Bandaríkjamenn mörðu Tyrki í framlengingu og Brassar unnu Grikki á HM í körfu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2019 15:02 Ersan Ilyasova reynir að verja skot Bandaríkjamannsins Kemba Walker. Getty/Yifan Ding Tyrkir köstuðu frá sér sigrinum á móti Bandaríkjunum í öðrum leik liðanna í riðlakeppni HM í körfubolta í Kína. Tyrkir voru í dauðafæri að tryggja sér sigur í framlengingu en klúðruðu hverju vítinu á fætur öðru og Bandaríkjamenn náðu að merja eins stigs sigur, 93-92. Khris Middleton skoraði sigurstigið á vítalínunni 2,1 sekúndu fyrir leikslok eftir að Tyrkir höfðu rétt áður klikkað á fjórum vítaskotum í röð. Bandaríkjamenn hafa þar með unnið báða leiki sína. Bandaríkjamenn eru komnir áfram í milliriðli ásamt ellefu öðrum þjóðum. Khris Middleton (Milwaukee Bucks) var atkvæðamestur hjá Bandaríkjunum með 15 stig og Kemba Walker (Boston Celtics) bætti við 14 stigum, 7 stoðsendingum og 6 fráköstum. Joe Harris, Jayson Tatum og Myles Turner voru síðan allir með ellefu stig hver. Jayson Tatum tryggði bandaríska liðinu framlengingu á vítalínunni en meiddist svo á ökkla í framlengingunni. Ersan Ilyasova (Milwaukee Bucks) var frábær hjá Tyrkjum með 23 stig og 14 fráköst en Melih Mahmutoglu skoraði 18 stig, Furkan Korkmaz (Philadelphia 76ers) var með 16 stig og Cedi Osman (Cleveland Cavaliers) skoraði 15 stig. Liðin sem eru komnir áfram eru Pólland, Argentína, Rússland, Spánn, Serbía og Ítalía sem komust öll áfram í gær og svo Ástralía, Litháen, Brasilía, Frakkland, Dóminíska Lýðveldið og Bandaríkin sem komust áfram í dag.Brasilíumenn sýndu styrk sinn með því að vinna Giannis Antetokounmpo og félaga í gríska landsliðinu 79-78. Gamli NBA-leikmaðurinn Anderson Varejao skoraði sigurkörfuna eftir stoðsendingu frá öðrum þekktum kappa að nafni Leandro Barbosa. Anderson Varejao átti algjöran stórleik og endaði með 22 stig og 5 fráköst en Leandro Barbosa var með 13 stig. Giannis Antetokounmpo fór útaf með fimm villur en hann var með 13 stig og 4 fráköst. Georgios Printezis skoraði mest fyrir Grikki eða 20 stig.Frakkar voru í miklu stuði í 103-64 sigri á móti Jórdaníu en þessi úrslit þýða að bæði Frakkland og Dóminíska Lýðveldið eru komin áfram. Nando De Col var með 19 stig og 8 stoðsendingar en besti maður Frakka var Rudy Gobert sem skoraði 16 stig, tók 13 fráköst og hélt besta manni Jórdaníu niðri.Litháar voru líka öflugir í 23 stiga sigri á Kanada, 92-69. Edgaras Ulanovas skoraði mest fyrir Litháen eða 15 stig en Jonas Valanciunas var með 13 stig.Úrslitin á HM í körfubolta í dag:E-riðill Japan - Tékkland 76-89 Bandaríkin - Tyrkland 93-92Stig: Bandaríkin 4, Tyrkland 2, Tékkland 2, JapanF-riðill Svartfjallaland - Nýja Sjáland 83-93 Brasilía - Grikkland 79-78Stig: Brasilía 4, Grikkland 2, Nýja Sjáland 2, Svartfjallaland 0G-riðill Þýskaland - Dóminíska Lýðveldið 68-70 Jórdanía - Frakkland 64-103Stig: Frakkland 4, Dóminíska Lýðveldið 4, Þýskaland 0, Jórdanía 0H-riðill Ástralía - Senegal 81-68 Litháen - Kanada 92-69Stig: Litháen 4, Ástralía 4, Kanada 0, Senegal 0. Körfubolti Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Sjá meira
Tyrkir köstuðu frá sér sigrinum á móti Bandaríkjunum í öðrum leik liðanna í riðlakeppni HM í körfubolta í Kína. Tyrkir voru í dauðafæri að tryggja sér sigur í framlengingu en klúðruðu hverju vítinu á fætur öðru og Bandaríkjamenn náðu að merja eins stigs sigur, 93-92. Khris Middleton skoraði sigurstigið á vítalínunni 2,1 sekúndu fyrir leikslok eftir að Tyrkir höfðu rétt áður klikkað á fjórum vítaskotum í röð. Bandaríkjamenn hafa þar með unnið báða leiki sína. Bandaríkjamenn eru komnir áfram í milliriðli ásamt ellefu öðrum þjóðum. Khris Middleton (Milwaukee Bucks) var atkvæðamestur hjá Bandaríkjunum með 15 stig og Kemba Walker (Boston Celtics) bætti við 14 stigum, 7 stoðsendingum og 6 fráköstum. Joe Harris, Jayson Tatum og Myles Turner voru síðan allir með ellefu stig hver. Jayson Tatum tryggði bandaríska liðinu framlengingu á vítalínunni en meiddist svo á ökkla í framlengingunni. Ersan Ilyasova (Milwaukee Bucks) var frábær hjá Tyrkjum með 23 stig og 14 fráköst en Melih Mahmutoglu skoraði 18 stig, Furkan Korkmaz (Philadelphia 76ers) var með 16 stig og Cedi Osman (Cleveland Cavaliers) skoraði 15 stig. Liðin sem eru komnir áfram eru Pólland, Argentína, Rússland, Spánn, Serbía og Ítalía sem komust öll áfram í gær og svo Ástralía, Litháen, Brasilía, Frakkland, Dóminíska Lýðveldið og Bandaríkin sem komust áfram í dag.Brasilíumenn sýndu styrk sinn með því að vinna Giannis Antetokounmpo og félaga í gríska landsliðinu 79-78. Gamli NBA-leikmaðurinn Anderson Varejao skoraði sigurkörfuna eftir stoðsendingu frá öðrum þekktum kappa að nafni Leandro Barbosa. Anderson Varejao átti algjöran stórleik og endaði með 22 stig og 5 fráköst en Leandro Barbosa var með 13 stig. Giannis Antetokounmpo fór útaf með fimm villur en hann var með 13 stig og 4 fráköst. Georgios Printezis skoraði mest fyrir Grikki eða 20 stig.Frakkar voru í miklu stuði í 103-64 sigri á móti Jórdaníu en þessi úrslit þýða að bæði Frakkland og Dóminíska Lýðveldið eru komin áfram. Nando De Col var með 19 stig og 8 stoðsendingar en besti maður Frakka var Rudy Gobert sem skoraði 16 stig, tók 13 fráköst og hélt besta manni Jórdaníu niðri.Litháar voru líka öflugir í 23 stiga sigri á Kanada, 92-69. Edgaras Ulanovas skoraði mest fyrir Litháen eða 15 stig en Jonas Valanciunas var með 13 stig.Úrslitin á HM í körfubolta í dag:E-riðill Japan - Tékkland 76-89 Bandaríkin - Tyrkland 93-92Stig: Bandaríkin 4, Tyrkland 2, Tékkland 2, JapanF-riðill Svartfjallaland - Nýja Sjáland 83-93 Brasilía - Grikkland 79-78Stig: Brasilía 4, Grikkland 2, Nýja Sjáland 2, Svartfjallaland 0G-riðill Þýskaland - Dóminíska Lýðveldið 68-70 Jórdanía - Frakkland 64-103Stig: Frakkland 4, Dóminíska Lýðveldið 4, Þýskaland 0, Jórdanía 0H-riðill Ástralía - Senegal 81-68 Litháen - Kanada 92-69Stig: Litháen 4, Ástralía 4, Kanada 0, Senegal 0.
Körfubolti Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Sjá meira