Fyrsti leikur Bendtner fer fram á bak við luktar dyr: Hræddir við Bendtner-æðið í Köben Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2019 14:00 Nicklas Bendtner á blaðamannafundi þegar hann var kynntur sem leikmaður FCK. Getty/ Lars Ronbog Það hefur gripið um sannkallað Bendtner æði í Kaupmannahöfn eftir að danski knattspyrnumaðurinn Nicklas Bendtner ákvað að snúa heim til Danmerkur og semja við FCK. Allar FCK treyjurnar seldust upp á fyrsta sólarhringnum eftir að fréttist af samningi Bendtner við danska félagið. Nú er áhuginn svo mikill að fyrsti leikur Nicklas Bendtner fyrir FC Kaupamannahöfn verður að vera spilaður á bak við lokaðar dyr. Ástæðan fyrir því að engum áhorfendum verður hleypt inn á leikinn er að forráðamenn FCK óttast það að æfingavöllurinn myndi fyllast af fólki og þeir myndu ekki ráða við eitt eða neitt.'It's gone wild': Nicklas Bendtner to make first FC Copenhagen appearance behind closed doors for fear of overcrowding. By @m_christensonhttps://t.co/GRqc0kqG0h — Guardian sport (@guardian_sport) September 5, 2019Hinn 31 árs gamli Nicklas Bendtner kom til danska félagsins á frjálsri sölu en hann hefur spilað erlendis síðan að hann var sextán ára þar af í langan tíma með Arsenal en nú síðast með Rosenborg í Noregi. Þetta verður fyrsti fótboltaleikur Nicklas Bendtner síðan 28. apríl en umræddur æfingaleikur er á móti nágrönnunum í Bröndby og fer hann fram á þriðjudaginn kemur. „Þetta er klikkað. Ég held að markaðsdeildin okkar hafi aldrei lent í svona áður. Við þurfum örugglega að fara aftur til Preben Elkjær á níunda áratugnum til að finna annan danskan leikmann sem hefur svona mikla hetjustöðu meðal danskra knattspyrnuáhugamanna,“ sagði Ståle Solbakken stjóri FCK. „Þessi leikur er á móti Bröndby og það er alltaf eins og stríð. Það er ekki mögulegt að hleypa fólki inn. Það myndu koma stuðningsmenn frá báðum félögum og allt í einu væru við komin með þrjú til fjögur þúsund manns á æfingaleik. Við ráðum ekki við það á okkar æfingavelli,“ sagði Solbakken. Danski boltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Sjá meira
Það hefur gripið um sannkallað Bendtner æði í Kaupmannahöfn eftir að danski knattspyrnumaðurinn Nicklas Bendtner ákvað að snúa heim til Danmerkur og semja við FCK. Allar FCK treyjurnar seldust upp á fyrsta sólarhringnum eftir að fréttist af samningi Bendtner við danska félagið. Nú er áhuginn svo mikill að fyrsti leikur Nicklas Bendtner fyrir FC Kaupamannahöfn verður að vera spilaður á bak við lokaðar dyr. Ástæðan fyrir því að engum áhorfendum verður hleypt inn á leikinn er að forráðamenn FCK óttast það að æfingavöllurinn myndi fyllast af fólki og þeir myndu ekki ráða við eitt eða neitt.'It's gone wild': Nicklas Bendtner to make first FC Copenhagen appearance behind closed doors for fear of overcrowding. By @m_christensonhttps://t.co/GRqc0kqG0h — Guardian sport (@guardian_sport) September 5, 2019Hinn 31 árs gamli Nicklas Bendtner kom til danska félagsins á frjálsri sölu en hann hefur spilað erlendis síðan að hann var sextán ára þar af í langan tíma með Arsenal en nú síðast með Rosenborg í Noregi. Þetta verður fyrsti fótboltaleikur Nicklas Bendtner síðan 28. apríl en umræddur æfingaleikur er á móti nágrönnunum í Bröndby og fer hann fram á þriðjudaginn kemur. „Þetta er klikkað. Ég held að markaðsdeildin okkar hafi aldrei lent í svona áður. Við þurfum örugglega að fara aftur til Preben Elkjær á níunda áratugnum til að finna annan danskan leikmann sem hefur svona mikla hetjustöðu meðal danskra knattspyrnuáhugamanna,“ sagði Ståle Solbakken stjóri FCK. „Þessi leikur er á móti Bröndby og það er alltaf eins og stríð. Það er ekki mögulegt að hleypa fólki inn. Það myndu koma stuðningsmenn frá báðum félögum og allt í einu væru við komin með þrjú til fjögur þúsund manns á æfingaleik. Við ráðum ekki við það á okkar æfingavelli,“ sagði Solbakken.
Danski boltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Sjá meira