Útherjinn Antonio Brown þarf ekki að mæta fyrir dómstóla vegna ásakana um nauðgun. Samkvæmt yfirvöldum vestanhafs er ákærutíminn vegna málsins liðinn.
Britney Taylor kærði Brown á dögunum fyrir kynferðisbrot sem á að hafa farið fram í júní 2017.
Í tilkynningu frá lögreglunni í Pittsburgh eru tímatakmörk á því að ákæra vegna þessa brots (e. statute of limitations) og hefur tíminn liðið.
NFL deildin hóf sína eigin rannsókn á málinu og tók meðal annars viðtal við Taylor, en á enn eftir að tala við Brown.
Samkvæmt frétt ESPN á Taylor að hafa verið boðið 2 milljónir bandaríkjadollara til sátta í máliu áður en Taylor lagði fram kæruna, en hún hafnaði því sáttaboði.

