Getur alls ekki hugsað sér að Bergþór verði formaður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. september 2019 10:18 Björn Leví Gunnarsson gat ekki hugsað sér að Bergþór Ólason yrði formaður nefndarinnar. Vísir/Vilhelm Björn Leví Gunnarsson segir að Bergþór Ólason, þingmann Miðflokksins, ekki hafa gengist við orðum sem hann lét falla á Klausturbar. Birni Leví hafi því runnið blóðið til skyldunnar að segja eitthvað í morgun þegar stefndi í að Bergþór yrði skipaður formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.Uppnám varð á fundinum þegar Björn Leví lagði til að Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, yrði skipaður formaður í stað Bergþórs. Fór svo að fundinum var frestað.Lagði fram tillögu um Karl Gauta sem formann Óhætt er að segja að deilur hafi staðið um formennsku Bergþórs í nefndinni vegna framgöngu hans í Klausturmálinu. Minnihlutinn hefur verið mótfallinn því að hann taki aftur við formennsku sem hann sagði sig frá eftir að upptökur af samtölum þingmanna Miðflokksins voru birtar á sínum tíma. Fundur nefndarinnar hófst klukkan níu í morgun. Björn Leví er áheyrnarfulltrúi Pírata og segir fundinn hafa verið hálf undarlegan, og stuttan. Jón Gunnarsson, formaður nefndarinnar, hafi tilkynnt að til stæði að kjósa um formann. Raunar var það eina málið sem lá fyrir fundinum. Allir nefndarmenn greiddu atkvæði með því að gengið yrði til kosninga. Í framhaldinu hafi Jón sagt að fyrir liggi tillaga um að Bergþór yrði formaður. „Þá banka ég í borðið og bið um að tillaga verði sett fram í staðinn þess efnis að Karl Gauti verði formaður,“ segir Björn Leví. Alvanalegt sé að áheyrnarfulltrúi, sem hafi ekki atkvæðisrétt, setji fram tillögu og þeim sé komið áfram. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, hafi gert það og þá hafi Jón formaður beðið um fundarhlé.Jón Gunnarsson, núverandi formaður Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.Vísir/VilhelmFór Jón afsíðis með fulltrúum meirihlutans í nefndinni, þeim Ara Trausta Guðmundssyni og Kolbeini Óttarssyni Proppé hjá VG, Líneik Önnu Sævarsdóttur úr Framsókn og Vilhjálmi Árnasyni úr Sjálfstæðisflokknum, og tveimur fulltrúum Miðflokksins í nefndinni. Þeim Bergþóri og Karli Gauta. Eftir stutta stund hafi þau komið aftur inn í fundarsalinn en í framhaldinu aðeins meirihlutinn farið afsíðis á ný. Björn segir Jón svo hafa komið í salinn og sagt að fundi hafi verið fresta. Hann yrði boðaður síðar.Virtist koma fólki á óvart Björn Leví viðurkennir að fundurinn hafi farið öðruvísi en fólk átti von á. „Þetta virtist eitthvað koma fólki á óvart,“ segir þingmaðurinn. Hann minnir á að samkomulag þingflokkanna um formennsku í nefndum snúi í þessu tilfelli að því að Miðflokkurinn sé með formennsku. Ekki Bergþór. „Það er annar Miðflokksmaður í nefndinni og getur verið formaður án þess að það hafi áhrif á samkomulagið. Karl Gauti sagðist reyndar myndu hafna því en hann fékk ekki tækifæri til þess.“Hlé varð á formennsku Bergþórs í umhverfis- og samgöngunefnd eftir Klausturmálið.Fréttablaðið/Anton BrinkBjörn Leví er afdráttarlaus í þeirri skoðun sinni að Bergþór sé ekki hæfur til að gegna formennsku. „Já, tvímælalaust. Miðað við aðstæður fannst mér eðlilegt að Bergþór myndi sleppa þessu. Útaf ummælum hans og afstöðu gagnvart konum sem kom fram á þessum upptökum.“Gott dæmi um mikilvægi #metoo Hann sé ósammála Brynjari Níelssyni að Bergþór hafi gengist við því sem hann sagði á upptökunum. Hann minnir á að allir þingmenn hafi tekið þátt í rakararáðstefnu á Alþingi í fyrra þar sem allir voru sammála um að breyta siðareglunum. Um ákveðið áhersluatriði hafi verið að ræða í kjölfar #metoo. „Þetta var mjög gott dæmi um það af hverju #metoo var nauðsynlegt skref að taka,“ segir Björn Leví. Bagalagt hafi verið að fylgjast með þingmönnum Miðflokksins, þar á meðal Bergþór, kenna stóla- eða bremsuhljóðum um í stað þess að gangast við hegðun sinni afdráttarlaust. Óvíst er hvenær fundað verður aftur um formennsku í nefndinni. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Formannsdagar Jóns á enda Þingflokkar stjórnarandstöðunnar hafa ekki náð samkomulagi um hver gegna eigi formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd. Nái þeir ekki lendingu fer formennska til Vinstri grænna eftir reiknireglu. 11. september 2019 07:15 Menntamálaráðherra um Gunnar og Bergþór: „Ummælin verða þeim til ævarandi skammar“ Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, er ekki ánægð andmælabréf Klaustursþingmannanna. 1. ágúst 2019 18:27 Segist hafa verið „meginskotmarkið í þessari aðgerð“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, sakar fulltrúa á Alþingi um að hafa „nýtt glæp“ til að reyna að klekkja á pólitískum andstæðingum þegar forsætisnefnd Alþingis vísaði Klaustursmálinu til siðanefndar. 1. ágúst 2019 19:42 Fundi umhverfis- og samgöngunefndar frestað í skyndi vegna óvæntrar uppástungu Fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis var frestað eftir að hafa staðið yfir í skamma stund í morgun. 17. september 2019 10:16 Bergþór að öllum líkindum á leið í nefndarformennsku á ný Óánægja er innan Vinstri grænna með rýran hlut flokksins í forystu fyrir nefndum þingsins. 11. september 2019 13:23 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson segir að Bergþór Ólason, þingmann Miðflokksins, ekki hafa gengist við orðum sem hann lét falla á Klausturbar. Birni Leví hafi því runnið blóðið til skyldunnar að segja eitthvað í morgun þegar stefndi í að Bergþór yrði skipaður formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.Uppnám varð á fundinum þegar Björn Leví lagði til að Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, yrði skipaður formaður í stað Bergþórs. Fór svo að fundinum var frestað.Lagði fram tillögu um Karl Gauta sem formann Óhætt er að segja að deilur hafi staðið um formennsku Bergþórs í nefndinni vegna framgöngu hans í Klausturmálinu. Minnihlutinn hefur verið mótfallinn því að hann taki aftur við formennsku sem hann sagði sig frá eftir að upptökur af samtölum þingmanna Miðflokksins voru birtar á sínum tíma. Fundur nefndarinnar hófst klukkan níu í morgun. Björn Leví er áheyrnarfulltrúi Pírata og segir fundinn hafa verið hálf undarlegan, og stuttan. Jón Gunnarsson, formaður nefndarinnar, hafi tilkynnt að til stæði að kjósa um formann. Raunar var það eina málið sem lá fyrir fundinum. Allir nefndarmenn greiddu atkvæði með því að gengið yrði til kosninga. Í framhaldinu hafi Jón sagt að fyrir liggi tillaga um að Bergþór yrði formaður. „Þá banka ég í borðið og bið um að tillaga verði sett fram í staðinn þess efnis að Karl Gauti verði formaður,“ segir Björn Leví. Alvanalegt sé að áheyrnarfulltrúi, sem hafi ekki atkvæðisrétt, setji fram tillögu og þeim sé komið áfram. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, hafi gert það og þá hafi Jón formaður beðið um fundarhlé.Jón Gunnarsson, núverandi formaður Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.Vísir/VilhelmFór Jón afsíðis með fulltrúum meirihlutans í nefndinni, þeim Ara Trausta Guðmundssyni og Kolbeini Óttarssyni Proppé hjá VG, Líneik Önnu Sævarsdóttur úr Framsókn og Vilhjálmi Árnasyni úr Sjálfstæðisflokknum, og tveimur fulltrúum Miðflokksins í nefndinni. Þeim Bergþóri og Karli Gauta. Eftir stutta stund hafi þau komið aftur inn í fundarsalinn en í framhaldinu aðeins meirihlutinn farið afsíðis á ný. Björn segir Jón svo hafa komið í salinn og sagt að fundi hafi verið fresta. Hann yrði boðaður síðar.Virtist koma fólki á óvart Björn Leví viðurkennir að fundurinn hafi farið öðruvísi en fólk átti von á. „Þetta virtist eitthvað koma fólki á óvart,“ segir þingmaðurinn. Hann minnir á að samkomulag þingflokkanna um formennsku í nefndum snúi í þessu tilfelli að því að Miðflokkurinn sé með formennsku. Ekki Bergþór. „Það er annar Miðflokksmaður í nefndinni og getur verið formaður án þess að það hafi áhrif á samkomulagið. Karl Gauti sagðist reyndar myndu hafna því en hann fékk ekki tækifæri til þess.“Hlé varð á formennsku Bergþórs í umhverfis- og samgöngunefnd eftir Klausturmálið.Fréttablaðið/Anton BrinkBjörn Leví er afdráttarlaus í þeirri skoðun sinni að Bergþór sé ekki hæfur til að gegna formennsku. „Já, tvímælalaust. Miðað við aðstæður fannst mér eðlilegt að Bergþór myndi sleppa þessu. Útaf ummælum hans og afstöðu gagnvart konum sem kom fram á þessum upptökum.“Gott dæmi um mikilvægi #metoo Hann sé ósammála Brynjari Níelssyni að Bergþór hafi gengist við því sem hann sagði á upptökunum. Hann minnir á að allir þingmenn hafi tekið þátt í rakararáðstefnu á Alþingi í fyrra þar sem allir voru sammála um að breyta siðareglunum. Um ákveðið áhersluatriði hafi verið að ræða í kjölfar #metoo. „Þetta var mjög gott dæmi um það af hverju #metoo var nauðsynlegt skref að taka,“ segir Björn Leví. Bagalagt hafi verið að fylgjast með þingmönnum Miðflokksins, þar á meðal Bergþór, kenna stóla- eða bremsuhljóðum um í stað þess að gangast við hegðun sinni afdráttarlaust. Óvíst er hvenær fundað verður aftur um formennsku í nefndinni.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Formannsdagar Jóns á enda Þingflokkar stjórnarandstöðunnar hafa ekki náð samkomulagi um hver gegna eigi formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd. Nái þeir ekki lendingu fer formennska til Vinstri grænna eftir reiknireglu. 11. september 2019 07:15 Menntamálaráðherra um Gunnar og Bergþór: „Ummælin verða þeim til ævarandi skammar“ Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, er ekki ánægð andmælabréf Klaustursþingmannanna. 1. ágúst 2019 18:27 Segist hafa verið „meginskotmarkið í þessari aðgerð“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, sakar fulltrúa á Alþingi um að hafa „nýtt glæp“ til að reyna að klekkja á pólitískum andstæðingum þegar forsætisnefnd Alþingis vísaði Klaustursmálinu til siðanefndar. 1. ágúst 2019 19:42 Fundi umhverfis- og samgöngunefndar frestað í skyndi vegna óvæntrar uppástungu Fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis var frestað eftir að hafa staðið yfir í skamma stund í morgun. 17. september 2019 10:16 Bergþór að öllum líkindum á leið í nefndarformennsku á ný Óánægja er innan Vinstri grænna með rýran hlut flokksins í forystu fyrir nefndum þingsins. 11. september 2019 13:23 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Sjá meira
Formannsdagar Jóns á enda Þingflokkar stjórnarandstöðunnar hafa ekki náð samkomulagi um hver gegna eigi formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd. Nái þeir ekki lendingu fer formennska til Vinstri grænna eftir reiknireglu. 11. september 2019 07:15
Menntamálaráðherra um Gunnar og Bergþór: „Ummælin verða þeim til ævarandi skammar“ Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, er ekki ánægð andmælabréf Klaustursþingmannanna. 1. ágúst 2019 18:27
Segist hafa verið „meginskotmarkið í þessari aðgerð“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, sakar fulltrúa á Alþingi um að hafa „nýtt glæp“ til að reyna að klekkja á pólitískum andstæðingum þegar forsætisnefnd Alþingis vísaði Klaustursmálinu til siðanefndar. 1. ágúst 2019 19:42
Fundi umhverfis- og samgöngunefndar frestað í skyndi vegna óvæntrar uppástungu Fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis var frestað eftir að hafa staðið yfir í skamma stund í morgun. 17. september 2019 10:16
Bergþór að öllum líkindum á leið í nefndarformennsku á ný Óánægja er innan Vinstri grænna með rýran hlut flokksins í forystu fyrir nefndum þingsins. 11. september 2019 13:23