Spæjaraskóli fyrir krakka settur á laggirnar á Akureyri Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. ágúst 2019 11:37 Krakkar á aldrinum 9-12 ára munu geta verið áskrifendur að spæjarakössum. getty/George Rinhart/facebook „Þetta eru í rauninni ráðgátukassar í áskrift fyrir 9-12 ára krakka. Hugmyndin er að í hverjum kassa er ein saga, bara ráðgátusaga sem að áskrifandinn þarf að aðstoða aðalpersónurnar við,“ segir Lína Rut Olgeirsdóttir, einn stofnenda Spæjaraskólans sem hefur verið settur á laggirnar á Akureyri. Spæjaraskólinn eru áskriftakassar fyrir krakka þar sem leysa þarf hinar ýmsu ráðgátur. Sagan í fyrsta áskriftakassanum ber heitið Listaverkaráðgátan en í honum þarf áskrifandinn að aðstoða Klöru Sif og Atla Pavel, aðalpersónur sagnanna, að leysa ráðgátuna. Listaverki hefur verið stolið af listasafni bæjarins og þarf að finna það. Þau lenda í ýmsum vandræðum og kemur þá áskrifandinn inn í söguna og aðstoðar þau við að leysa vandamálin. Lína ræddi þetta í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Áskrifendur fá kassa sem inniheldur nokkur umslög sem eru merkt og nokkrir lausir hlutir. Í hverju umslagi er hluti af sögunni og þraut og til að vita hvort þrautin hafi verið leyst rétt er farið inn á vefsvæði skólans og niðurstaðan slegin inn. Þá kemur upp hvort sú niðurstaða sé rétt eða röng. Sé niðurstaðan rétt má opna næsta umslag. „Við erum búin að vera að vinna að þessu í allt sumar en við vonumst til að fyrsti kassinn komi út fyrir lok næsta mánaðar.“Skráning áskrifenda er hafin og Lína segist búast við að fyrsti kassinn verði sendur út 27. september. Kassarnir verða sendir út um allt land en hægt verður fyrir áskrifendur að sækja kassana á Akureyri, í Reykjavík og á Hvammstanga. Ný saga mun koma út annan hvern mánuð. „Ég er búin að nota mín eigin börn svolítið í tilraunastarfsemi og í næstu viku erum við að fara í prufukeyrslu sem verður stærri. Sjá hvort það gangi allt upp,“ segir Lína. Hún segir ráðgátuna ekki vera jafn langa og bók en að Listaverkagátan sé til dæmis sjö kaflar. Akureyri Bítið Krakkar Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira
„Þetta eru í rauninni ráðgátukassar í áskrift fyrir 9-12 ára krakka. Hugmyndin er að í hverjum kassa er ein saga, bara ráðgátusaga sem að áskrifandinn þarf að aðstoða aðalpersónurnar við,“ segir Lína Rut Olgeirsdóttir, einn stofnenda Spæjaraskólans sem hefur verið settur á laggirnar á Akureyri. Spæjaraskólinn eru áskriftakassar fyrir krakka þar sem leysa þarf hinar ýmsu ráðgátur. Sagan í fyrsta áskriftakassanum ber heitið Listaverkaráðgátan en í honum þarf áskrifandinn að aðstoða Klöru Sif og Atla Pavel, aðalpersónur sagnanna, að leysa ráðgátuna. Listaverki hefur verið stolið af listasafni bæjarins og þarf að finna það. Þau lenda í ýmsum vandræðum og kemur þá áskrifandinn inn í söguna og aðstoðar þau við að leysa vandamálin. Lína ræddi þetta í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Áskrifendur fá kassa sem inniheldur nokkur umslög sem eru merkt og nokkrir lausir hlutir. Í hverju umslagi er hluti af sögunni og þraut og til að vita hvort þrautin hafi verið leyst rétt er farið inn á vefsvæði skólans og niðurstaðan slegin inn. Þá kemur upp hvort sú niðurstaða sé rétt eða röng. Sé niðurstaðan rétt má opna næsta umslag. „Við erum búin að vera að vinna að þessu í allt sumar en við vonumst til að fyrsti kassinn komi út fyrir lok næsta mánaðar.“Skráning áskrifenda er hafin og Lína segist búast við að fyrsti kassinn verði sendur út 27. september. Kassarnir verða sendir út um allt land en hægt verður fyrir áskrifendur að sækja kassana á Akureyri, í Reykjavík og á Hvammstanga. Ný saga mun koma út annan hvern mánuð. „Ég er búin að nota mín eigin börn svolítið í tilraunastarfsemi og í næstu viku erum við að fara í prufukeyrslu sem verður stærri. Sjá hvort það gangi allt upp,“ segir Lína. Hún segir ráðgátuna ekki vera jafn langa og bók en að Listaverkagátan sé til dæmis sjö kaflar.
Akureyri Bítið Krakkar Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira