Umfjöllun: HK - Valur 23-31 | Vandræðalaust hjá Íslandsmeisturunum Anton Ingi Leifsson skrifar 15. september 2019 14:45 Sandra Erlingsdóttir, leikmaður Vals. vísir/daníel þór Íslandsmeistarar Vals byrja deildina á tveimur stigum eftir öruggan sigur á HK, 31-23, í Kórnum í dag. Þetta var fyrsti handboltaleikurinn í nýja húsinu í Kórnum. Það var ljóst frá upphafi að verkefnið yrðið erfitt fyrir heimastúlkur í HK sem skoruðu einungis eitt mark fyrstu tíu mínúturnar og voru strax lentar sex mörkum undir. HK vörnin réð ekkert við Lovísu Thompson og Díönu Dögg Magnúsdóttur sem skoruðu nánast að vild en markvarslan var í þokkabót lítil sem engin. Munurinn varð mest níu mörk í fyrri hálfleik og staðan 17-9 í hálfleik. Í síðari hálfleik byrjaði HK-liðið af miklum krafti og náði að minnka muninn niður í fimm mörk er átta mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Mikill kraftur var í heimastúlkum á meðan allt gekk á afturfótunum hjá Val. Það tók svo fljótt enda og Íslandsmeistararnir tóku öll völd á vellinum. Þær höfðu svo góða forystu út leikinn og unnu að endingu með níu marka mun, 31-23.Afhverju vann Valur? Einfaldlega með betra lið en HK á öllum sviðum handboltans. Íris Björk Símonardóttir varði vel, sóknarleikurinn gekk vel þar sem skytturnar leiddu liðið og náðu fljótlega upp forystu sem þær gáfu aldrei af hendi.Hverjar stóðu upp úr? Hjá gestunum voru þær Lovísa Thompson og Díana Dögg Magnúsdóttir ansi góðar. Þær skoruðu að vild og hluti skýringarinnar er kannski að þær fengu oft á tíðum að valsa vel inn fyrir punktalínu. Íris Björk Símonardóttir stóð að venju sína vakt vel í marki Vals-liðsins. Hjá heimastúlkum var Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir sú sem dró vagninn. Var yfirburðar leikmaður HK og skoraði mikilvæg mörk þegar sóknarleikurinn virtist stefna í þrot.Hvað gekk illa? Sóknarleikur HK gekk illa framan af og voru þær ekki að finna lausnir á ógnarsterki vörn Vals. Einnig var engin markvarsla í upphafi leiks hjá HK sem hjálpaði Val að ná góðri forystu snemma leiks sem þeir ríghéldu út leikinn.Hvað gerist næst? HK byrjar á tveimur heimaleikjum því í næstu umferð eru það særðar Haukastelpur sem koma í heimsókn en þær töpuðu fyrir Stjörnunni í fyrstu umferðinni. Valur fær nýliða Aftureldingu í heimsókn sem lentu í hörkuleik í Vestmannaeyjum í gær en töpuðu að endingu með tveimur mörkum þar sem ekki var mikið skorað, 15-13. Olís-deild kvenna
Íslandsmeistarar Vals byrja deildina á tveimur stigum eftir öruggan sigur á HK, 31-23, í Kórnum í dag. Þetta var fyrsti handboltaleikurinn í nýja húsinu í Kórnum. Það var ljóst frá upphafi að verkefnið yrðið erfitt fyrir heimastúlkur í HK sem skoruðu einungis eitt mark fyrstu tíu mínúturnar og voru strax lentar sex mörkum undir. HK vörnin réð ekkert við Lovísu Thompson og Díönu Dögg Magnúsdóttur sem skoruðu nánast að vild en markvarslan var í þokkabót lítil sem engin. Munurinn varð mest níu mörk í fyrri hálfleik og staðan 17-9 í hálfleik. Í síðari hálfleik byrjaði HK-liðið af miklum krafti og náði að minnka muninn niður í fimm mörk er átta mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Mikill kraftur var í heimastúlkum á meðan allt gekk á afturfótunum hjá Val. Það tók svo fljótt enda og Íslandsmeistararnir tóku öll völd á vellinum. Þær höfðu svo góða forystu út leikinn og unnu að endingu með níu marka mun, 31-23.Afhverju vann Valur? Einfaldlega með betra lið en HK á öllum sviðum handboltans. Íris Björk Símonardóttir varði vel, sóknarleikurinn gekk vel þar sem skytturnar leiddu liðið og náðu fljótlega upp forystu sem þær gáfu aldrei af hendi.Hverjar stóðu upp úr? Hjá gestunum voru þær Lovísa Thompson og Díana Dögg Magnúsdóttir ansi góðar. Þær skoruðu að vild og hluti skýringarinnar er kannski að þær fengu oft á tíðum að valsa vel inn fyrir punktalínu. Íris Björk Símonardóttir stóð að venju sína vakt vel í marki Vals-liðsins. Hjá heimastúlkum var Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir sú sem dró vagninn. Var yfirburðar leikmaður HK og skoraði mikilvæg mörk þegar sóknarleikurinn virtist stefna í þrot.Hvað gekk illa? Sóknarleikur HK gekk illa framan af og voru þær ekki að finna lausnir á ógnarsterki vörn Vals. Einnig var engin markvarsla í upphafi leiks hjá HK sem hjálpaði Val að ná góðri forystu snemma leiks sem þeir ríghéldu út leikinn.Hvað gerist næst? HK byrjar á tveimur heimaleikjum því í næstu umferð eru það særðar Haukastelpur sem koma í heimsókn en þær töpuðu fyrir Stjörnunni í fyrstu umferðinni. Valur fær nýliða Aftureldingu í heimsókn sem lentu í hörkuleik í Vestmannaeyjum í gær en töpuðu að endingu með tveimur mörkum þar sem ekki var mikið skorað, 15-13.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik