Vitnisburður dómarans Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 3. september 2019 08:05 Dómar Hæstaréttar í svonefndum „eftirhrunsmálum“, þar sem fyrirsvarsmenn banka hafa verið sakfelldir fyrir umboðssvik, hafa sætt gagnrýni. Stafar þetta af því að lög kveða svo á að ekki séu skilyrði til að refsa fyrir slík brot nema sannað sé að þau hafi verið framin í auðgunarskyni. Í þessum bankamálum hefur því þurft því að sanna, að sakborningurinn hafi haft ásetning til að valda bankanum, sem hann vann við, fjártjóni í þágu annars aðila sem þá átti að auðgast við brotið. Þetta hefur sjaldnast sannast í þessum málum. Í forsendum ýmissa dóma sinna um þetta hefur Hæstiréttur talið að nægilegt væri til áfellisdóms að telja sakborning hafa valdið bankanum verulegri áhættu á fjártjóni. Hefur þá ekki verið talið nauðsynlegt að leysa úr því, hvort sá sakaði hafi haft ásetning um að valda fjártjóninu. Í þessum málum hefur í flestum tilvikum staðið svo á að viðsemjandi bankans hefur fengið lán frá viðkomandi banka í því skyni að festa kaup á hlutabréfum í bankanum sjálfum sem voru í eigu bankans. Fékk bankinn þá veðrétt í hlutabréfunum og skal hér í þágu umræðuefnisins gert ráð fyrir að ekki hafi verið veittar frekari tryggingar fyrir endurgreiðslu lánsins. Hver var í hættu á að bíða fjártjón?Hin einfalda spurning er þá sú hver hafi auðgast og hver orðið fyrir fjártjóni við þessi viðskipti. Ef bréfin lækkuðu í verði eftir kaupin, eins og hér var ávallt raunin, ætti að vera nokkuð ljóst að aldrei var hætta á fjártjóni bankans. Hann varð einfaldlega betur settur fyrir að hafa eignast fjárkröfu í stað hlutabréfanna. Svo þegar bréfin urðu verðlaus gilti hið sama: bankinn hafði ekki orðið fyrir neinu fjártjóni, því ef hann hefði sjálfur átt bréfin hefði hann tapað öllu andvirði þeirra. Við blasti að bankastjórarnir höfðu alls ekki vilja til að valda bankanum fjártjóni, heldur voru þeir að reyna að gera samninga sem þeir töldu að styrktu stöðu hans. Vel má vera í ljósi síðari tíma vitneskju að þessir samningar hafi verið óskynsamlegir, en þeir voru allavega ekki gerðir í auðgunarskyni eða til að valda hættu á fjártjóni bankans. Í forsendum einhverra þessara dóma virðist hafa verið lagt til grundvallar að á söludegi hafi verið unnt að selja bréfin öðrum kaupanda á sama verði án þess að þurfa að veita honum lán til kaupanna. Þetta var auðvitað aldrei raunin. Bankamennirnir voru einfaldlega að selja bréfin með lánveitingum vegna þess að þeir gátu ekki selt þau annars. Fengur að bók EiríksNú hefur fyrrverandi dómari við réttinn, Eiríkur Tómasson, sem tók þátt í að kveða upp einhverja af þessum dómum, gefið út bók sem hann nefnir „Dómar um umboðssvik í kjölfar bankahrunsins“. Heyrst hefur gagnrýni á að fyrrverandi dómari, sem svona stóð á um, skuli gera þetta. Ég tek ekki undir hana. Mér finnst Eiríkur, ef eitthvað er, eiga fremur heiður skilinn fyrir að skrifa um þetta. Hitt kemur hins vegar ekki á óvart að hann skuli taka undir niðurstöður réttarins í þessum málum, enda átti hann sjálfur þátt í þeim í starfi sínu við réttinn. Segja má að Eiríkur nefni tvennt sem réttlæti dómsniðurstöðurnar. Annars vegar hafi mátt finna fordæmi Hæstaréttar um að heimilt sé að refsa fyrir umboðssvik með því að valda umbjóðandanum verulegri fjártjónsáhættu. Hins vegar séu fræðimenn sammála um að vægara stig ásetnings, svonefndur líkindaásetningur (dolus eventualis) dugi til þess að refsa megi fyrir brotin. Engin fordæmi - enginn ásetningurUm þetta skal það sagt að fyrri dómarnir, sem Eiríkur nefnir, geta ekki verið fordæmi í málunum vegna hrunsins. Þeir fjalla um miklu grófari og augljósari atvik heldur en „hrundómarnir“. Þarf þá ekki að huga neitt að því, hvort það yfirleitt geti talist nægileg refsiheimild að vísa í fordæmi, þar sem dómstóll hefur refsað að ólögum, til þess að refsa megi að nýju. Þar að auki hafði, eins og fyrr sagði, ekki nokkurri fjártjónshættu verið valdið með flestum þessara samninga. Hitt atriðið um líkindaásetninginn veldur heldur ekki ágreiningi. Það má fallast á að vægari stig ásetnings geti dugað til áfellis í þessum málum. Þetta hef ég tekið skýrt fram í skrifum mínum, þar sem þessir dómar hafa verið gagnrýndir. Þannig segir orðrétt í grein sem ég birti í hátíðarriti Orators 2019 og einnig er að finna á heimasíðu skrifstofu minnar: „Ég hef orðað það svo að hugsanlega megi jafna því við auðgunarásetning ef sannað þykir í máli að sakborningur hefði gert það sem hann gerði, jafnvel þó að hann hefði haft vissu um að tjónið (og auðgunin) myndi af leiða. Hvergi er að finna í forsendum réttarins rökstuðning sem að þessu lýtur, enda er í fæstum málanna minnsta tilefni til að ætla að slík hafi verið huglæg afstaða hinna ákærðu.“Afhjúpar misgerðir réttarinsÍ raun felst í bók Eiríks staðfesting á að þessir dómar, sem kveðnir voru upp eftir hrun, voru fjarri því að uppfylla lagaskilyrði fyrir refsingum. Réttur sakborinna manna í þessu efni er varinn í 69. gr. stjórnarskrárinnar, þar sem segir að engum verði gert að sæta refsingu nema hann hafi gerst sekur um háttsemi sem var refsiverð samkvæmt lögum á þeim tíma þegar hún átti sér stað eða má fullkomlega jafna til slíkrar háttsemi. Að mínu áliti afhjúpar innlegg Eiríks misgjörðir réttarins, þó að svo sem hafi ekki verið nein sérstök þörf á því. Þetta vakti líklega ekki fyrir honum en samt skal honum þakkað.Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómstólar Jón Steinar Gunnlaugsson Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Dómar Hæstaréttar í svonefndum „eftirhrunsmálum“, þar sem fyrirsvarsmenn banka hafa verið sakfelldir fyrir umboðssvik, hafa sætt gagnrýni. Stafar þetta af því að lög kveða svo á að ekki séu skilyrði til að refsa fyrir slík brot nema sannað sé að þau hafi verið framin í auðgunarskyni. Í þessum bankamálum hefur því þurft því að sanna, að sakborningurinn hafi haft ásetning til að valda bankanum, sem hann vann við, fjártjóni í þágu annars aðila sem þá átti að auðgast við brotið. Þetta hefur sjaldnast sannast í þessum málum. Í forsendum ýmissa dóma sinna um þetta hefur Hæstiréttur talið að nægilegt væri til áfellisdóms að telja sakborning hafa valdið bankanum verulegri áhættu á fjártjóni. Hefur þá ekki verið talið nauðsynlegt að leysa úr því, hvort sá sakaði hafi haft ásetning um að valda fjártjóninu. Í þessum málum hefur í flestum tilvikum staðið svo á að viðsemjandi bankans hefur fengið lán frá viðkomandi banka í því skyni að festa kaup á hlutabréfum í bankanum sjálfum sem voru í eigu bankans. Fékk bankinn þá veðrétt í hlutabréfunum og skal hér í þágu umræðuefnisins gert ráð fyrir að ekki hafi verið veittar frekari tryggingar fyrir endurgreiðslu lánsins. Hver var í hættu á að bíða fjártjón?Hin einfalda spurning er þá sú hver hafi auðgast og hver orðið fyrir fjártjóni við þessi viðskipti. Ef bréfin lækkuðu í verði eftir kaupin, eins og hér var ávallt raunin, ætti að vera nokkuð ljóst að aldrei var hætta á fjártjóni bankans. Hann varð einfaldlega betur settur fyrir að hafa eignast fjárkröfu í stað hlutabréfanna. Svo þegar bréfin urðu verðlaus gilti hið sama: bankinn hafði ekki orðið fyrir neinu fjártjóni, því ef hann hefði sjálfur átt bréfin hefði hann tapað öllu andvirði þeirra. Við blasti að bankastjórarnir höfðu alls ekki vilja til að valda bankanum fjártjóni, heldur voru þeir að reyna að gera samninga sem þeir töldu að styrktu stöðu hans. Vel má vera í ljósi síðari tíma vitneskju að þessir samningar hafi verið óskynsamlegir, en þeir voru allavega ekki gerðir í auðgunarskyni eða til að valda hættu á fjártjóni bankans. Í forsendum einhverra þessara dóma virðist hafa verið lagt til grundvallar að á söludegi hafi verið unnt að selja bréfin öðrum kaupanda á sama verði án þess að þurfa að veita honum lán til kaupanna. Þetta var auðvitað aldrei raunin. Bankamennirnir voru einfaldlega að selja bréfin með lánveitingum vegna þess að þeir gátu ekki selt þau annars. Fengur að bók EiríksNú hefur fyrrverandi dómari við réttinn, Eiríkur Tómasson, sem tók þátt í að kveða upp einhverja af þessum dómum, gefið út bók sem hann nefnir „Dómar um umboðssvik í kjölfar bankahrunsins“. Heyrst hefur gagnrýni á að fyrrverandi dómari, sem svona stóð á um, skuli gera þetta. Ég tek ekki undir hana. Mér finnst Eiríkur, ef eitthvað er, eiga fremur heiður skilinn fyrir að skrifa um þetta. Hitt kemur hins vegar ekki á óvart að hann skuli taka undir niðurstöður réttarins í þessum málum, enda átti hann sjálfur þátt í þeim í starfi sínu við réttinn. Segja má að Eiríkur nefni tvennt sem réttlæti dómsniðurstöðurnar. Annars vegar hafi mátt finna fordæmi Hæstaréttar um að heimilt sé að refsa fyrir umboðssvik með því að valda umbjóðandanum verulegri fjártjónsáhættu. Hins vegar séu fræðimenn sammála um að vægara stig ásetnings, svonefndur líkindaásetningur (dolus eventualis) dugi til þess að refsa megi fyrir brotin. Engin fordæmi - enginn ásetningurUm þetta skal það sagt að fyrri dómarnir, sem Eiríkur nefnir, geta ekki verið fordæmi í málunum vegna hrunsins. Þeir fjalla um miklu grófari og augljósari atvik heldur en „hrundómarnir“. Þarf þá ekki að huga neitt að því, hvort það yfirleitt geti talist nægileg refsiheimild að vísa í fordæmi, þar sem dómstóll hefur refsað að ólögum, til þess að refsa megi að nýju. Þar að auki hafði, eins og fyrr sagði, ekki nokkurri fjártjónshættu verið valdið með flestum þessara samninga. Hitt atriðið um líkindaásetninginn veldur heldur ekki ágreiningi. Það má fallast á að vægari stig ásetnings geti dugað til áfellis í þessum málum. Þetta hef ég tekið skýrt fram í skrifum mínum, þar sem þessir dómar hafa verið gagnrýndir. Þannig segir orðrétt í grein sem ég birti í hátíðarriti Orators 2019 og einnig er að finna á heimasíðu skrifstofu minnar: „Ég hef orðað það svo að hugsanlega megi jafna því við auðgunarásetning ef sannað þykir í máli að sakborningur hefði gert það sem hann gerði, jafnvel þó að hann hefði haft vissu um að tjónið (og auðgunin) myndi af leiða. Hvergi er að finna í forsendum réttarins rökstuðning sem að þessu lýtur, enda er í fæstum málanna minnsta tilefni til að ætla að slík hafi verið huglæg afstaða hinna ákærðu.“Afhjúpar misgerðir réttarinsÍ raun felst í bók Eiríks staðfesting á að þessir dómar, sem kveðnir voru upp eftir hrun, voru fjarri því að uppfylla lagaskilyrði fyrir refsingum. Réttur sakborinna manna í þessu efni er varinn í 69. gr. stjórnarskrárinnar, þar sem segir að engum verði gert að sæta refsingu nema hann hafi gerst sekur um háttsemi sem var refsiverð samkvæmt lögum á þeim tíma þegar hún átti sér stað eða má fullkomlega jafna til slíkrar háttsemi. Að mínu áliti afhjúpar innlegg Eiríks misgjörðir réttarins, þó að svo sem hafi ekki verið nein sérstök þörf á því. Þetta vakti líklega ekki fyrir honum en samt skal honum þakkað.Höfundur er lögmaður.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun