Hjarta íslenskrar móður í molum vegna eineltis á TikTok Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. september 2019 11:30 Hér má sjá TikTok í notkun. Móðir stúlku á grunnskólaaldri segir sorglegt að sjá hve margir tengi við nýlega reynslu hennar af neteinelti í garð dóttur hennar á samfélagsmiðlinum TikTok. Miðillinn hefur áður komist í fréttir en hann nýtur mikilla vinsælda meðal barna á grunnskólaaldri um heim allan. Guðmunda Áróra Pálsdóttir greindi frá því á Facebook í gærkvöldi að óprúttnir aðilar hefðu búið til eineltissíðu á TikTok sem beindist gegn dóttur hennar. Hún segir hjarta sitt í molum en um sé að ræða vandamál sem komið hafi upp með hléum undanfarin ár. Nú þegar dóttir hennar sé orðin eldri greini hún foreldrunum ekki endilega lengur frá því þegar hún verði fyrir einelti. Í þetta skiptið hafi foreldrarnir frétt af eineltissíðunni í gegnum þriðja aðila. „Þetta er bara nafnlaust, þú getur ekkert séð hver er að búa þetta til,“ segir Guðmunda og biðlar til foreldra að fylgjast með notkun barna sinna á TikTok.Smáforritið TikTok hefur slegið í gegn víða um heim, þar á meðal hjá íslenskum grunnskólabörnum.Vísir/GettyAlltof margir hafa slæma sögu að segja Greinilegt er að margir tengja við vandann sem Guðmunda lýsir. Hátt í þúsund manns hafa deilt færslu hennar og margir tjáð sig við þráðinn. „Það er alls konar fólk búið að senda mér skilaboð sem hefur lent í svipuðum aðstæðum. Óskað mér góðs gengis og bent mér á leiðir til að fara. Fólk að miðla af reynslu sinni,“ segir Guðmunda. Það sé gott að sjá fólk sem lendi í aðstæðum sem þessum standa saman. „Þetta eru því miður bara alltof margir.“Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla.Myndbandavefur TikTok er kínverskt smáforrit með um fimm hundruð milljón notendur um heim allan. Það gengur út á að búa til nokkurra sekúndna tónlistarmyndbönd þar sem notandinn tekur saman myndbandsklippur, syngur með og bætir við tæknibrellum. TikTok er ný útgáfa af smáforritinu Musical.ly sem naut fádæma vinsælda um allan heim fyrir nokkrum árum. Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, sagði í viðtali við Fréttablaðið á dögunum að smáforritið einskorðaðist ekki við íslenska skóla. Rætt hafi verið sérstaklega um TikTok á samevrópskum vettvangi Insafe nú í vetur. „Þetta app hefur verið mjög vinsælt í einhvern tíma. Fyrst sem Musical.ly, nú sem TikTok. Þetta eru örstutt myndbönd, svo er hægt að senda skilaboð. Um leið og það er hægt að nota smáforrit til að hafa samskipti þá er alltaf hætta á að þau séu líka notuð til leiðinlegra samskipta,“ segir Hrefna.Engin leið að vita hvernig börnin bregðist við Guðmunda segir mikilvægt að foreldrar fylgist með því hvað börn þeirra séu að gera á forritinu. Alls konar haturssíður sé þar að finna. Lausleg skoðun blaðamanns leiðir í ljós að íslenskar haturssíður sem hafa verið stofnaðar í óþökk grunnskólabarna skipta tugum á forritinu. Engin leið er að sjá hver stofnaði til síðunnar. „Ég hef alltaf brýnt fyrir mínum stúlkum að við líðum ekki einelti á þessu heimili. Aldrei skuli taka þátt í því og segja frá ef einhver sé að leggja einhvern annan í einelti,“ segir Guðmunda. Nú sé verið að leggja hennar barn í neteinelti sem sé hrikalegt, þótt hún reyni að halda ró sinni. Ekki sé hægt að rekja slóðina nema með hjálp annarra foreldra. „Því bið ég alla foreldra barna með þetta forrit að fara vel yfir símana þeirra og passa uppá að þau séu ekki að taka þátt í svona löguðu og brýna fyrir þeim hversu alvarlegt svona er sama hvort það sé á netinu eða ekki.“ Það sé engin leið að vita hvernig börn bregðist við þegar þau fái svona ljót skilaboð. Þau foreldrarnir séu niðurbrotin og ráðalaus.Það getur reynst erfitt að lesa meiðandi ummæli um sig á netinu. Myndin er sviðsett.Vísir/GettyEinelti falið í dag Kári Sigurðsson, aðstoðarforstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Hólmasels, hefur unnið að því síðustu fimm ár að fræða ungmenni um virðingu á samfélagsmiðlum. Hann hefur orðið var við umræðu meðal barna og unglinga um TikTok. Er það upplifun hans að yngri aldurshópar, þá ungmenni á aldrinum 10 til 13 ára, noti smáforrit á borð við TikTok til að leggja aðra í einelti. Unglingar noti hins vegar Snapchat og Instagram, þar sem þau forrit eru hvað vinsælust. „Þetta er voðalega krúttlegt forrit þegar maður skoðar það fyrst, það er síðan hægt að stilla það á ýmsa vegu,“ sagði Kári í viðtali við Fréttablaðið um TikTok fyrr á árinu. Hann segir flest ungmenni haga sér vel í samskiptum, en vandinn sé sá að einelti í dag er mun meira falið en það var. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir TikTok slær í gegn en er notað til eineltis Grunnskólanemendur víða um land nota kínverska smáforritið TikTok til að leggja hvert annað í einelti. Kári Sigurðsson, sem frætt hefur ungmenni um samskipti síðastliðin sex ár, segir einelti meira falið í dag en áður 25. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Móðir stúlku á grunnskólaaldri segir sorglegt að sjá hve margir tengi við nýlega reynslu hennar af neteinelti í garð dóttur hennar á samfélagsmiðlinum TikTok. Miðillinn hefur áður komist í fréttir en hann nýtur mikilla vinsælda meðal barna á grunnskólaaldri um heim allan. Guðmunda Áróra Pálsdóttir greindi frá því á Facebook í gærkvöldi að óprúttnir aðilar hefðu búið til eineltissíðu á TikTok sem beindist gegn dóttur hennar. Hún segir hjarta sitt í molum en um sé að ræða vandamál sem komið hafi upp með hléum undanfarin ár. Nú þegar dóttir hennar sé orðin eldri greini hún foreldrunum ekki endilega lengur frá því þegar hún verði fyrir einelti. Í þetta skiptið hafi foreldrarnir frétt af eineltissíðunni í gegnum þriðja aðila. „Þetta er bara nafnlaust, þú getur ekkert séð hver er að búa þetta til,“ segir Guðmunda og biðlar til foreldra að fylgjast með notkun barna sinna á TikTok.Smáforritið TikTok hefur slegið í gegn víða um heim, þar á meðal hjá íslenskum grunnskólabörnum.Vísir/GettyAlltof margir hafa slæma sögu að segja Greinilegt er að margir tengja við vandann sem Guðmunda lýsir. Hátt í þúsund manns hafa deilt færslu hennar og margir tjáð sig við þráðinn. „Það er alls konar fólk búið að senda mér skilaboð sem hefur lent í svipuðum aðstæðum. Óskað mér góðs gengis og bent mér á leiðir til að fara. Fólk að miðla af reynslu sinni,“ segir Guðmunda. Það sé gott að sjá fólk sem lendi í aðstæðum sem þessum standa saman. „Þetta eru því miður bara alltof margir.“Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla.Myndbandavefur TikTok er kínverskt smáforrit með um fimm hundruð milljón notendur um heim allan. Það gengur út á að búa til nokkurra sekúndna tónlistarmyndbönd þar sem notandinn tekur saman myndbandsklippur, syngur með og bætir við tæknibrellum. TikTok er ný útgáfa af smáforritinu Musical.ly sem naut fádæma vinsælda um allan heim fyrir nokkrum árum. Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, sagði í viðtali við Fréttablaðið á dögunum að smáforritið einskorðaðist ekki við íslenska skóla. Rætt hafi verið sérstaklega um TikTok á samevrópskum vettvangi Insafe nú í vetur. „Þetta app hefur verið mjög vinsælt í einhvern tíma. Fyrst sem Musical.ly, nú sem TikTok. Þetta eru örstutt myndbönd, svo er hægt að senda skilaboð. Um leið og það er hægt að nota smáforrit til að hafa samskipti þá er alltaf hætta á að þau séu líka notuð til leiðinlegra samskipta,“ segir Hrefna.Engin leið að vita hvernig börnin bregðist við Guðmunda segir mikilvægt að foreldrar fylgist með því hvað börn þeirra séu að gera á forritinu. Alls konar haturssíður sé þar að finna. Lausleg skoðun blaðamanns leiðir í ljós að íslenskar haturssíður sem hafa verið stofnaðar í óþökk grunnskólabarna skipta tugum á forritinu. Engin leið er að sjá hver stofnaði til síðunnar. „Ég hef alltaf brýnt fyrir mínum stúlkum að við líðum ekki einelti á þessu heimili. Aldrei skuli taka þátt í því og segja frá ef einhver sé að leggja einhvern annan í einelti,“ segir Guðmunda. Nú sé verið að leggja hennar barn í neteinelti sem sé hrikalegt, þótt hún reyni að halda ró sinni. Ekki sé hægt að rekja slóðina nema með hjálp annarra foreldra. „Því bið ég alla foreldra barna með þetta forrit að fara vel yfir símana þeirra og passa uppá að þau séu ekki að taka þátt í svona löguðu og brýna fyrir þeim hversu alvarlegt svona er sama hvort það sé á netinu eða ekki.“ Það sé engin leið að vita hvernig börn bregðist við þegar þau fái svona ljót skilaboð. Þau foreldrarnir séu niðurbrotin og ráðalaus.Það getur reynst erfitt að lesa meiðandi ummæli um sig á netinu. Myndin er sviðsett.Vísir/GettyEinelti falið í dag Kári Sigurðsson, aðstoðarforstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Hólmasels, hefur unnið að því síðustu fimm ár að fræða ungmenni um virðingu á samfélagsmiðlum. Hann hefur orðið var við umræðu meðal barna og unglinga um TikTok. Er það upplifun hans að yngri aldurshópar, þá ungmenni á aldrinum 10 til 13 ára, noti smáforrit á borð við TikTok til að leggja aðra í einelti. Unglingar noti hins vegar Snapchat og Instagram, þar sem þau forrit eru hvað vinsælust. „Þetta er voðalega krúttlegt forrit þegar maður skoðar það fyrst, það er síðan hægt að stilla það á ýmsa vegu,“ sagði Kári í viðtali við Fréttablaðið um TikTok fyrr á árinu. Hann segir flest ungmenni haga sér vel í samskiptum, en vandinn sé sá að einelti í dag er mun meira falið en það var.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir TikTok slær í gegn en er notað til eineltis Grunnskólanemendur víða um land nota kínverska smáforritið TikTok til að leggja hvert annað í einelti. Kári Sigurðsson, sem frætt hefur ungmenni um samskipti síðastliðin sex ár, segir einelti meira falið í dag en áður 25. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
TikTok slær í gegn en er notað til eineltis Grunnskólanemendur víða um land nota kínverska smáforritið TikTok til að leggja hvert annað í einelti. Kári Sigurðsson, sem frætt hefur ungmenni um samskipti síðastliðin sex ár, segir einelti meira falið í dag en áður 25. febrúar 2019 07:00