Meint loforð Trump til annars þjóðarleiðtoga dregur dilk á eftir sér Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2019 09:16 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Samskipti Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við annan þjóðarleiðtoga leiddu til þess að starfsmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna lagði fram formlega „uppljóstrarakvörtun“ til innri endurskoðenda leyniþjónusta Bandaríkjanna. Það gerði hann vegna loforðs sem Trump á að hafa gefið þessum tiltekna þjóðarleiðtoga, samkvæmt Washington Post.Innri endurskoðandinn, Michael Atkinson sem skipaður var í embætti af Trump, tók málið til skoðunar og ákvað að kvörtunin væri trúverðug og að málið væri „aðkallandi áhyggjuefni“, sem er lagaleg skilgreining sem, við eðlilegar kringumstæður, þýddi að málið ætti að fara fyrir nefndir Bandaríkjaþings. Það hefur hins vegar ekki gerst og Joseph Maguire, starfandi yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, neitar að upplýsa leyniþjónustunefnd þingsins um málið og hefur hann verið sakaður um að hylma yfir með forsetanum. Búist er við því að deilurnar aukist í dag þegar Atkinson fer á fund nefndarinnar en Maguire mun gera það í næstu viku.Ræddi við fimm þjóðarleiðtoga Kvörtunin var lögð fram þann 12. ágúst síðastliðinn. Á undanförnum vikum hafði Trump verið í samskiptum við fimm þjóðarleiðtoga. Þeir voru forsætisráðherrar Pakistan og Hollands, emír Katar, Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands. Tveimur vikum eftir að kvörtunin barst, sendi Atkinson skýrslu til Maguire. Samkvæmt lögum er honum skilyrt að upplýsa þingið um kvörtunina innan sjö daga. Það gerði hann ekki og segir Maguire að sú ákvörðun hafi verið tekin eftir að hann ræddi við starfsmenn Dómsmálaráðuneytisins. Atkinson virðist hins vegar hafa farið fram hjá Maguire og sagði hann formönnum leyniþjónustanefnda fulltrúadeildarinnar og öldungadeildarinnar frá tilvist kvörtunarinnar í byrjun september, án þess þó að segja um hvað hún snerist. Aðrir fjölmiðlar ytra hafa fengið sömu upplýsingar og Washington Post en Hvíta húsið og Maguire hafa ekki viljað tjá sig um málið.Ótækt að framkvæmdavaldið sé með málið á sínum höndum Í bréfi til Schiff, sem blaðamenn CNN hafa komið höndum yfir, sagði Maguire að kvörtunin sneri ekki að aðila innan leyniþjónustusamfélagsins, heldur að aðilum innan framkvæmdavaldsins. Því sé málið ekki nægilega mikilvægt til að upplýsa þingið um hvað það snýst. Adam Schiff, þingmaður Demókrataflokksins og formaður nefndarinnar, sagði í gær að Atkinson hefði metið áðurnefnda kvörtun trúverðuga og málið væri áríðandi. Þá sagði hann nefndina leggja mikla áherslu á verndun uppljóstrara og uppljóstranir þeirra til þingsins. Þá segir þingmaðurinn að Maguire hafi farið út fyrir valdsvið sitt með því að ræða við Dómsmálaráðuneytið um málið. Það sé ótækt að aðilar innan framkvæmdavaldsins fjalli um kvörtun sem snúi að aðilum innan framkvæmdavaldsins. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Samningamaður í gíslatökum verður fjórði þjóðaröryggisráðgjafi Trump Robert O'Brien var sérstakur sendifulltrúi forsetaembættisins í gíslatökumálum. 18. september 2019 13:43 Nýjar þvinganir og nýr þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseti hefur skipað Robert O'Brien nýjan þjóðaröryggisráðgjafa. 18. september 2019 21:00 Sagður haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á fund þingnefndar þar sem Demókratar eru í meirihluta, degi eftir að hafa mætt á fund nefndar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 2. maí 2019 11:00 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Fleiri fréttir Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Sjá meira
Samskipti Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við annan þjóðarleiðtoga leiddu til þess að starfsmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna lagði fram formlega „uppljóstrarakvörtun“ til innri endurskoðenda leyniþjónusta Bandaríkjanna. Það gerði hann vegna loforðs sem Trump á að hafa gefið þessum tiltekna þjóðarleiðtoga, samkvæmt Washington Post.Innri endurskoðandinn, Michael Atkinson sem skipaður var í embætti af Trump, tók málið til skoðunar og ákvað að kvörtunin væri trúverðug og að málið væri „aðkallandi áhyggjuefni“, sem er lagaleg skilgreining sem, við eðlilegar kringumstæður, þýddi að málið ætti að fara fyrir nefndir Bandaríkjaþings. Það hefur hins vegar ekki gerst og Joseph Maguire, starfandi yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, neitar að upplýsa leyniþjónustunefnd þingsins um málið og hefur hann verið sakaður um að hylma yfir með forsetanum. Búist er við því að deilurnar aukist í dag þegar Atkinson fer á fund nefndarinnar en Maguire mun gera það í næstu viku.Ræddi við fimm þjóðarleiðtoga Kvörtunin var lögð fram þann 12. ágúst síðastliðinn. Á undanförnum vikum hafði Trump verið í samskiptum við fimm þjóðarleiðtoga. Þeir voru forsætisráðherrar Pakistan og Hollands, emír Katar, Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands. Tveimur vikum eftir að kvörtunin barst, sendi Atkinson skýrslu til Maguire. Samkvæmt lögum er honum skilyrt að upplýsa þingið um kvörtunina innan sjö daga. Það gerði hann ekki og segir Maguire að sú ákvörðun hafi verið tekin eftir að hann ræddi við starfsmenn Dómsmálaráðuneytisins. Atkinson virðist hins vegar hafa farið fram hjá Maguire og sagði hann formönnum leyniþjónustanefnda fulltrúadeildarinnar og öldungadeildarinnar frá tilvist kvörtunarinnar í byrjun september, án þess þó að segja um hvað hún snerist. Aðrir fjölmiðlar ytra hafa fengið sömu upplýsingar og Washington Post en Hvíta húsið og Maguire hafa ekki viljað tjá sig um málið.Ótækt að framkvæmdavaldið sé með málið á sínum höndum Í bréfi til Schiff, sem blaðamenn CNN hafa komið höndum yfir, sagði Maguire að kvörtunin sneri ekki að aðila innan leyniþjónustusamfélagsins, heldur að aðilum innan framkvæmdavaldsins. Því sé málið ekki nægilega mikilvægt til að upplýsa þingið um hvað það snýst. Adam Schiff, þingmaður Demókrataflokksins og formaður nefndarinnar, sagði í gær að Atkinson hefði metið áðurnefnda kvörtun trúverðuga og málið væri áríðandi. Þá sagði hann nefndina leggja mikla áherslu á verndun uppljóstrara og uppljóstranir þeirra til þingsins. Þá segir þingmaðurinn að Maguire hafi farið út fyrir valdsvið sitt með því að ræða við Dómsmálaráðuneytið um málið. Það sé ótækt að aðilar innan framkvæmdavaldsins fjalli um kvörtun sem snúi að aðilum innan framkvæmdavaldsins.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Samningamaður í gíslatökum verður fjórði þjóðaröryggisráðgjafi Trump Robert O'Brien var sérstakur sendifulltrúi forsetaembættisins í gíslatökumálum. 18. september 2019 13:43 Nýjar þvinganir og nýr þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseti hefur skipað Robert O'Brien nýjan þjóðaröryggisráðgjafa. 18. september 2019 21:00 Sagður haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á fund þingnefndar þar sem Demókratar eru í meirihluta, degi eftir að hafa mætt á fund nefndar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 2. maí 2019 11:00 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Fleiri fréttir Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Sjá meira
Samningamaður í gíslatökum verður fjórði þjóðaröryggisráðgjafi Trump Robert O'Brien var sérstakur sendifulltrúi forsetaembættisins í gíslatökumálum. 18. september 2019 13:43
Nýjar þvinganir og nýr þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseti hefur skipað Robert O'Brien nýjan þjóðaröryggisráðgjafa. 18. september 2019 21:00
Sagður haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á fund þingnefndar þar sem Demókratar eru í meirihluta, degi eftir að hafa mætt á fund nefndar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 2. maí 2019 11:00