Það verður að ræða erfiðu hlutina á meðan allt leikur í lyndi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. september 2019 19:53 Hulda Guðmundsdóttir og Ína Ólöf Sigurðardóttir eru í stjórn Sorgarmiðstöðvarinnar. Þær vilja gera betur fyrir fólk sem syrgir. Mynd/Ína Ólöf Sigurðardóttir „Í rauninni væri lang best ef við gætum komið því þannig fyrir að við værum búin að ræða alla mögulega hluti, bara á besta aldri, og þá vissum við svolítið hvernig við vildum bregðast við,“ segir Hulda Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvarinnar sem er nýtt úrræði fyrir fólk sem hefur misst aðstandanda. Sorgarsetur er stofnað af félögunum Nýrri dögun, Birtu, Ljónshjarta og Gleym mér ei en hugmyndin kom upp þegar haldinn var vinnufundur hjá félögunum í tilefni af þrjátíu ára afmæli Nýrrar dögunar. Þá hafi stjórnendur félaganna, ásamt fólki úr heilbrigðisstéttum, prestar og fleiri spurt sig að því hvað mætti betur gera fyrir syrgjandi fólk á Íslandi. Niðurstaða vinnunnar var sú að samræma þyrfti úrræði fyrir syrgjendur, úrræði hafi hingað til ekki náð nægilega vel til fólks og það væri erfitt að finna úrræði. Hulda segir í samtali við Reykjavík síðdegis mikla breytingu hafa orðið á því hvernig fólk vinni úr sorg. Mjög jákvæðar breytingar hafi orðið síðustu þrjátíu árin. Fólk hafi til að mynda borið harm sinn í hljóði þegar Ný dögun var stofnuð.„Fólk þorir frekar að viðurkenna að sorg taki tíma og það sé eðlilegt að maður fari í gegn um alls konar sveiflur í tilfinningalífi, segir hún. „Og þetta sé bara virkilega erfitt, það er ekki viðurkennt að fara bara á hnefanum lengur.“ Sorgarmiðstöðin mun einblína á það að hjálpa fólki sem misst hefur ástvini við að vinna úr sorginni. Hún segir oft auka álag gríðarlega þegar fólk þarf að finna út úr praktískum atriðum eftir andlát og sé því mikilvægt að ræða erfið mál þegar allt leikur í lyndi. Það geti verið gott að vera búinn að ræða við ástvini sína hvernig hátta eigi hlutum komi eitthvað upp, hver beri ábyrgð á málunum og svo framvegis. Hún segir einnig vanta aðhald fyrir fólk sem missir aðstandendur skyndilega, ekkert stuðningsnet sé til staðar fyrir þá og sorgarferlið sé öðruvísi en fyrir þá sem hafa misst aðstandenda sem hefur verið langveikur. Það hafi reynst fólki sem misst hefur ástvini skyndilega erfitt að finna hjálparleiðir og sé markmið með Sorgarmiðstöðinni að veita syrgjandi fólki aðhald og sýnilegra úrræði. Miðstöðin eigi að vera á allra vörum og vera það fyrsta sem fólk leiti til. Hafnarfjörður Reykjavík síðdegis Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Sjá meira
„Í rauninni væri lang best ef við gætum komið því þannig fyrir að við værum búin að ræða alla mögulega hluti, bara á besta aldri, og þá vissum við svolítið hvernig við vildum bregðast við,“ segir Hulda Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvarinnar sem er nýtt úrræði fyrir fólk sem hefur misst aðstandanda. Sorgarsetur er stofnað af félögunum Nýrri dögun, Birtu, Ljónshjarta og Gleym mér ei en hugmyndin kom upp þegar haldinn var vinnufundur hjá félögunum í tilefni af þrjátíu ára afmæli Nýrrar dögunar. Þá hafi stjórnendur félaganna, ásamt fólki úr heilbrigðisstéttum, prestar og fleiri spurt sig að því hvað mætti betur gera fyrir syrgjandi fólk á Íslandi. Niðurstaða vinnunnar var sú að samræma þyrfti úrræði fyrir syrgjendur, úrræði hafi hingað til ekki náð nægilega vel til fólks og það væri erfitt að finna úrræði. Hulda segir í samtali við Reykjavík síðdegis mikla breytingu hafa orðið á því hvernig fólk vinni úr sorg. Mjög jákvæðar breytingar hafi orðið síðustu þrjátíu árin. Fólk hafi til að mynda borið harm sinn í hljóði þegar Ný dögun var stofnuð.„Fólk þorir frekar að viðurkenna að sorg taki tíma og það sé eðlilegt að maður fari í gegn um alls konar sveiflur í tilfinningalífi, segir hún. „Og þetta sé bara virkilega erfitt, það er ekki viðurkennt að fara bara á hnefanum lengur.“ Sorgarmiðstöðin mun einblína á það að hjálpa fólki sem misst hefur ástvini við að vinna úr sorginni. Hún segir oft auka álag gríðarlega þegar fólk þarf að finna út úr praktískum atriðum eftir andlát og sé því mikilvægt að ræða erfið mál þegar allt leikur í lyndi. Það geti verið gott að vera búinn að ræða við ástvini sína hvernig hátta eigi hlutum komi eitthvað upp, hver beri ábyrgð á málunum og svo framvegis. Hún segir einnig vanta aðhald fyrir fólk sem missir aðstandendur skyndilega, ekkert stuðningsnet sé til staðar fyrir þá og sorgarferlið sé öðruvísi en fyrir þá sem hafa misst aðstandenda sem hefur verið langveikur. Það hafi reynst fólki sem misst hefur ástvini skyndilega erfitt að finna hjálparleiðir og sé markmið með Sorgarmiðstöðinni að veita syrgjandi fólki aðhald og sýnilegra úrræði. Miðstöðin eigi að vera á allra vörum og vera það fyrsta sem fólk leiti til.
Hafnarfjörður Reykjavík síðdegis Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Sjá meira