Grænlenskir veiðimenn bitnir í andlitið í átökum við hvítabjörn Kristján Már Unnarsson skrifar 19. september 2019 23:15 Hvítabirnir geta náð 40 kílómetra hraða á klukkustund á spretti. Myndin er úr safni. Vísir/Getty Þrír grænlenskir veiðimenn þykja hafa sloppið ótrúlega vel frá átökum við hvítabjörn á norðvesturströnd Grænlands. Björninn náði að bíta tvo þeirra í andlitið en sá þriðji skaut að birninum, sem flúði þá af vettvangi. Atburðurinn gerðist í óbyggðum norðan við bæinn Uummannaq á fimmtudag í síðustu viku, samkvæmt frétt grænlenska ríkisfjölmiðilsins KNR, sem greindi fyrst frá málinu í dag. Frásögnin er höfð eftir Julie Senderovitz-Bendtsen, yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á Grænlandi. Veiðimennirnir þrír, sem eru frá þorpinu Ikerasak, voru á sauðnautaveiðum og höfðu náð að fella eitt sauðnaut. Voru þeir að gera að bráðinni þegar hvítabjörninn kom þeim að óvörum og réðist á þá. „Ísbjörninn náði að bíta í hægra eyrað á einum mannanna og honum tókst líka að bíta í hægri hlið andlits annars áður en sá þriðji, sem stóð aðeins fjær þeim, náði að grípa riffil og skjóta að birninum. Þá flúði hann,“ segir yfirlögregluþjónninn í viðtali við KNR. Veiðimennirnir sluppu án alvarlegra meiðsla en þeir tilkynntu ekki um árásina fyrr en þeir komu aftur heim í þorpið seint að nóttu daginn eftir. „Við báðum þá um að fara á sjúkrahús til að láta skoða sárin. Við héldum að það gæti verið möguleiki á sýkingu eftir svona bit,“ segir yfirlögregluþjónninn. Ekki er vitað hvort hvítabjörninn slapp ómeiddur. Hann hljóp burt eftir að skotið var á hann og segja veiðimennirnir að þetta hafi gerst svo hratt að þeir hafi ekki áttað sig á því hvort hann hafi særst. „Ég vil bara hvetja menn til að vera á varðbergi þegar þeir eru á veiðum og hafa fellt dýr. Fyrir svangan ísbjörn gæti það verið ljúf matarangan. Þá verða menn að líta vel í kringum sig,“ segir Julie Sanderovitz-Bendtsen. Grænland Tengdar fréttir Saga hvítabjarna hér á landi óblíð Tilkynning um hvítabjörn á Melrakkasléttu um sjöleytið í gær hefur vakið mikla athygli og jafnframt vakið upp minningar um komu hvítabjarna hingað til lands. 10. júlí 2018 11:13 Traktor dugði til að hræða hvítabirnina Rússnesku vísindamennirnir fimm, sem hvítabirnir sátu um á lítilli eyju í Norður-Íshafinu, eru nú lausir úr umsátrinu. 21. september 2016 11:00 Ísbjörn át íslenskan hest á Grænlandi Hvítabjörn sem drap íslenskan hest á Suður-Grænlandi var sjálfur felldur en björninn var þá að éta hestinn. 19. febrúar 2016 12:45 Grænlendingar auka veiðar á hvítabjörnum Grænlensk stjórnvöld hafa aukið veiðikvóta á hvítabirni við Vestur- og Norður-Grænland um 21 prósent á næsta ári. Ástæðan er ný talning hvítabjarna. 28. desember 2017 21:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Þrír grænlenskir veiðimenn þykja hafa sloppið ótrúlega vel frá átökum við hvítabjörn á norðvesturströnd Grænlands. Björninn náði að bíta tvo þeirra í andlitið en sá þriðji skaut að birninum, sem flúði þá af vettvangi. Atburðurinn gerðist í óbyggðum norðan við bæinn Uummannaq á fimmtudag í síðustu viku, samkvæmt frétt grænlenska ríkisfjölmiðilsins KNR, sem greindi fyrst frá málinu í dag. Frásögnin er höfð eftir Julie Senderovitz-Bendtsen, yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á Grænlandi. Veiðimennirnir þrír, sem eru frá þorpinu Ikerasak, voru á sauðnautaveiðum og höfðu náð að fella eitt sauðnaut. Voru þeir að gera að bráðinni þegar hvítabjörninn kom þeim að óvörum og réðist á þá. „Ísbjörninn náði að bíta í hægra eyrað á einum mannanna og honum tókst líka að bíta í hægri hlið andlits annars áður en sá þriðji, sem stóð aðeins fjær þeim, náði að grípa riffil og skjóta að birninum. Þá flúði hann,“ segir yfirlögregluþjónninn í viðtali við KNR. Veiðimennirnir sluppu án alvarlegra meiðsla en þeir tilkynntu ekki um árásina fyrr en þeir komu aftur heim í þorpið seint að nóttu daginn eftir. „Við báðum þá um að fara á sjúkrahús til að láta skoða sárin. Við héldum að það gæti verið möguleiki á sýkingu eftir svona bit,“ segir yfirlögregluþjónninn. Ekki er vitað hvort hvítabjörninn slapp ómeiddur. Hann hljóp burt eftir að skotið var á hann og segja veiðimennirnir að þetta hafi gerst svo hratt að þeir hafi ekki áttað sig á því hvort hann hafi særst. „Ég vil bara hvetja menn til að vera á varðbergi þegar þeir eru á veiðum og hafa fellt dýr. Fyrir svangan ísbjörn gæti það verið ljúf matarangan. Þá verða menn að líta vel í kringum sig,“ segir Julie Sanderovitz-Bendtsen.
Grænland Tengdar fréttir Saga hvítabjarna hér á landi óblíð Tilkynning um hvítabjörn á Melrakkasléttu um sjöleytið í gær hefur vakið mikla athygli og jafnframt vakið upp minningar um komu hvítabjarna hingað til lands. 10. júlí 2018 11:13 Traktor dugði til að hræða hvítabirnina Rússnesku vísindamennirnir fimm, sem hvítabirnir sátu um á lítilli eyju í Norður-Íshafinu, eru nú lausir úr umsátrinu. 21. september 2016 11:00 Ísbjörn át íslenskan hest á Grænlandi Hvítabjörn sem drap íslenskan hest á Suður-Grænlandi var sjálfur felldur en björninn var þá að éta hestinn. 19. febrúar 2016 12:45 Grænlendingar auka veiðar á hvítabjörnum Grænlensk stjórnvöld hafa aukið veiðikvóta á hvítabirni við Vestur- og Norður-Grænland um 21 prósent á næsta ári. Ástæðan er ný talning hvítabjarna. 28. desember 2017 21:30 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Saga hvítabjarna hér á landi óblíð Tilkynning um hvítabjörn á Melrakkasléttu um sjöleytið í gær hefur vakið mikla athygli og jafnframt vakið upp minningar um komu hvítabjarna hingað til lands. 10. júlí 2018 11:13
Traktor dugði til að hræða hvítabirnina Rússnesku vísindamennirnir fimm, sem hvítabirnir sátu um á lítilli eyju í Norður-Íshafinu, eru nú lausir úr umsátrinu. 21. september 2016 11:00
Ísbjörn át íslenskan hest á Grænlandi Hvítabjörn sem drap íslenskan hest á Suður-Grænlandi var sjálfur felldur en björninn var þá að éta hestinn. 19. febrúar 2016 12:45
Grænlendingar auka veiðar á hvítabjörnum Grænlensk stjórnvöld hafa aukið veiðikvóta á hvítabirni við Vestur- og Norður-Grænland um 21 prósent á næsta ári. Ástæðan er ný talning hvítabjarna. 28. desember 2017 21:30