna, sjálfbæra neyslu og framleiðslu og loftslagsbreytingar. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tilkynnti meðal annars á fundinum að leiðtogar Norðurlandanna sammæltust um nýja stefnu fyrir Norðurlöndin. Að svæðið yrði það sjálfbærasta í heiminum. „Okkar sameiginlega sýn fyrir Norðurlöndin er að svæðið verði það sjálfbærasta í heiminum,“ sagði Katrín. „Ég held að það sýni hversu brýnt það er að takast á við loftslagsvandann. Loftslagsmálin eru orðin þungamiðja ákvarðanatöku á samnorrænum vettvangi.“ Á blaðamannafundi forsætisráðherranna kom greinilega fram að nokkur einhugur væri um að öflugt samstarf hins opinbera og einkaaðila væri nauðsynlegt til að berjast gegn hnattrænni hlýnun og fyrir auknu kynjajafnrétti. Það kom meðal annars fram í máli Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur.Leiðtogar Norðurlandanna og fulltrúar fyrirtækjanna stilltu sér upp á „fjölskyldumynd“ í lok fundar.Mynd/Egill„Ég held að það sé rosalega mikilvægt að hið opinbera og einkageirinn haldist hönd í hönd,“ sagði Fredriksen. „Ég tel að ég tali fyrir hönd allra hér þegar ég segi að forysta norrænna forstjóra í þessum málum er mikill innblástur og við eigum að vinna að þessu saman sem forysta á hnattrænum vettvangi.“ „Við þurfum að vinna í auknu mæli með einkageiranum,“ sagði Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar. „Við þurfum að gera það í nærumhverfinu, á landsvísu og á hnattræna vísu einfaldlega af því að við erum sterkari sameinuð.“ Johann Dennilind, forstjóri sænska fjarskiptarisans Telia, og Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka undirrituðu yfirlýsinguna fyrir hönd norrænna fyrirtækja. „Við sjáum það að þetta gerist ekki nema með samvinnu þessara tveggja aðila,“ segir Birna. „Það er mikill áhugi í viðskiptalífinu að ýta þessu áfram og að sjálfsögðu eiga stjórnvöld að nýta sér það.“ Hún segir að einn af lykilþáttunum í yfirlýsingunni snúi að byrjum fyrirtækjanna. Að þeir virði bæði umhverfið og jafnrétti. „Það sem er kannski stærst í þessu er að við erum að fara að gera meiri kröfur til okkar byrgja varðandi það hvernig þeir eru að stunda sín viðskipti.“
Danmörk Finnland Grænland Jafnréttismál Noregur Svíþjóð Umhverfismál Tengdar fréttir „Hefur verið draumur lengi að koma til Íslands“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók á móti Angelu Merkel, kanslara þýskalands, á Þingvöllum í dag. 19. ágúst 2019 21:30 Löfven fyrsti ráðherrann í fundarröð Katrínar með erlendum leiðtogum í dag Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra tók á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar í Hellisheiðarvirkjun í dag. 19. ágúst 2019 13:15 Blaðamannafundur Katrínar Jakobsdóttur og Angelu Merkel Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, héldu blaðamannafund í forsætisráðherrabústaðnum á Þingvöllum. 19. ágúst 2019 19:15 Angela Merkel vakti mikla athygli á rölti sínu um borgina Merkel kom hingað til lands í dag vegna sumarfunds leiðtoga Norðurlandanna sem fram fer á morgun 19. ágúst 2019 19:33 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
„Hefur verið draumur lengi að koma til Íslands“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók á móti Angelu Merkel, kanslara þýskalands, á Þingvöllum í dag. 19. ágúst 2019 21:30
Löfven fyrsti ráðherrann í fundarröð Katrínar með erlendum leiðtogum í dag Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra tók á móti Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar í Hellisheiðarvirkjun í dag. 19. ágúst 2019 13:15
Blaðamannafundur Katrínar Jakobsdóttur og Angelu Merkel Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, héldu blaðamannafund í forsætisráðherrabústaðnum á Þingvöllum. 19. ágúst 2019 19:15
Angela Merkel vakti mikla athygli á rölti sínu um borgina Merkel kom hingað til lands í dag vegna sumarfunds leiðtoga Norðurlandanna sem fram fer á morgun 19. ágúst 2019 19:33