Annar farþeginn alvarlega veikur og hinn slasaður Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. september 2019 10:45 Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-Líf, var kölluð út í gær vegna alvarlegs umferðarslyss í Hnífsdal. Vísir/vilhelm Skipstjóri á skemmtiferðaskipi sem var á siglingu úti fyrir Eyjafirði óskaði í gærkvöldi eftir aðstoð vegna tveggja farþega. Annar glímdi við alvarleg veikindi og þurfti nauðsynlega að komast á sjúkrahús en hinn var slasaður. Áhöfnin á TF-GRO flaug frá Reykjavík til Akureyrar í gærkvöld en skipið var beðið um að halda í átt að Eyjafirði. Á tólfta tímanum í gærkvöld var tilkynnt um alvarlegt umferðarslys í Hnífsdal. TF-LIF hélt frá Reykjavík á miðnætti og með í för var sjúkraflutningamaður frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Ákveðið var að einn hinna slösuðu úr umferðarslysinu færi með sjúkraflugvél Mýflugs til Reykjavíkur. Þyrlulæknirinn og sjúkraflutningamaðurinn veittu aðstoð á sjúkrahúsinu á Ísafirði og fóru svo með sjúkraflugvélinni til höfuðborgarinnar. TF-LIF flaug því næst frá Ísafirði til Akureyrar og lenti þar laust fyrir klukkan fjögur í nótt til þess að vera til taks fyrir áhöfnina á TF-GRO sem fór til móts við skemmtiferðaskipið á sjötta tímanum í morgun. Klukkan 6:30, þegar skemmtiferðaskipið var um 60 sjómílur norður af Sauðanesi, hófust hífingar um borð í þyrluna. Þær gengu vel og í kjölfarið var fyllt á eldsneytistanka þyrlunnar á Akureyri áður en flogið var til Reykjavíkur. Gró lenti á Landspítalanum í Fossvogi á ellefta tímanum í morgun en áhöfnin á TF-LIF er enn á Akureyri. Akureyri Ísafjarðarbær Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Alvarlega slasaður eftir bílveltu í Hnífsdal Auk ökumanns voru tveir farþegar í bifreiðinni. 7. september 2019 07:53 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Skipstjóri á skemmtiferðaskipi sem var á siglingu úti fyrir Eyjafirði óskaði í gærkvöldi eftir aðstoð vegna tveggja farþega. Annar glímdi við alvarleg veikindi og þurfti nauðsynlega að komast á sjúkrahús en hinn var slasaður. Áhöfnin á TF-GRO flaug frá Reykjavík til Akureyrar í gærkvöld en skipið var beðið um að halda í átt að Eyjafirði. Á tólfta tímanum í gærkvöld var tilkynnt um alvarlegt umferðarslys í Hnífsdal. TF-LIF hélt frá Reykjavík á miðnætti og með í för var sjúkraflutningamaður frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Ákveðið var að einn hinna slösuðu úr umferðarslysinu færi með sjúkraflugvél Mýflugs til Reykjavíkur. Þyrlulæknirinn og sjúkraflutningamaðurinn veittu aðstoð á sjúkrahúsinu á Ísafirði og fóru svo með sjúkraflugvélinni til höfuðborgarinnar. TF-LIF flaug því næst frá Ísafirði til Akureyrar og lenti þar laust fyrir klukkan fjögur í nótt til þess að vera til taks fyrir áhöfnina á TF-GRO sem fór til móts við skemmtiferðaskipið á sjötta tímanum í morgun. Klukkan 6:30, þegar skemmtiferðaskipið var um 60 sjómílur norður af Sauðanesi, hófust hífingar um borð í þyrluna. Þær gengu vel og í kjölfarið var fyllt á eldsneytistanka þyrlunnar á Akureyri áður en flogið var til Reykjavíkur. Gró lenti á Landspítalanum í Fossvogi á ellefta tímanum í morgun en áhöfnin á TF-LIF er enn á Akureyri.
Akureyri Ísafjarðarbær Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Alvarlega slasaður eftir bílveltu í Hnífsdal Auk ökumanns voru tveir farþegar í bifreiðinni. 7. september 2019 07:53 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Alvarlega slasaður eftir bílveltu í Hnífsdal Auk ökumanns voru tveir farþegar í bifreiðinni. 7. september 2019 07:53