Roger Federer datt óvænt út á Opna bandaríska en Serena brunaði áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2019 07:30 Roger Federer gengur svekktur af velli. Getty/Tim Clayton Við fáum ekki klassískan úrslitaleik á milli Roger Federer og Rafael Nadal á Opna bandaríska tennismótinu því Svisslendingurinn er úr leik eftir óvænt tap í New York í nótt. Serena Williams er komin í undanúrslit. Roger Federer hafði aldrei tapað fyrir Búlgaranum Grigor Dimitrov á ferlinum en þeir höfðu mæst sjö sinnum fyrir leikinn í nótt. Dimitrov er líka bara í 78. sæti á heimslistanum.Roger Federer is OUT of the #USOpen. Full story on a shock result at Flushing Meadowshttps://t.co/4AlqFABsDepic.twitter.com/t2Z5pJo2Ep — BBC Sport (@BBCSport) September 4, 2019Roger Federer var með yfirhöndina framan af leik en Grigor Dimitrov hékk inni og tryggði sér síðan sigur með því að vinna tvö síðustu settin 6-4 og 6-2. Roger Federer er 38 ára gamall og tíu árum eldri en Grigor Dimitrov. Grigor Dimitrov mætir Daniil Medvedev í undanúrslitunum. Hvorki Medvedev né Dimitrov hafa spilað til úrslita á risamóti. Þetta er annað árið í röð sem Roger Federer dettur út á Opna bandaríska á móti spilara sem er ekki meðal fimmtíu efstu á heimslistanum. Í fyrra datt hann út í sextán manna úrslitunum á móti Ástralanum John Millman.Class and Grace.@rogerfederer | #USOpenpic.twitter.com/JnyfRkmlF9 — US Open Tennis (@usopen) September 4, 2019 Rafael Nadal er nú líklegastur til að vinna því auk þess að Federer sé úr leik þá meiddist líka ríkjandi meistari, Novak Djokovic. Nadal mætir Argentínumanninum Diego Schwartzman í sínum leik í átta manna úrslitunum. Serena Williams tryggði sér sæti í undanúrslitunum eftir sannfærandi 6-1 og 6-0 sigur á Wang Qiang frá Kína í leik sem tók aðeins 44 mínútur. Serena Williams mætir Elina Svitolina frá Úkraínu í undanúrslitunum en Svitolina hafði slegið út Johannu Konta frá Bretlandi.44 minutes of pure mastery. how @serenawilliams made it past Wang.#USOpenpic.twitter.com/HwdutrFv8X — US Open Tennis (@usopen) September 4, 2019 Tennis Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Sjá meira
Við fáum ekki klassískan úrslitaleik á milli Roger Federer og Rafael Nadal á Opna bandaríska tennismótinu því Svisslendingurinn er úr leik eftir óvænt tap í New York í nótt. Serena Williams er komin í undanúrslit. Roger Federer hafði aldrei tapað fyrir Búlgaranum Grigor Dimitrov á ferlinum en þeir höfðu mæst sjö sinnum fyrir leikinn í nótt. Dimitrov er líka bara í 78. sæti á heimslistanum.Roger Federer is OUT of the #USOpen. Full story on a shock result at Flushing Meadowshttps://t.co/4AlqFABsDepic.twitter.com/t2Z5pJo2Ep — BBC Sport (@BBCSport) September 4, 2019Roger Federer var með yfirhöndina framan af leik en Grigor Dimitrov hékk inni og tryggði sér síðan sigur með því að vinna tvö síðustu settin 6-4 og 6-2. Roger Federer er 38 ára gamall og tíu árum eldri en Grigor Dimitrov. Grigor Dimitrov mætir Daniil Medvedev í undanúrslitunum. Hvorki Medvedev né Dimitrov hafa spilað til úrslita á risamóti. Þetta er annað árið í röð sem Roger Federer dettur út á Opna bandaríska á móti spilara sem er ekki meðal fimmtíu efstu á heimslistanum. Í fyrra datt hann út í sextán manna úrslitunum á móti Ástralanum John Millman.Class and Grace.@rogerfederer | #USOpenpic.twitter.com/JnyfRkmlF9 — US Open Tennis (@usopen) September 4, 2019 Rafael Nadal er nú líklegastur til að vinna því auk þess að Federer sé úr leik þá meiddist líka ríkjandi meistari, Novak Djokovic. Nadal mætir Argentínumanninum Diego Schwartzman í sínum leik í átta manna úrslitunum. Serena Williams tryggði sér sæti í undanúrslitunum eftir sannfærandi 6-1 og 6-0 sigur á Wang Qiang frá Kína í leik sem tók aðeins 44 mínútur. Serena Williams mætir Elina Svitolina frá Úkraínu í undanúrslitunum en Svitolina hafði slegið út Johannu Konta frá Bretlandi.44 minutes of pure mastery. how @serenawilliams made it past Wang.#USOpenpic.twitter.com/HwdutrFv8X — US Open Tennis (@usopen) September 4, 2019
Tennis Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Sjá meira