Sturlað stríð Kolbeinn Marteinsson skrifar 6. september 2019 07:00 Frá árinu 2016 hafa um 100 manns látist vegna ofneyslu lyfja. Ef 100 iðkendur golfs á Íslandi hefðu látist af slysförum á golfvellinum eða 100 hjólreiðamenn hefðu legið í valnum í umferðarslysum undanfarin fjögur ár væri hér búið að blása í þjóðarátak og setja ný lög og reglugerðir til að hamla gegn þessu. Af einhverjum ástæðum er ekki sami kraftur og krafa um aðgerðir vegna þessara 100 sem nú eru látnir. Kannski vegna þess að þau eru skilgreind sem afbrotamenn við neyslu ólöglegra lyfja. Rannsóknir hafa sýnt að börn sem verða fyrir áföllum í æsku eru mun líklegri til að misnota vímuefni síðar á ævinni. Það er harður dómur ofan á erfiða æsku sem ekki batnar við fordæmingu og útskúfun samfélagsins. Þegar maður er jaðarsettur á botninum þá er leiðin upp nánast ómöguleg. Fíknivandi getur líka hent börn af góðum heimilum sem búið hafa við gott atlæti. Meirihluti fanga situr af sér dóma vegna fíknar og vandamála tengdra henni. Þetta kostar samfélagið mikla fjármuni. Þegar ég var unglingur var unglingadrykkja mikið vandamál. Unglingar í dag drekka minna en eldri kynslóðir en hafa mun greiðari aðgang að ólöglegum vímuefnum. Við náðum árangri gegn unglingadrykkju með forvörnum. Við eigum að gera það sama með önnur vímuefni og um leið kippa fótunum undan skipulögðum glæpahópum. Þá fjármuni sem sparast má nýta í forvarnir og meðferðarúrræði. Stríðið gegn fíkniefnum lýtur sömu lögmálum og önnur stríð þar sem fáir hagnast ævintýralega á meðan börn og saklaust fólk liggur í valnum. Fíkn í ólögleg vímuefni er ekki glæpur fremur en neysla áfengis, heldur heilbrigðisvandamál. Meðhöndlum hana sem slíka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Marteinsson Lyf Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Frá árinu 2016 hafa um 100 manns látist vegna ofneyslu lyfja. Ef 100 iðkendur golfs á Íslandi hefðu látist af slysförum á golfvellinum eða 100 hjólreiðamenn hefðu legið í valnum í umferðarslysum undanfarin fjögur ár væri hér búið að blása í þjóðarátak og setja ný lög og reglugerðir til að hamla gegn þessu. Af einhverjum ástæðum er ekki sami kraftur og krafa um aðgerðir vegna þessara 100 sem nú eru látnir. Kannski vegna þess að þau eru skilgreind sem afbrotamenn við neyslu ólöglegra lyfja. Rannsóknir hafa sýnt að börn sem verða fyrir áföllum í æsku eru mun líklegri til að misnota vímuefni síðar á ævinni. Það er harður dómur ofan á erfiða æsku sem ekki batnar við fordæmingu og útskúfun samfélagsins. Þegar maður er jaðarsettur á botninum þá er leiðin upp nánast ómöguleg. Fíknivandi getur líka hent börn af góðum heimilum sem búið hafa við gott atlæti. Meirihluti fanga situr af sér dóma vegna fíknar og vandamála tengdra henni. Þetta kostar samfélagið mikla fjármuni. Þegar ég var unglingur var unglingadrykkja mikið vandamál. Unglingar í dag drekka minna en eldri kynslóðir en hafa mun greiðari aðgang að ólöglegum vímuefnum. Við náðum árangri gegn unglingadrykkju með forvörnum. Við eigum að gera það sama með önnur vímuefni og um leið kippa fótunum undan skipulögðum glæpahópum. Þá fjármuni sem sparast má nýta í forvarnir og meðferðarúrræði. Stríðið gegn fíkniefnum lýtur sömu lögmálum og önnur stríð þar sem fáir hagnast ævintýralega á meðan börn og saklaust fólk liggur í valnum. Fíkn í ólögleg vímuefni er ekki glæpur fremur en neysla áfengis, heldur heilbrigðisvandamál. Meðhöndlum hana sem slíka.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun