Fjárfestirinn sem vill leggja sæstreng til Íslands hótar að hætta við verksmiðjuna Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. september 2019 10:20 Edi Truell var á árum áður ráðgjafi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þegar hinn síðarnefndi var borgarstjóri Lundúna. Skjáskot/Youtube Edi Truell, breskur fjárfestir sem vinnur að því að koma á fót sæstreng á milli Bretlands og Íslands, hótar því nú að hætta við byggingu verksmiðju vegna verkefnisins á Englandi. Truell kveðst munu reisa verksmiðjuna í Þýskalandi, fái hann ekki stuðning breskra stjórnvalda. Fjallað er um málið í frétt Sunday Times sem birtist á vef blaðsins í nótt. Þar er greint frá því að fyrirætlanir Truells um byggingu verksmiðju, sem framleiða á leiðslurnar til að nota í fyrirhugaðan sæstreng til Íslands, í Teesside í norðausturhluta Englands séu í uppnámi sem aldrei fyrr.Sjá einnig: Times fjallar enn um sæstrengsáhuga BretansÍ vor var greint frá því að Truell hafi krafist þess að yfirvöld í Bretlandi skilgreini fyrirtækið Atlantic Superconnection sem erlendan raforkuframleiðanda og samþykki lagningu sæstrengs til Íslands. Skilgreiningin myndi gera fyrirtækinu kleift að selja raforku á niðurgreiddu verði og mun það vera stór þáttur í því að Truell geti fengið fjárfesta að verkefninu, sem kallast IceLink. Truell hefur lengi þrýst á bresk stjórnvöld um að greiða götu verkefnisins.Sæstrengurinn yrði mögulega sá lengsti í heimi og færi á milli meginlands Englands og Íslands.Google MapsÍ frétt Sunday Times segir að Truell hafi í desember síðastliðnum skrifað bréf til Gregs Clarks, þáverandi viðskiptaráðherra Bretlands, og hótað því að hann myndi reisa verksmiðjuna í Þýskalandi í staðinn. Truell hefur heitið því að verksmiðjan í Teesside myndi skapa um 800 störf. Í bréfinu á Truell að hafa lýst yfir megnri óánægju með það að Claire Perry, þingmaður Íhaldsflokksins og undirmaður Clarks í ráðuneytinu, hafi hafnað verkefninu, einkum í ljósi þess að Clark sjálfur hafi lýst yfir stuðningi við fyrirætlanir Truells. Truell er jafnframt sagður hafa fullyrt í bréfinu að yfirvöld í Þýskalandi hafi haft samband við sig og lýst yfir áhuga á verksmiðjunni. Ekki kemur fram í frétt Sunday Times hvort möguleg staðsetning verksmiðjunnar í Þýskalandi hefði áhrif á hugmyndir Truells um lagningu sæstrengsins til Íslands. Sæstrengsmál hafa mikið verið í umræðunni á Íslandi að undanförnu vegna þriðja orkupakkans svokallaða sem var samþykktur á Alþingi síðasta mánudag. Andstæðingar hans vilja meina að með samþykkt hans muni íslensk yfirvöld hafa minna um það að segja hvort hingað verði lagði sæstrengur eða ekki. Sérfræðingar hafa hins vegar bent á að ekkert sé í þriðja orkupakkanum sem feli í sér kvaðir um lagningu sæstrengs. Bretland Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Rætt við fjárfesta um lagningu raforkusæstrengs til Bretlands Breskur fjárfestir, Edi Truell, vinnur nú að því að afla fjár hjá fjárfestum til þess að leggja sæstreng frá Íslandi til Bretlands sem flutt getur nægilegt rafmagn til að skaffa tveimur milljónum heimila orku. 10. febrúar 2014 07:37 Breskur fjárfestir leitar á náðir ríkisins vegna sæstrengs til Íslands Edi Truell, breskur fjárfestir, krefst þess að yfirvöld Bretlands skilgreini fyrirtækið Atlantic Superconnection sem erlendan raforkuframleiðanda og samþykki lagningu sæstrengs til Íslands. 27. maí 2019 15:00 Times fjallar enn um sæstrengsáhuga Bretans Breski fjárfestirinn Edi Truell, sem vinnur að því að koma á fót sæstreng á milli Bretlands og Íslands, er í frétt breska blaðsins The Times í gær enn sagður þrýsta á bresk yfirvöld um að stjórnvöld þar í landi greiði götu verkefnisins. 26. ágúst 2019 10:15 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Edi Truell, breskur fjárfestir sem vinnur að því að koma á fót sæstreng á milli Bretlands og Íslands, hótar því nú að hætta við byggingu verksmiðju vegna verkefnisins á Englandi. Truell kveðst munu reisa verksmiðjuna í Þýskalandi, fái hann ekki stuðning breskra stjórnvalda. Fjallað er um málið í frétt Sunday Times sem birtist á vef blaðsins í nótt. Þar er greint frá því að fyrirætlanir Truells um byggingu verksmiðju, sem framleiða á leiðslurnar til að nota í fyrirhugaðan sæstreng til Íslands, í Teesside í norðausturhluta Englands séu í uppnámi sem aldrei fyrr.Sjá einnig: Times fjallar enn um sæstrengsáhuga BretansÍ vor var greint frá því að Truell hafi krafist þess að yfirvöld í Bretlandi skilgreini fyrirtækið Atlantic Superconnection sem erlendan raforkuframleiðanda og samþykki lagningu sæstrengs til Íslands. Skilgreiningin myndi gera fyrirtækinu kleift að selja raforku á niðurgreiddu verði og mun það vera stór þáttur í því að Truell geti fengið fjárfesta að verkefninu, sem kallast IceLink. Truell hefur lengi þrýst á bresk stjórnvöld um að greiða götu verkefnisins.Sæstrengurinn yrði mögulega sá lengsti í heimi og færi á milli meginlands Englands og Íslands.Google MapsÍ frétt Sunday Times segir að Truell hafi í desember síðastliðnum skrifað bréf til Gregs Clarks, þáverandi viðskiptaráðherra Bretlands, og hótað því að hann myndi reisa verksmiðjuna í Þýskalandi í staðinn. Truell hefur heitið því að verksmiðjan í Teesside myndi skapa um 800 störf. Í bréfinu á Truell að hafa lýst yfir megnri óánægju með það að Claire Perry, þingmaður Íhaldsflokksins og undirmaður Clarks í ráðuneytinu, hafi hafnað verkefninu, einkum í ljósi þess að Clark sjálfur hafi lýst yfir stuðningi við fyrirætlanir Truells. Truell er jafnframt sagður hafa fullyrt í bréfinu að yfirvöld í Þýskalandi hafi haft samband við sig og lýst yfir áhuga á verksmiðjunni. Ekki kemur fram í frétt Sunday Times hvort möguleg staðsetning verksmiðjunnar í Þýskalandi hefði áhrif á hugmyndir Truells um lagningu sæstrengsins til Íslands. Sæstrengsmál hafa mikið verið í umræðunni á Íslandi að undanförnu vegna þriðja orkupakkans svokallaða sem var samþykktur á Alþingi síðasta mánudag. Andstæðingar hans vilja meina að með samþykkt hans muni íslensk yfirvöld hafa minna um það að segja hvort hingað verði lagði sæstrengur eða ekki. Sérfræðingar hafa hins vegar bent á að ekkert sé í þriðja orkupakkanum sem feli í sér kvaðir um lagningu sæstrengs.
Bretland Orkumál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Rætt við fjárfesta um lagningu raforkusæstrengs til Bretlands Breskur fjárfestir, Edi Truell, vinnur nú að því að afla fjár hjá fjárfestum til þess að leggja sæstreng frá Íslandi til Bretlands sem flutt getur nægilegt rafmagn til að skaffa tveimur milljónum heimila orku. 10. febrúar 2014 07:37 Breskur fjárfestir leitar á náðir ríkisins vegna sæstrengs til Íslands Edi Truell, breskur fjárfestir, krefst þess að yfirvöld Bretlands skilgreini fyrirtækið Atlantic Superconnection sem erlendan raforkuframleiðanda og samþykki lagningu sæstrengs til Íslands. 27. maí 2019 15:00 Times fjallar enn um sæstrengsáhuga Bretans Breski fjárfestirinn Edi Truell, sem vinnur að því að koma á fót sæstreng á milli Bretlands og Íslands, er í frétt breska blaðsins The Times í gær enn sagður þrýsta á bresk yfirvöld um að stjórnvöld þar í landi greiði götu verkefnisins. 26. ágúst 2019 10:15 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Rætt við fjárfesta um lagningu raforkusæstrengs til Bretlands Breskur fjárfestir, Edi Truell, vinnur nú að því að afla fjár hjá fjárfestum til þess að leggja sæstreng frá Íslandi til Bretlands sem flutt getur nægilegt rafmagn til að skaffa tveimur milljónum heimila orku. 10. febrúar 2014 07:37
Breskur fjárfestir leitar á náðir ríkisins vegna sæstrengs til Íslands Edi Truell, breskur fjárfestir, krefst þess að yfirvöld Bretlands skilgreini fyrirtækið Atlantic Superconnection sem erlendan raforkuframleiðanda og samþykki lagningu sæstrengs til Íslands. 27. maí 2019 15:00
Times fjallar enn um sæstrengsáhuga Bretans Breski fjárfestirinn Edi Truell, sem vinnur að því að koma á fót sæstreng á milli Bretlands og Íslands, er í frétt breska blaðsins The Times í gær enn sagður þrýsta á bresk yfirvöld um að stjórnvöld þar í landi greiði götu verkefnisins. 26. ágúst 2019 10:15