Ólafur Ragnar segir eðlilegt að spenna sé milli ríkja um norðurslóðir Heimir Már Pétursson skrifar 4. september 2019 21:07 Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands. VÍSIR/ANTON Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands og fyrsti prófessor Háskóla Íslands í stjórnmálafræði segir eðlilegt að spenna ríki í samskiptum ríkja varðandi framtíð norðurslóða. En Bandaríkjastjórn hefur verið vægast sagt skeptísk út í stefnu Rússa og Kínverja í málefnum svæðisins. Málin voru rædd við Ólaf Ragnar á ráðstefnu Hringborðs norðurslóða í Shanghæ í Kína fyrr á árinu. „Það liggur í hlutarins eðli vegna þess að það er svo mikið í húfi á norðurslóðum. Við gleymum því stundum, af því að orðalagið; við tölum um Húnavatnssýslu, við tölum um norðurslóðir eins og þær séu lítið svæði. En þetta er í raun og veru hluti af jarðarkringlunni sem er á stærð við Afríku ef það er allt lagt saman. Skiptir miklu máli ekki bara fyrir loftlagsbreytingar heldur fyrir nýtingu auðlinda, fyrir alþjóðlegar siglingaleiðir, fyrir fiskistofnana og í heild fyrir framtíð mannkyns,“ sagði Ólafur Ragnar. „Margir spyrja sjálfa sig hvers vegna hefur Kína svona mikinn áhuga á norðurslóðum og ýmsir leita annarlegra skýringa; þeir séu að leitast eftir heimsyfirráðum, þeir vilji taka yfir landssvæði, þeir vilji kaupa sér aðgang. En þá gleyma menn því að það sem er að gerast í okkar nágrenni, bráðnun á ísnum á hafsvæðunum fyrir norðan Ísland, bráðnun Grænlandsjökuls er að hafa stórfelld áhrif hér í Kína, skapa ofsaveður sem eyðileggja mannvirki, hækka sjávarborð sem ógna borgum eins og Sjanghæ og framtíð Kína. Þannig að eins og þeir hafa sjálfir sagt; ein stærsta öryggisspurning fyrir Kína í framtíðinni er hvað mun gerast varðandi bráðnun íssins á norðurslóðum.“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga vilja friðsamt samstarf þjóða um norðurslóðir. Fyrir fund hans með Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna lá fyrir að varaforsetinn vildi ræða þessi mál við utanríkisráðherrann. Bandaríkjamenn hafa haft uppi stór orð um stefnu Kínverja og Rússa á norðurslóðum og það mátti skilja það á yfirlýsingum úr herbúðum Pence að hann myndi nú gjarnan vilja ræða þau mál við þig. Íslendingar hafa auðvitað sína stefnu varðandi norðurslóðirnar. Rímar stefna Íslendinga og Bandaríkjamanna í þeim efnum? „Sem betur fer hefur verið samstaða um markmiðin í Norðurskautsráðinu. Ég vona að það verði svo sannarlega áfram. Við viljum áfram sjá friðsamt svæði. Við viljum hafa það sjálfbært. Ekki bara umhverfislega heldur einnig efnahagslega og félagslega. Það er mikilvægt að í framtíðinni verði öll starfsemi þar verði byggð á alþjóðalögum og alþjóðasamþykktum.“ Deilir þú áhyggjum með Bandaríkjamönnum á hegðun Rússa og Kínverja eða stefnu þeirra í þessum málum? „Okkar framlag er einfaldlega þetta; að gera hvað við getum til að áfram verði lítil spenna á svæðinu. Það verði friðsamt og sjálfbært. Þannig leggjum við upp okkar vinnu.“ Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Kína Ólafur Ragnar Grímsson Utanríkismál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45 Loftslagsváin og uppbygging Bandaríkjahers í Keflavík „stóru umræðuefnin“ Þá sagði hún ekki standa til að hafna samstarfi við kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei en Pence hvatti íslensk stjórnvöld til þess í dag. 4. september 2019 20:36 Kostnaður við heimsókn Pence liggur ekki fyrir Heimsókn hann til Írlands kostaði lögreglu þar í landi tæpar 700 milljónir króna. 4. september 2019 20:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands og fyrsti prófessor Háskóla Íslands í stjórnmálafræði segir eðlilegt að spenna ríki í samskiptum ríkja varðandi framtíð norðurslóða. En Bandaríkjastjórn hefur verið vægast sagt skeptísk út í stefnu Rússa og Kínverja í málefnum svæðisins. Málin voru rædd við Ólaf Ragnar á ráðstefnu Hringborðs norðurslóða í Shanghæ í Kína fyrr á árinu. „Það liggur í hlutarins eðli vegna þess að það er svo mikið í húfi á norðurslóðum. Við gleymum því stundum, af því að orðalagið; við tölum um Húnavatnssýslu, við tölum um norðurslóðir eins og þær séu lítið svæði. En þetta er í raun og veru hluti af jarðarkringlunni sem er á stærð við Afríku ef það er allt lagt saman. Skiptir miklu máli ekki bara fyrir loftlagsbreytingar heldur fyrir nýtingu auðlinda, fyrir alþjóðlegar siglingaleiðir, fyrir fiskistofnana og í heild fyrir framtíð mannkyns,“ sagði Ólafur Ragnar. „Margir spyrja sjálfa sig hvers vegna hefur Kína svona mikinn áhuga á norðurslóðum og ýmsir leita annarlegra skýringa; þeir séu að leitast eftir heimsyfirráðum, þeir vilji taka yfir landssvæði, þeir vilji kaupa sér aðgang. En þá gleyma menn því að það sem er að gerast í okkar nágrenni, bráðnun á ísnum á hafsvæðunum fyrir norðan Ísland, bráðnun Grænlandsjökuls er að hafa stórfelld áhrif hér í Kína, skapa ofsaveður sem eyðileggja mannvirki, hækka sjávarborð sem ógna borgum eins og Sjanghæ og framtíð Kína. Þannig að eins og þeir hafa sjálfir sagt; ein stærsta öryggisspurning fyrir Kína í framtíðinni er hvað mun gerast varðandi bráðnun íssins á norðurslóðum.“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga vilja friðsamt samstarf þjóða um norðurslóðir. Fyrir fund hans með Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna lá fyrir að varaforsetinn vildi ræða þessi mál við utanríkisráðherrann. Bandaríkjamenn hafa haft uppi stór orð um stefnu Kínverja og Rússa á norðurslóðum og það mátti skilja það á yfirlýsingum úr herbúðum Pence að hann myndi nú gjarnan vilja ræða þau mál við þig. Íslendingar hafa auðvitað sína stefnu varðandi norðurslóðirnar. Rímar stefna Íslendinga og Bandaríkjamanna í þeim efnum? „Sem betur fer hefur verið samstaða um markmiðin í Norðurskautsráðinu. Ég vona að það verði svo sannarlega áfram. Við viljum áfram sjá friðsamt svæði. Við viljum hafa það sjálfbært. Ekki bara umhverfislega heldur einnig efnahagslega og félagslega. Það er mikilvægt að í framtíðinni verði öll starfsemi þar verði byggð á alþjóðalögum og alþjóðasamþykktum.“ Deilir þú áhyggjum með Bandaríkjamönnum á hegðun Rússa og Kínverja eða stefnu þeirra í þessum málum? „Okkar framlag er einfaldlega þetta; að gera hvað við getum til að áfram verði lítil spenna á svæðinu. Það verði friðsamt og sjálfbært. Þannig leggjum við upp okkar vinnu.“
Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Kína Ólafur Ragnar Grímsson Utanríkismál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45 Loftslagsváin og uppbygging Bandaríkjahers í Keflavík „stóru umræðuefnin“ Þá sagði hún ekki standa til að hafna samstarfi við kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei en Pence hvatti íslensk stjórnvöld til þess í dag. 4. september 2019 20:36 Kostnaður við heimsókn Pence liggur ekki fyrir Heimsókn hann til Írlands kostaði lögreglu þar í landi tæpar 700 milljónir króna. 4. september 2019 20:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Sjá meira
Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45
Loftslagsváin og uppbygging Bandaríkjahers í Keflavík „stóru umræðuefnin“ Þá sagði hún ekki standa til að hafna samstarfi við kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei en Pence hvatti íslensk stjórnvöld til þess í dag. 4. september 2019 20:36
Kostnaður við heimsókn Pence liggur ekki fyrir Heimsókn hann til Írlands kostaði lögreglu þar í landi tæpar 700 milljónir króna. 4. september 2019 20:00