Mótmælum helgarinnar í Hong Kong aflýst Gunnar Reynir Valþórsson og Sylvía Hall skrifa 30. ágúst 2019 08:24 Mótmælendum hefur meðal annars tekist að trufla flugsamgöngur. Getty/SOPA Images Fyrirhuguðum mótmælum í Hong Kong á morgun hefur verið aflýst eftir að beiðni þeirra um áframhaldandi mótmæli var hafnað. Mótmælendur í Hong Kong hafa nú mótmælt síðustu tólf helgar og áttu mótmælin um helgina að marka það að fimm ár eru liðin frá því að íbúar mótmæltu afskiptum kínverskra yfirvalda af kosningum í sjálfstjórnarhéraðinu. Þau mótmæli vöktu athygli um allan heim, ekki síst fyrir þær sakir að regnhlífar voru helsta tákn mótmælanna. Hundruð þúsunda tóku þátt í þeim mótmælum, sem voru þau stærstu fram til þessa en síðustu vikur hefur mikill fjöldi mótmælt í Hong Kong í kjölfar framsalslagafrumvarps. Eftir að það var tekið af dagskrá hafa mótmælendur kallað eftir auknu lýðræði.Sjá einnig: Átök í Hong Kong náðu nýju hámarki í dag þegar lögregla hleypti af byssuskoti Bonnie Leung frá borgaralegu mannréttindahreyfingunni í Hong Kong segir það vera ljóst að lögregla sé að reyna að ógna mótmælendum eftir að mótmælendur voru handteknir. Einn af forvígismönnum mótmælanna í Hong Kong undanfarna mánuði, hinn tuttugu og þriggja ára gamli Joshua Wong hefur verið handtekinn, að því er fram kemur í yfirlýsingu stjórnmálaflokks hans. Þar segir að Wong hafi verið handsamaður úti á miðri götu og hann þvingaður inn í ómerktan bíl sem síðan var ekið á brott með hraði. Lögreglan í Hong Kong hefur gefið það út að Wong hafi verið handtekinn fyrir að hafa skipulagt samkomu við Wan Chai lögregluhöfuðstöðvarnar í leyfisleysi sem og að hafa tekið þátt í henni. Annar mótmælandi sem einnig hefur verið framarlega í mótmælaöldunni sem gengið hefur yfir borgina. Agnes Chow, var einnig handtekin í morgun sem og leiðtogi þjóðarflokksins þar í landi, hinn 28 ára gamli Andy Chan og þykir ljóst að yfirvöld hafi verið með þessu að reyna að koma í veg fyrir mótmæli sem fyrirhuguð voru um helgina. Færu þau fram þrátt fyrir allt, yrði það þrettánda helgin í röð sem mótmælt er í Hong Kong. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Loka á áróðurssíður á vegum stjórnvalda Tæknirisinn Google hefur lokað á þriðja hundrað YouTube síða sem allar áttu það sameiginlegt að gagnrýna mótmælaaðgerðir almennings í Hong Kong gegn ofríki Kínverja. 23. ágúst 2019 07:40 Lýðræðismótmælin í Hong Kong halda enn áfram Mótmælin hafa staðið yfir í tíu vikur og til harðnandi átaka hefur komið við lögreglu undanfarið. Skipuleggjendur segjast vonast eftir friðsamlegum mótmælum í dag. 18. ágúst 2019 08:37 Kínverjar ætla ekki að sitja hjá og horfa á mótmælin í Hong Kong Ef mótmælin í Hong Kong halda áfram og stjórnvöld í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong ná ekki stjórn á mótmælendum mun ríkisstjórn Kína í Peking ekki sitja hjá og einfaldlega fylgjast með. 19. ágúst 2019 07:30 Starfsmaður bresku ræðismannsskrifstofunnar sem var í haldi Kínverja aftur kominn til Hong Kong Í yfirlýsingunni sem fjölskyldan birti á Facebook, þakkaði hún almenningi fyrir stuðninginn og sagðist óska eftir því að Cheng fái tíma til að hvílast 25. ágúst 2019 19:15 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Fyrirhuguðum mótmælum í Hong Kong á morgun hefur verið aflýst eftir að beiðni þeirra um áframhaldandi mótmæli var hafnað. Mótmælendur í Hong Kong hafa nú mótmælt síðustu tólf helgar og áttu mótmælin um helgina að marka það að fimm ár eru liðin frá því að íbúar mótmæltu afskiptum kínverskra yfirvalda af kosningum í sjálfstjórnarhéraðinu. Þau mótmæli vöktu athygli um allan heim, ekki síst fyrir þær sakir að regnhlífar voru helsta tákn mótmælanna. Hundruð þúsunda tóku þátt í þeim mótmælum, sem voru þau stærstu fram til þessa en síðustu vikur hefur mikill fjöldi mótmælt í Hong Kong í kjölfar framsalslagafrumvarps. Eftir að það var tekið af dagskrá hafa mótmælendur kallað eftir auknu lýðræði.Sjá einnig: Átök í Hong Kong náðu nýju hámarki í dag þegar lögregla hleypti af byssuskoti Bonnie Leung frá borgaralegu mannréttindahreyfingunni í Hong Kong segir það vera ljóst að lögregla sé að reyna að ógna mótmælendum eftir að mótmælendur voru handteknir. Einn af forvígismönnum mótmælanna í Hong Kong undanfarna mánuði, hinn tuttugu og þriggja ára gamli Joshua Wong hefur verið handtekinn, að því er fram kemur í yfirlýsingu stjórnmálaflokks hans. Þar segir að Wong hafi verið handsamaður úti á miðri götu og hann þvingaður inn í ómerktan bíl sem síðan var ekið á brott með hraði. Lögreglan í Hong Kong hefur gefið það út að Wong hafi verið handtekinn fyrir að hafa skipulagt samkomu við Wan Chai lögregluhöfuðstöðvarnar í leyfisleysi sem og að hafa tekið þátt í henni. Annar mótmælandi sem einnig hefur verið framarlega í mótmælaöldunni sem gengið hefur yfir borgina. Agnes Chow, var einnig handtekin í morgun sem og leiðtogi þjóðarflokksins þar í landi, hinn 28 ára gamli Andy Chan og þykir ljóst að yfirvöld hafi verið með þessu að reyna að koma í veg fyrir mótmæli sem fyrirhuguð voru um helgina. Færu þau fram þrátt fyrir allt, yrði það þrettánda helgin í röð sem mótmælt er í Hong Kong.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Loka á áróðurssíður á vegum stjórnvalda Tæknirisinn Google hefur lokað á þriðja hundrað YouTube síða sem allar áttu það sameiginlegt að gagnrýna mótmælaaðgerðir almennings í Hong Kong gegn ofríki Kínverja. 23. ágúst 2019 07:40 Lýðræðismótmælin í Hong Kong halda enn áfram Mótmælin hafa staðið yfir í tíu vikur og til harðnandi átaka hefur komið við lögreglu undanfarið. Skipuleggjendur segjast vonast eftir friðsamlegum mótmælum í dag. 18. ágúst 2019 08:37 Kínverjar ætla ekki að sitja hjá og horfa á mótmælin í Hong Kong Ef mótmælin í Hong Kong halda áfram og stjórnvöld í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong ná ekki stjórn á mótmælendum mun ríkisstjórn Kína í Peking ekki sitja hjá og einfaldlega fylgjast með. 19. ágúst 2019 07:30 Starfsmaður bresku ræðismannsskrifstofunnar sem var í haldi Kínverja aftur kominn til Hong Kong Í yfirlýsingunni sem fjölskyldan birti á Facebook, þakkaði hún almenningi fyrir stuðninginn og sagðist óska eftir því að Cheng fái tíma til að hvílast 25. ágúst 2019 19:15 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Loka á áróðurssíður á vegum stjórnvalda Tæknirisinn Google hefur lokað á þriðja hundrað YouTube síða sem allar áttu það sameiginlegt að gagnrýna mótmælaaðgerðir almennings í Hong Kong gegn ofríki Kínverja. 23. ágúst 2019 07:40
Lýðræðismótmælin í Hong Kong halda enn áfram Mótmælin hafa staðið yfir í tíu vikur og til harðnandi átaka hefur komið við lögreglu undanfarið. Skipuleggjendur segjast vonast eftir friðsamlegum mótmælum í dag. 18. ágúst 2019 08:37
Kínverjar ætla ekki að sitja hjá og horfa á mótmælin í Hong Kong Ef mótmælin í Hong Kong halda áfram og stjórnvöld í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong ná ekki stjórn á mótmælendum mun ríkisstjórn Kína í Peking ekki sitja hjá og einfaldlega fylgjast með. 19. ágúst 2019 07:30
Starfsmaður bresku ræðismannsskrifstofunnar sem var í haldi Kínverja aftur kominn til Hong Kong Í yfirlýsingunni sem fjölskyldan birti á Facebook, þakkaði hún almenningi fyrir stuðninginn og sagðist óska eftir því að Cheng fái tíma til að hvílast 25. ágúst 2019 19:15
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent