Sterkasti fellibylur sem gengið hefur yfir Bahamaeyjar Gunnar Reynir Valþórsson og Kjartan Kjartansson skrifa 2. september 2019 07:23 Dorian hóf innreið sína yfir Bahamaeyjar í gær. Frá Freeport á Grand Bahama-eyju. AP/Ramon Espinosa Fellibylurinn Dorian, sem skall á Bahamaeyjum síðdegis í gær er sá öflugasti sem gengið hefur yfir eyjarnar frá því mælingar hófust. Stormurinn var á fimmta stigi þegar hann gekk yfir eyjarnar og tættust þök af húsum og flóð hafa fylgt í kjölfarið. Veðrið mun í dag ganga yfir stærstu eyju eyjaklasans, Grand Bahama. Vindhraðinn hefur verið viðvarandi allt að 79 metrar á sekúndu og vindhviður fara upp í 98 metra á sekúndu. Varað er við því að veðrið geti framkallað lífshættuleg sjávarflóð þannig að hæð sjávar rísi skyndilega um allt að sjö metra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fjarskipti við Bahamaeyjar liggja að miklu leyti niðri vegna hamfaranna og því hafa litlar fregnir borist af frekari eyðileggingu eða mögulegum mannskaða ennþá. AP-fréttastofan segir að embættismenn á Bahamaeyjum geri ráð fyrir að margir hafi misst heimili sín. Dorian færist nú hægt í vesturátt og er ekki búist við því að hann þokist frá Bahamaeyjum fyrr en á aðfaranótt þriðjudags. Fellibylurinn gæti því næst gengið yfir austurströnd Bandaríkjanna. Þegar hefur verið lýst yfir neyðarástandi með fram ströndum Flórída, Georgíu og Norður- og Suður-Karólínu.First video coming in from Bahamas after Dorian passed through and it's complete devastation https://t.co/8c91KTEBkU pic.twitter.com/LdvVQFstWY— WPLG Local 10 News (@WPLGLocal10) September 1, 2019 Bahamaeyjar Bandaríkin Fellibylurinn Dorian Veður Tengdar fréttir Myndband tekið utan úr geimnum sýnir gífurlegt umfang fellibylsins Dorian Dorian er nú skilgreindur sem fimmta stigs fellibylur og er um að ræða sterkustu vinda sem mælst hafa á norðvesturhluta Bahamaeyja. 1. september 2019 19:16 Dorian orðinn fimmta stigs fellibylur Íbúar á Bahamas búa sig nú undir fellibylinn Dorian en búist er við því að fellibylurinn nái landi seinna í dag. 1. september 2019 13:00 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Fellibylurinn Dorian, sem skall á Bahamaeyjum síðdegis í gær er sá öflugasti sem gengið hefur yfir eyjarnar frá því mælingar hófust. Stormurinn var á fimmta stigi þegar hann gekk yfir eyjarnar og tættust þök af húsum og flóð hafa fylgt í kjölfarið. Veðrið mun í dag ganga yfir stærstu eyju eyjaklasans, Grand Bahama. Vindhraðinn hefur verið viðvarandi allt að 79 metrar á sekúndu og vindhviður fara upp í 98 metra á sekúndu. Varað er við því að veðrið geti framkallað lífshættuleg sjávarflóð þannig að hæð sjávar rísi skyndilega um allt að sjö metra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fjarskipti við Bahamaeyjar liggja að miklu leyti niðri vegna hamfaranna og því hafa litlar fregnir borist af frekari eyðileggingu eða mögulegum mannskaða ennþá. AP-fréttastofan segir að embættismenn á Bahamaeyjum geri ráð fyrir að margir hafi misst heimili sín. Dorian færist nú hægt í vesturátt og er ekki búist við því að hann þokist frá Bahamaeyjum fyrr en á aðfaranótt þriðjudags. Fellibylurinn gæti því næst gengið yfir austurströnd Bandaríkjanna. Þegar hefur verið lýst yfir neyðarástandi með fram ströndum Flórída, Georgíu og Norður- og Suður-Karólínu.First video coming in from Bahamas after Dorian passed through and it's complete devastation https://t.co/8c91KTEBkU pic.twitter.com/LdvVQFstWY— WPLG Local 10 News (@WPLGLocal10) September 1, 2019
Bahamaeyjar Bandaríkin Fellibylurinn Dorian Veður Tengdar fréttir Myndband tekið utan úr geimnum sýnir gífurlegt umfang fellibylsins Dorian Dorian er nú skilgreindur sem fimmta stigs fellibylur og er um að ræða sterkustu vinda sem mælst hafa á norðvesturhluta Bahamaeyja. 1. september 2019 19:16 Dorian orðinn fimmta stigs fellibylur Íbúar á Bahamas búa sig nú undir fellibylinn Dorian en búist er við því að fellibylurinn nái landi seinna í dag. 1. september 2019 13:00 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Myndband tekið utan úr geimnum sýnir gífurlegt umfang fellibylsins Dorian Dorian er nú skilgreindur sem fimmta stigs fellibylur og er um að ræða sterkustu vinda sem mælst hafa á norðvesturhluta Bahamaeyja. 1. september 2019 19:16
Dorian orðinn fimmta stigs fellibylur Íbúar á Bahamas búa sig nú undir fellibylinn Dorian en búist er við því að fellibylurinn nái landi seinna í dag. 1. september 2019 13:00