Goðheimar er fantasíu- og ævintýramynd sem byggir á samnefndum teiknimyndasögum og teiknimynd eftir Danann Peter Madsen, en hann byggir sögur sínar á Norrænni goðafræði. Goðheimar verður frumsýnd hér á landi þann 11. október.
Myndin er samstarfsverkefni Profile Pictures í Danmörku og Netop Films á Íslandi. Grímar Jónsson, meðframleiðir fyrir hönd Netop Films, leikkonurnar Salóme Gunnarsdóttir og Lára Jóhanna Jónsdóttir leika Freyju og Sif, Margrét Einarsdóttir er búningahönnuður og Kristín Júlla Kristjánsdóttir sér um hár og gervi.
Einnig er myndin að hluta til tekin upp á Íslandi eins og vel sést í stiklunni sem frumsýnd hér á Vísi og sjá má hér að neðan.