Giannis mætti til leiks með látum og Grikkir komust áfram á HM í körfu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2019 14:15 Giannis Antetokounmpo treður boltanum í körfuna í dag. Getty/VCG Giannis Antetokounmpo og félagar í gríska landsliðinu voru síðasta liðið til að tryggja sér sæti í milliriðli á HM í körfubolta og Kína. Grikkland og Tékkland voru fimmtánda og sextánda liðið sem komust upp úr sínum riðli. Bandaríkjamenn voru sárir eftir síðasta leik þar sem þeir sluppu með sigur í framlengingu og létu Japani heldur betur finna fyrir því. Bandaríkin endar riðlakeppnina með fullt hús stiga eins og Pólland, Argentína, Spánn, Serbía, Brasilía, Frakkland og Ástralía. Giannis Antetokounmpo hefur verið daufur í byrjun heimsmeistaramótsins en hann sýndi mátt sinn í dag með 24 stigum, 10 fráköstum og 6 stoðsendingum í sex stiga sigri á Nýja-Sjálandi, 103-97. Þetta var hreinn úrslitaleikur um annað sætið og þar með tækifæri til að keppa um sextán efstu sæti mótsins.Ástralar unnu mikilvægan fimm stiga sigur á Litháen, 87-82, sem tryggði þeim ekki aðeins sigur í riðlinum heldur kom þeim einnig í mjög góða stöðu fyrir keppni í milliriðlinum. Litháar voru búnir að tryggja sér sæti í keppni sextán efstu þjóðanna. Ástralska liðið var með frumkvæðið nær allan leikinn en 11-0 sprettur Litháa í upphafi fjórða leikhluta kom þeim skyndilega yfir í leiknum. Ástralar voru hins vegar sterkari í lokin og lönduðu sigri. Þar munaði mikið um frammistöðu San Antonio Spurs leikmannsins Patty Mills sem kláraði leikinn með stórum körfum undir lokin. Patty Mills endaði með 23 stig en miðherjinn Aron Baynes (Phoenix Suns) var mjög öflugur með 21 stig og 13 fráköst. Marius Grigonis var atkvæðamestur hjá Litháen með 19 stig.Bandaríkjamenn mættu heldur betur tilbúnir eftir skrekkinn á móti Tyrkjum og unnu 53 stiga sigur á Japan, 98-45. Bandaríska liðið vann því alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni. Það gerðu einnig Frakkar sem burstuðu spútniklið Dóminíska Lýðveldisins með 34 stigum. Dóminíska Lýðveldið fer samt með Frökkum í milliriðla. Boston Celtics maðurinn Jaylen Brown var stigahæstur hjá bandaríska liðinu með 20 stig og annar Boston maður, Kemba Walker, skoraði 15 stig.Brasilíumenn kláruðu riðlakeppnina með fullt hús stiga úr þremur leikjum eftir ellefu stiga sigur á Svartfjallalandi, 84-73, í lokaumferðinni. Marcelinho Huertas var atkvæðamestur með 16 stig og 6 stoðsendingar, Cristiano Felicio (Chicago Bulls) skoraði 14 stig og Marquinhos var með 13 stig.Tyrkir voru nálægt því að vinna Bandaríkjamenn en þeir áttu ekki möguleika á móti Tékkum sem tryggðu sér sæti í milliriðli með sannfræandi fimmtán stiga sigri. Tomas Satoransky (Chicago Bulls) var öflugur hjá Tékkum með 11 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar, Vojtech Hruban skoraði 18 stig og Ondrej Balvin var með 17 stig og 11 fráköst. Cedi Osman (Cleveland Cavaliers) skoraði mest fyrir Tyrki eða 24 stig. Tyrkneska liðið var í lykilstöðu í leiknum á móti Bandaríkjunum, sem tapaðist í framlengingu, en þessi úrslit þýða að Tyrkir spilar um 17. til 32. sæti.Kanada þarf líka að spila um 17. til 32. sæti en kom sér í betri stöðu í baráttu um sæti í forkeppni Ólympíuleikanna eftir 22 stiga sigur á Senegal. Cory Joseph hjá Sacramento Kings var atkvæðamestur með 24 stig en Kevin Pangos (FC Barcelona) bauð upp á 13 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar.Úrslitin á HM í körfubolta í Kína í dag:E-riðill Tyrkland - Tékkland 76-91 Bandaríkin - Japan 98-45Stig þjóða: Bandaríkin 5, Tékkland 3, Tyrkland 2, Japan 0F-riðill Brasilía-Svartfjallaland 84-73 Grikkland - Nýja Sjáland 103-97Stig þjóða: Brasilía 6, Grikkland 4, Nýja-Sjáland 2, Svarfjallaland 0G-riðill Þýskaland - Jórdanía 96-62 Dóminíska Lýðveldið - Frakkland 56-90Stig þjóða: Frakkland 6, Dóminíska Lýðveldið 4, Þýskaland 2, Jórdanía 0.H-riðill Kanada - Senegal 82-60 Litháen - Ástralía 82-87Stig þjóða: Ástralía 6, Litháen 4, Kanada 2, Senegal 0.Þessar þjóðir komust áfram í milliriðla: Pólland, Venesúela, Rússland, Argentína, Spánn, Púertó Ríkó, Serbía, Ítalía, Bandaríkin, Tékkland, Brasilía, Frakkland, Dóminíska Lýðveldið, Ástralía og Litháen.Milliriðlarnir líta þannig út (með stigum sem þjóðirnar taka með):Milliriðill I: Argentína 6 stig Pólland 6 stig Venesúela 5 stig Rússland 5 stigMilliriðill J Serbía 6 stig Spánn 6 stig Ítalía 5 stig Púertó Ríka 5 stigMilliriðill K Bandaríkin 6 stig Brasilía 6 stig Tékkland 5 stig Grikkland 5 sitgMilliriðill L Frakkland 6 stig Ástralía 6 stig Litháen 5 stig Dóminíska Lýðveldið 5 stig Körfubolti Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Sjá meira
Giannis Antetokounmpo og félagar í gríska landsliðinu voru síðasta liðið til að tryggja sér sæti í milliriðli á HM í körfubolta og Kína. Grikkland og Tékkland voru fimmtánda og sextánda liðið sem komust upp úr sínum riðli. Bandaríkjamenn voru sárir eftir síðasta leik þar sem þeir sluppu með sigur í framlengingu og létu Japani heldur betur finna fyrir því. Bandaríkin endar riðlakeppnina með fullt hús stiga eins og Pólland, Argentína, Spánn, Serbía, Brasilía, Frakkland og Ástralía. Giannis Antetokounmpo hefur verið daufur í byrjun heimsmeistaramótsins en hann sýndi mátt sinn í dag með 24 stigum, 10 fráköstum og 6 stoðsendingum í sex stiga sigri á Nýja-Sjálandi, 103-97. Þetta var hreinn úrslitaleikur um annað sætið og þar með tækifæri til að keppa um sextán efstu sæti mótsins.Ástralar unnu mikilvægan fimm stiga sigur á Litháen, 87-82, sem tryggði þeim ekki aðeins sigur í riðlinum heldur kom þeim einnig í mjög góða stöðu fyrir keppni í milliriðlinum. Litháar voru búnir að tryggja sér sæti í keppni sextán efstu þjóðanna. Ástralska liðið var með frumkvæðið nær allan leikinn en 11-0 sprettur Litháa í upphafi fjórða leikhluta kom þeim skyndilega yfir í leiknum. Ástralar voru hins vegar sterkari í lokin og lönduðu sigri. Þar munaði mikið um frammistöðu San Antonio Spurs leikmannsins Patty Mills sem kláraði leikinn með stórum körfum undir lokin. Patty Mills endaði með 23 stig en miðherjinn Aron Baynes (Phoenix Suns) var mjög öflugur með 21 stig og 13 fráköst. Marius Grigonis var atkvæðamestur hjá Litháen með 19 stig.Bandaríkjamenn mættu heldur betur tilbúnir eftir skrekkinn á móti Tyrkjum og unnu 53 stiga sigur á Japan, 98-45. Bandaríska liðið vann því alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni. Það gerðu einnig Frakkar sem burstuðu spútniklið Dóminíska Lýðveldisins með 34 stigum. Dóminíska Lýðveldið fer samt með Frökkum í milliriðla. Boston Celtics maðurinn Jaylen Brown var stigahæstur hjá bandaríska liðinu með 20 stig og annar Boston maður, Kemba Walker, skoraði 15 stig.Brasilíumenn kláruðu riðlakeppnina með fullt hús stiga úr þremur leikjum eftir ellefu stiga sigur á Svartfjallalandi, 84-73, í lokaumferðinni. Marcelinho Huertas var atkvæðamestur með 16 stig og 6 stoðsendingar, Cristiano Felicio (Chicago Bulls) skoraði 14 stig og Marquinhos var með 13 stig.Tyrkir voru nálægt því að vinna Bandaríkjamenn en þeir áttu ekki möguleika á móti Tékkum sem tryggðu sér sæti í milliriðli með sannfræandi fimmtán stiga sigri. Tomas Satoransky (Chicago Bulls) var öflugur hjá Tékkum með 11 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar, Vojtech Hruban skoraði 18 stig og Ondrej Balvin var með 17 stig og 11 fráköst. Cedi Osman (Cleveland Cavaliers) skoraði mest fyrir Tyrki eða 24 stig. Tyrkneska liðið var í lykilstöðu í leiknum á móti Bandaríkjunum, sem tapaðist í framlengingu, en þessi úrslit þýða að Tyrkir spilar um 17. til 32. sæti.Kanada þarf líka að spila um 17. til 32. sæti en kom sér í betri stöðu í baráttu um sæti í forkeppni Ólympíuleikanna eftir 22 stiga sigur á Senegal. Cory Joseph hjá Sacramento Kings var atkvæðamestur með 24 stig en Kevin Pangos (FC Barcelona) bauð upp á 13 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar.Úrslitin á HM í körfubolta í Kína í dag:E-riðill Tyrkland - Tékkland 76-91 Bandaríkin - Japan 98-45Stig þjóða: Bandaríkin 5, Tékkland 3, Tyrkland 2, Japan 0F-riðill Brasilía-Svartfjallaland 84-73 Grikkland - Nýja Sjáland 103-97Stig þjóða: Brasilía 6, Grikkland 4, Nýja-Sjáland 2, Svarfjallaland 0G-riðill Þýskaland - Jórdanía 96-62 Dóminíska Lýðveldið - Frakkland 56-90Stig þjóða: Frakkland 6, Dóminíska Lýðveldið 4, Þýskaland 2, Jórdanía 0.H-riðill Kanada - Senegal 82-60 Litháen - Ástralía 82-87Stig þjóða: Ástralía 6, Litháen 4, Kanada 2, Senegal 0.Þessar þjóðir komust áfram í milliriðla: Pólland, Venesúela, Rússland, Argentína, Spánn, Púertó Ríkó, Serbía, Ítalía, Bandaríkin, Tékkland, Brasilía, Frakkland, Dóminíska Lýðveldið, Ástralía og Litháen.Milliriðlarnir líta þannig út (með stigum sem þjóðirnar taka með):Milliriðill I: Argentína 6 stig Pólland 6 stig Venesúela 5 stig Rússland 5 stigMilliriðill J Serbía 6 stig Spánn 6 stig Ítalía 5 stig Púertó Ríka 5 stigMilliriðill K Bandaríkin 6 stig Brasilía 6 stig Tékkland 5 stig Grikkland 5 sitgMilliriðill L Frakkland 6 stig Ástralía 6 stig Litháen 5 stig Dóminíska Lýðveldið 5 stig
Körfubolti Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn