Áhrif skatta á vaxtakjör Katrín Júlíusdóttir skrifar 4. september 2019 07:00 Eitt af meginmarkmiðum lífskjarasamninganna var að leita leiða til þess að lækka vaxtastig í landinu. Fjölmörg tækifæri er að finna í rekstrarumhverfi fjármálafyrirtækja til að ná fram því markmiði og mikilvægt að allir leggist á eitt í því verkefni. Í þessu samhengi má benda á að Bankasýsla ríkisins hefur bent á skilvirkar leiðir til þess að ná fram minni vaxtamun. Í minnisblaði Bankasýslunnar sem fylgdi hvítbók stjórnvalda um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið er bent á að hófleg lækkun á eftirlitsgjaldi fjármálafyrirtækja ásamt helmingslækkun á fjársýsluskatti á laun annars vegar og hagnað umfram milljarð hins vegar geta minnkað vaxtamun vaxtaberandi eigna og skulda úr 2,6 prósent niður í 2,3 prósent. Þessi útreikningur miðast við að stjórnvöld standi við áform ríkisfjármálaáætlunar um að lækka gjaldhlutfall bankaskattsins úr 0,376 prósent í 0,145 prósent í jöfnum skrefum á árunum 2020 til 2023. Því miður ákváðu stjórnvöld að fresta þeirri lækkun fyrr á þessu ári. Til viðbótar telur Bankasýslan að lækkun eiginfjárkrafna og hagræðing sem skilar sér í lægri rekstrarkostnaði í tengslum við samstarf um rekstur sameiginlegra fjármálainnviða gæti leitt til þess að vaxtamunurinn færi niður í 2,1 prósent.Ná þarf tökum á kostnaði Í nýjustu útgáfu Fjármála, tímarits Fjármálaeftirlitsins, fjalla þeir Finnur Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri bankasviðs, Elmar Ásbjörnsson, forstöðumaður áhættugreiningar á bankasviði, og Skúli Magnússon, sérfræðingur í fjárhagslegu eftirliti, um þær áskoranir sem íslenska bankakerfið stendur frammi fyrir um þessar mundir. Sérfræðingar FME draga fram sterka stöðu íslensku bankanna en benda á sama tíma á að þeir standi frammi fyrir krefjandi aðstæðum. Styrkurinn felst meðal annars í háum eiginfjárhlutföllum og sterkum efnahagsreikningi. Helstu áskoranirnar í rekstri bankanna snúa hins vegar að því að auka arðsemi og ná tökum á rekstrarkostnaði og annars vegar að gera þá betur í stakk búna til þess að takast á við breyttar aðstæður í efnahagslífinu. Í greininni er bent á að arðsemi íslensku bankanna sé ekki fullnægjandi. Þannig var arðsemi Arion banka, Landsbankans og Íslandsbanka að meðaltali 6,1 prósent í fyrra og 6,8 prósent fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Til samanburðar er bent á að í gögn frá Evrópska bankaeftirlitinu sýni að meðaltal arðsemi ríflega 150 evrópskra banka var 7,1 prósent árið 2018. Sérfræðingar FME segja að það sé ólíklegt að hluthafar íslensku bankanna muni til lengdar sætta sig við svona lága arðsemi. Þeir sem fara með eignarhlut ríkisins í bankakerfinu ættu að taka þessi orð til sín en sem kunnugt er þá eru Íslandsbanki og Landsbanki enn í ríkiseigu.Í minnisblaði Bankasýslu ríkisins sem fylgdi hvítbók stjórnvalda um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið var bent á skilvirkar leiðir til að minnka vaxtamun.Fréttablaðið/Sigtryggur Ari20 milljarðar í ótekjutengd gjöld og skatta Það sem einkennir rekstrarumhverfi íslenskra banka í samanburði við aðra banka á Vesturlöndum er séríslensk álagning opinberra gjalda. Um er að ræða sérstakan bankaskatt en álagning hans er um um 12 prósent af rekstrarkostnaði bankanna. Þá er lagður fjársýsluskattur á launagreiðslur fjármálafyrirtækja og sérstakur fjársýsluskattur á hagnað fjármálafyrirtækja umfram 1 milljarð. Íslenskir bankar hafa á undanförnum árum verið að borga um 40 milljarða í opinber gjöld á ári. Helmingurinn af þessari upphæð, eða um 20 milljarðar, er ótekjutengdur. Heildarvaxtatekjur stóru viðskiptabankanna hafa á undanförnum árum verið í kringum 100 milljarðar og eru því ótekjutengd gjöld um fimmtungur af þeirri upphæð. Þessi skattlagning er fordæmalaus í evrópsku samhengi og ljóst er að arðsemi íslensku bankanna myndi batna umtalsvert ef skattaumhverfi þeirra væri fært í sambærilegt horf og þekkist á meginlandinu. Að sama skapi myndi virði eignarhlutar ríkisins í bankakerfinu aukast við slíkar breytingar.Allir hagnast á bættu rekstrarumhverfi Þung skattlagning sem ekki á sér hliðstæðu í nágrannalöndunum og er ótengd tekjum eða hagnaði dregur úr getu fjármálafyrirtækja til að þjóna efnahagslífinu og verður til þess að auka kostnað við fjármálaþjónustu. Það eykur kostnað sem bitnar á þeim vaxtakjörum sem fjármálafyrirtæki geta boðið heimilum og fyrirtækjum og skerðir þannig samkeppnishæfni efnahagslífsins. Fjármálafyrirtæki eru mikilvægur hluti samfélagsins og þátttakendur í flestum af stærstu fjárhagslegu ákvörðunum heimila og fyrirtækja. Því er nauðsynlegt að gagnger endurskoðun fari fram á skattaumhverfi fjármálafyrirtækja með það að markmiði að tryggja að þau geti fjármagnað fjárfestingar einstaklinga og fyrirtækja og ávaxtað sparnað með sem skilvirkustum hætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Eitt af meginmarkmiðum lífskjarasamninganna var að leita leiða til þess að lækka vaxtastig í landinu. Fjölmörg tækifæri er að finna í rekstrarumhverfi fjármálafyrirtækja til að ná fram því markmiði og mikilvægt að allir leggist á eitt í því verkefni. Í þessu samhengi má benda á að Bankasýsla ríkisins hefur bent á skilvirkar leiðir til þess að ná fram minni vaxtamun. Í minnisblaði Bankasýslunnar sem fylgdi hvítbók stjórnvalda um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið er bent á að hófleg lækkun á eftirlitsgjaldi fjármálafyrirtækja ásamt helmingslækkun á fjársýsluskatti á laun annars vegar og hagnað umfram milljarð hins vegar geta minnkað vaxtamun vaxtaberandi eigna og skulda úr 2,6 prósent niður í 2,3 prósent. Þessi útreikningur miðast við að stjórnvöld standi við áform ríkisfjármálaáætlunar um að lækka gjaldhlutfall bankaskattsins úr 0,376 prósent í 0,145 prósent í jöfnum skrefum á árunum 2020 til 2023. Því miður ákváðu stjórnvöld að fresta þeirri lækkun fyrr á þessu ári. Til viðbótar telur Bankasýslan að lækkun eiginfjárkrafna og hagræðing sem skilar sér í lægri rekstrarkostnaði í tengslum við samstarf um rekstur sameiginlegra fjármálainnviða gæti leitt til þess að vaxtamunurinn færi niður í 2,1 prósent.Ná þarf tökum á kostnaði Í nýjustu útgáfu Fjármála, tímarits Fjármálaeftirlitsins, fjalla þeir Finnur Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri bankasviðs, Elmar Ásbjörnsson, forstöðumaður áhættugreiningar á bankasviði, og Skúli Magnússon, sérfræðingur í fjárhagslegu eftirliti, um þær áskoranir sem íslenska bankakerfið stendur frammi fyrir um þessar mundir. Sérfræðingar FME draga fram sterka stöðu íslensku bankanna en benda á sama tíma á að þeir standi frammi fyrir krefjandi aðstæðum. Styrkurinn felst meðal annars í háum eiginfjárhlutföllum og sterkum efnahagsreikningi. Helstu áskoranirnar í rekstri bankanna snúa hins vegar að því að auka arðsemi og ná tökum á rekstrarkostnaði og annars vegar að gera þá betur í stakk búna til þess að takast á við breyttar aðstæður í efnahagslífinu. Í greininni er bent á að arðsemi íslensku bankanna sé ekki fullnægjandi. Þannig var arðsemi Arion banka, Landsbankans og Íslandsbanka að meðaltali 6,1 prósent í fyrra og 6,8 prósent fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Til samanburðar er bent á að í gögn frá Evrópska bankaeftirlitinu sýni að meðaltal arðsemi ríflega 150 evrópskra banka var 7,1 prósent árið 2018. Sérfræðingar FME segja að það sé ólíklegt að hluthafar íslensku bankanna muni til lengdar sætta sig við svona lága arðsemi. Þeir sem fara með eignarhlut ríkisins í bankakerfinu ættu að taka þessi orð til sín en sem kunnugt er þá eru Íslandsbanki og Landsbanki enn í ríkiseigu.Í minnisblaði Bankasýslu ríkisins sem fylgdi hvítbók stjórnvalda um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið var bent á skilvirkar leiðir til að minnka vaxtamun.Fréttablaðið/Sigtryggur Ari20 milljarðar í ótekjutengd gjöld og skatta Það sem einkennir rekstrarumhverfi íslenskra banka í samanburði við aðra banka á Vesturlöndum er séríslensk álagning opinberra gjalda. Um er að ræða sérstakan bankaskatt en álagning hans er um um 12 prósent af rekstrarkostnaði bankanna. Þá er lagður fjársýsluskattur á launagreiðslur fjármálafyrirtækja og sérstakur fjársýsluskattur á hagnað fjármálafyrirtækja umfram 1 milljarð. Íslenskir bankar hafa á undanförnum árum verið að borga um 40 milljarða í opinber gjöld á ári. Helmingurinn af þessari upphæð, eða um 20 milljarðar, er ótekjutengdur. Heildarvaxtatekjur stóru viðskiptabankanna hafa á undanförnum árum verið í kringum 100 milljarðar og eru því ótekjutengd gjöld um fimmtungur af þeirri upphæð. Þessi skattlagning er fordæmalaus í evrópsku samhengi og ljóst er að arðsemi íslensku bankanna myndi batna umtalsvert ef skattaumhverfi þeirra væri fært í sambærilegt horf og þekkist á meginlandinu. Að sama skapi myndi virði eignarhlutar ríkisins í bankakerfinu aukast við slíkar breytingar.Allir hagnast á bættu rekstrarumhverfi Þung skattlagning sem ekki á sér hliðstæðu í nágrannalöndunum og er ótengd tekjum eða hagnaði dregur úr getu fjármálafyrirtækja til að þjóna efnahagslífinu og verður til þess að auka kostnað við fjármálaþjónustu. Það eykur kostnað sem bitnar á þeim vaxtakjörum sem fjármálafyrirtæki geta boðið heimilum og fyrirtækjum og skerðir þannig samkeppnishæfni efnahagslífsins. Fjármálafyrirtæki eru mikilvægur hluti samfélagsins og þátttakendur í flestum af stærstu fjárhagslegu ákvörðunum heimila og fyrirtækja. Því er nauðsynlegt að gagnger endurskoðun fari fram á skattaumhverfi fjármálafyrirtækja með það að markmiði að tryggja að þau geti fjármagnað fjárfestingar einstaklinga og fyrirtækja og ávaxtað sparnað með sem skilvirkustum hætti.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun