Lengsta og dýrasta mynd Scorsese fjallar um eina helstu ráðgátu Bandaríkjanna Birgir Olgeirsson skrifar 3. september 2019 11:15 Robert De Niro leikur Frank "The Irishman“ Sheeran í myndinni. Netflix Nýjustu myndar bandaríska leikstjórans Martin Scorsese, The Irishman, er beðið með mikilli eftirvæntingu en hún skartar engum smávegis leikurum í aðalhlutverkum, þeim Al Pacino, Robert De Niro, Joe Pesci og Harvey Keitel. Myndin verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í New York 27. september næstkomandi en fer í almennar sýningar í kvikmyndahúsum 1. nóvember. Er myndin framleidd af streymisveitunni Netflix en hún fer í sýningar þar 27. nóvember. Netflix býst við miklu af þessari mynd og vonast til að hún muni sópa til sín tilnefningu til Óskarsverðlauna.Ef þið viljið vita lítið sem ekkert um þessa mynd áður en þið sjáið hana, ekki lesa lengra.The Irishman er byggð á bókinni I Heard You Paint Houses eftir Charles Brandt en hún segir sögu skipulagðrar glæpastarfsemi í Bandaríkjunum. Aðal „söguhetja“ myndarinnar er fyrrverandi hermaðurinn Frank „The Irishman“ Sheeran. Hann starfaði lengi sem leigumorðingi og starfaði með nokkrum af alræmdustu persónum tuttugustu aldarinnar. Sögusvið myndarinnar nær yfir nokkra áratugi en þungamiðja hennar er ein helsta ráðgáta Bandaríkjanna, hvarfið á verkalýðsforingjanum Jimmy Hoffa. Þessi mynd er sögð hjartans mál fyrir Martin Scorsese sem hefur unnið að henni í rúman áratug. Ástæðan fyrir því að bókin heitir I Heard You Paint Houses, eða „Ég heyrði að þú málaðir hús“, er sú að þetta var það fyrsta sem Jimmy Hoffa sagði við Frank Sheeran. Það að mála hús var vísun mafíumanna í að myrða einhvern vegna blóðsins sem slettist á veggi og gólf. Sheeran á að hafa svarað Hoffa að sæi einnig alla smíðavinnu sjálfur sem er vísun í að losa sig við líkin. Sheeran ræddi við höfundinn Charles Brandt yfir fimm ára tímabil þar sem hann viðurkenndi að hafa myrt 25 manns fyrir mafíuna, þar á meðal vin sinn Jimmy Hoffa.Einn af 26 valdamestu á lista Giuliani Sheeran starfaði fyrir stéttarfélag en var ávallt undir ásökunum um að hafa tengsl við Bufalino-gengið, sem var ítölsk-ættuð klíka með ítök í borgunum Scranton, Wilkes Barre og Pittston. Varð Sheeran svo valdamikill að saksóknarinn Rudy Giuliani nefndi hann sem einn af 26 valdamestu mafíumönnum Bandaríkjanna. Var Sheeran annar af tveimur á þeim lista sem ekki voru af ítölskum ættum. Sheeran dó úr krabbameini 83 ára gamall árið 2003.Sheeran og Hoffa urðu miklir vinir Jimmy Hoffa var leiðtogi stéttarfélagsins Teamsters á árinu 1957. Hann sökkti sér djúpt í mafíutengda starfsemi og sat meðal annars inni fyrir nokkur afbrot. Hann komst fyrst í snertingu við skipulagða glæpastarfsemi á fjórða áratug síðustu aldar þegar hann barst harkalega fyrir réttindum starfsmanna í New York. Þar kynnst hann mafíuforingjunum Russel Bufalino og Angelo Bruno.Leiðtogi Bufalino kynnti Sheeran fyrir Hoffa en Hoffa er sagður hafa notað Sheeran til að myrða þvermóðskufulla félaga í stéttarfélaginu og félaga í öðrum stéttarfélögum sem ógnuðu tilveru Teamsters.Sást síðast á bílastæði Hoffa sást síðast í bílastæði fyrir utan veitingastaðinn Machus Red Fox í Detroit í júlí árið 1975. Þar er hann sagður hafa átt að hitta mafíuleiðtogana Anthony Giacalone og Anthony „Tony Pro, Provenzano. Lík Hoffa fannst aldrei og hefur enginn verið ákærður fyrir morðið. Nokkrar kenningar eru uppi um mögulegan morðingja Hoffa. Brandt heldur því fram í bók sinni að Sheeran hafi gengist við því að hafa myrt vin sinn. Náði Brandt þeirri játningu á upptöku. Í bók Brandt kom fram að vinur Hoffa, Charles O´Brien hafi ekið Sheeran, Hoffa og mafíósanum Sal Briguglio að húsi í Detroit. O´Brien og Briguglio óku í burtu en Sheeran og Hoffa fóru inn í húsið þar sem Sheeran á að hafa komið aftan að Hoffa og skotið hann tvívegis í höfuðið. Sheeran segist hafa fengið þær upplýsingar að lík Hoffa hafi verið brennt.Er talið að mafíunni hafi staðið ógn af Hoffa því hann vildi reyna að draga úr ítökum mafíunnar á lífeyrissjóðum stéttarfélagsins.Hoffa og Kennedy Tengsl Hoffa við John F. Kennedy, forseta Bandaríkjanna, voru þónokkur. Árið 1957 var mikill hiti á Jimmy Hoffa þegar hann var undir nokkuð ítarlegri rannsókn. Það gerðist eftir miklar yfirheyrslur á bandaríska þinginu en Robert F. Kennedy, bróðir John, hafði starfað sem ráðgjafi í tengslum við það ferli. John skipaði bróður sinn sem dómsmálaráðherra og fór svo að Robert herjaði á Hoffa í því embætti. Gekk hann svo langt að skipa sérstakt teymi sem var nefnt Get Hoffa, eða Náum Hoffa.Leiddi það til þess að Hoffa var sakfelldur fyrir tilraunir til að múta kviðdómara. Fyrir það var Hoffa dæmdur til átta ára fangelsisvistar. Hoffa hafði einnig lánað glæpaleiðtogum úr lífeyrissjóði séttarfélaga og fékk fimm ára dóm fyrir það.Martin Scorsese ræðir við Robert De Niro á tökustað.Vísir/GettyÞetta er í níunda sinn sem De Niro og Scorsese leiða saman hesta sína en í fyrsta skipti frá árinu 1995 þegar myndin Casino kom út. Þetta er í fjórða sinn sem De Niro og Pacino leika saman í mynd, höfðu áður verið í Godfather Part II, Heat og Righteous Kill. Þetta er hins vegar í fyrsta sinn sem Pacino leikur í mynd eftir Scorsese. Joe Pesci lék í Scorsese-myndunum Goodfellas og Casino en Keitel hefur leikið í fimm Scorsese-myndum, þar á meðal Taxi Driver. Á meðal annarra leikara eru Anna Paquin, sem vann til Óskarsverðlauna árið 1994 fyrir hlutverk sitt í The Piano, Bobby Cannavale, Jesse Plemons og Ray Romano. Handrit myndarinnar er skrifað af Steven Zaillian sem vann til Óskarsverðlauna fyrir kvikmyndahandritið að Schindler´s List.Reiðir sig á tölvutækni til að yngja leikarana Talið var að gerð myndarinnar hafi kostað um 100 milljónir dollara en í dag er sá kostnaður sagður hlaupa á 200 milljónum dollara.Al Pacino leikur verkalýðsforingjann Jimmy Hoffa í myndinni.NetflixÞegar þeir sem fjármögnuðu myndina í upphafi fréttu að Scorsese ætlaði að reiða sig á tölvutæknitækni til að yngja leikara í myndinni ákváðu þeir að segja sig frá verkefninu. Eftir að myndverið Paramount bakkaði út steig Netflix inn og keypti réttinn að myndinni fyrir 105 milljónir dollara. Er kostnaðurinn sagður hafa farið hækkandi eftir því sem leið á framleiðsluferlið og er talið að þetta verði dýrasta mynd Scorsese. Þessi ákvörðun Scorsese þýðir að hann fékk ekki annan leikara til að leika ungan Frank Sheeran, Robert De Niro leikur hann á öllum stigum fullorðinsáranna. Þessi tækni var fyrst notuð til að yngja leikarana Patrick Stewart og Ian McKellan í X-Men-myndinni The Last Stand sem kom út árið 2006. Þá varð þróun hennar enn meiri þegar hún var notuð til að gera Brad Pitt yngri og eldri í The Curious Case of Benjamin Button. Þetta hefur einnig verið notað til að yngja leikara í Marvel-myndunum. Þetta verður ekki aðeins dýrasta mynd Scorsese heldur einnig sú lengsta, þrír og hálfur klukkutími. Bandaríkin Hollywood Menning Netflix Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Nýjustu myndar bandaríska leikstjórans Martin Scorsese, The Irishman, er beðið með mikilli eftirvæntingu en hún skartar engum smávegis leikurum í aðalhlutverkum, þeim Al Pacino, Robert De Niro, Joe Pesci og Harvey Keitel. Myndin verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í New York 27. september næstkomandi en fer í almennar sýningar í kvikmyndahúsum 1. nóvember. Er myndin framleidd af streymisveitunni Netflix en hún fer í sýningar þar 27. nóvember. Netflix býst við miklu af þessari mynd og vonast til að hún muni sópa til sín tilnefningu til Óskarsverðlauna.Ef þið viljið vita lítið sem ekkert um þessa mynd áður en þið sjáið hana, ekki lesa lengra.The Irishman er byggð á bókinni I Heard You Paint Houses eftir Charles Brandt en hún segir sögu skipulagðrar glæpastarfsemi í Bandaríkjunum. Aðal „söguhetja“ myndarinnar er fyrrverandi hermaðurinn Frank „The Irishman“ Sheeran. Hann starfaði lengi sem leigumorðingi og starfaði með nokkrum af alræmdustu persónum tuttugustu aldarinnar. Sögusvið myndarinnar nær yfir nokkra áratugi en þungamiðja hennar er ein helsta ráðgáta Bandaríkjanna, hvarfið á verkalýðsforingjanum Jimmy Hoffa. Þessi mynd er sögð hjartans mál fyrir Martin Scorsese sem hefur unnið að henni í rúman áratug. Ástæðan fyrir því að bókin heitir I Heard You Paint Houses, eða „Ég heyrði að þú málaðir hús“, er sú að þetta var það fyrsta sem Jimmy Hoffa sagði við Frank Sheeran. Það að mála hús var vísun mafíumanna í að myrða einhvern vegna blóðsins sem slettist á veggi og gólf. Sheeran á að hafa svarað Hoffa að sæi einnig alla smíðavinnu sjálfur sem er vísun í að losa sig við líkin. Sheeran ræddi við höfundinn Charles Brandt yfir fimm ára tímabil þar sem hann viðurkenndi að hafa myrt 25 manns fyrir mafíuna, þar á meðal vin sinn Jimmy Hoffa.Einn af 26 valdamestu á lista Giuliani Sheeran starfaði fyrir stéttarfélag en var ávallt undir ásökunum um að hafa tengsl við Bufalino-gengið, sem var ítölsk-ættuð klíka með ítök í borgunum Scranton, Wilkes Barre og Pittston. Varð Sheeran svo valdamikill að saksóknarinn Rudy Giuliani nefndi hann sem einn af 26 valdamestu mafíumönnum Bandaríkjanna. Var Sheeran annar af tveimur á þeim lista sem ekki voru af ítölskum ættum. Sheeran dó úr krabbameini 83 ára gamall árið 2003.Sheeran og Hoffa urðu miklir vinir Jimmy Hoffa var leiðtogi stéttarfélagsins Teamsters á árinu 1957. Hann sökkti sér djúpt í mafíutengda starfsemi og sat meðal annars inni fyrir nokkur afbrot. Hann komst fyrst í snertingu við skipulagða glæpastarfsemi á fjórða áratug síðustu aldar þegar hann barst harkalega fyrir réttindum starfsmanna í New York. Þar kynnst hann mafíuforingjunum Russel Bufalino og Angelo Bruno.Leiðtogi Bufalino kynnti Sheeran fyrir Hoffa en Hoffa er sagður hafa notað Sheeran til að myrða þvermóðskufulla félaga í stéttarfélaginu og félaga í öðrum stéttarfélögum sem ógnuðu tilveru Teamsters.Sást síðast á bílastæði Hoffa sást síðast í bílastæði fyrir utan veitingastaðinn Machus Red Fox í Detroit í júlí árið 1975. Þar er hann sagður hafa átt að hitta mafíuleiðtogana Anthony Giacalone og Anthony „Tony Pro, Provenzano. Lík Hoffa fannst aldrei og hefur enginn verið ákærður fyrir morðið. Nokkrar kenningar eru uppi um mögulegan morðingja Hoffa. Brandt heldur því fram í bók sinni að Sheeran hafi gengist við því að hafa myrt vin sinn. Náði Brandt þeirri játningu á upptöku. Í bók Brandt kom fram að vinur Hoffa, Charles O´Brien hafi ekið Sheeran, Hoffa og mafíósanum Sal Briguglio að húsi í Detroit. O´Brien og Briguglio óku í burtu en Sheeran og Hoffa fóru inn í húsið þar sem Sheeran á að hafa komið aftan að Hoffa og skotið hann tvívegis í höfuðið. Sheeran segist hafa fengið þær upplýsingar að lík Hoffa hafi verið brennt.Er talið að mafíunni hafi staðið ógn af Hoffa því hann vildi reyna að draga úr ítökum mafíunnar á lífeyrissjóðum stéttarfélagsins.Hoffa og Kennedy Tengsl Hoffa við John F. Kennedy, forseta Bandaríkjanna, voru þónokkur. Árið 1957 var mikill hiti á Jimmy Hoffa þegar hann var undir nokkuð ítarlegri rannsókn. Það gerðist eftir miklar yfirheyrslur á bandaríska þinginu en Robert F. Kennedy, bróðir John, hafði starfað sem ráðgjafi í tengslum við það ferli. John skipaði bróður sinn sem dómsmálaráðherra og fór svo að Robert herjaði á Hoffa í því embætti. Gekk hann svo langt að skipa sérstakt teymi sem var nefnt Get Hoffa, eða Náum Hoffa.Leiddi það til þess að Hoffa var sakfelldur fyrir tilraunir til að múta kviðdómara. Fyrir það var Hoffa dæmdur til átta ára fangelsisvistar. Hoffa hafði einnig lánað glæpaleiðtogum úr lífeyrissjóði séttarfélaga og fékk fimm ára dóm fyrir það.Martin Scorsese ræðir við Robert De Niro á tökustað.Vísir/GettyÞetta er í níunda sinn sem De Niro og Scorsese leiða saman hesta sína en í fyrsta skipti frá árinu 1995 þegar myndin Casino kom út. Þetta er í fjórða sinn sem De Niro og Pacino leika saman í mynd, höfðu áður verið í Godfather Part II, Heat og Righteous Kill. Þetta er hins vegar í fyrsta sinn sem Pacino leikur í mynd eftir Scorsese. Joe Pesci lék í Scorsese-myndunum Goodfellas og Casino en Keitel hefur leikið í fimm Scorsese-myndum, þar á meðal Taxi Driver. Á meðal annarra leikara eru Anna Paquin, sem vann til Óskarsverðlauna árið 1994 fyrir hlutverk sitt í The Piano, Bobby Cannavale, Jesse Plemons og Ray Romano. Handrit myndarinnar er skrifað af Steven Zaillian sem vann til Óskarsverðlauna fyrir kvikmyndahandritið að Schindler´s List.Reiðir sig á tölvutækni til að yngja leikarana Talið var að gerð myndarinnar hafi kostað um 100 milljónir dollara en í dag er sá kostnaður sagður hlaupa á 200 milljónum dollara.Al Pacino leikur verkalýðsforingjann Jimmy Hoffa í myndinni.NetflixÞegar þeir sem fjármögnuðu myndina í upphafi fréttu að Scorsese ætlaði að reiða sig á tölvutæknitækni til að yngja leikara í myndinni ákváðu þeir að segja sig frá verkefninu. Eftir að myndverið Paramount bakkaði út steig Netflix inn og keypti réttinn að myndinni fyrir 105 milljónir dollara. Er kostnaðurinn sagður hafa farið hækkandi eftir því sem leið á framleiðsluferlið og er talið að þetta verði dýrasta mynd Scorsese. Þessi ákvörðun Scorsese þýðir að hann fékk ekki annan leikara til að leika ungan Frank Sheeran, Robert De Niro leikur hann á öllum stigum fullorðinsáranna. Þessi tækni var fyrst notuð til að yngja leikarana Patrick Stewart og Ian McKellan í X-Men-myndinni The Last Stand sem kom út árið 2006. Þá varð þróun hennar enn meiri þegar hún var notuð til að gera Brad Pitt yngri og eldri í The Curious Case of Benjamin Button. Þetta hefur einnig verið notað til að yngja leikara í Marvel-myndunum. Þetta verður ekki aðeins dýrasta mynd Scorsese heldur einnig sú lengsta, þrír og hálfur klukkutími.
Bandaríkin Hollywood Menning Netflix Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira