Þú gætir átt heima í nýju póstnúmeri um mánaðamótin Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. september 2019 11:46 Horft í átt að Vatnsmýri þar sem nýja póstnúmerið verður að finna. Vísir/Vilhelm Íslandspóstur hefur ákveðið að gera breytingar á póstnúmerum, jafnt á Höfuðborgarsvæðinu sem og á landsbyggðinni. Flestar eru minniháttar, tilfæringar á landfræðilegum mörkum, en þeirra stærst er upptaka póstnúmersins 102 í Vatnsmýri Reykjavíkur. Þannig mun sá hluti póstnúmersins 101 sem er sunnan Hringbrautar breytast í póstnúmerið 102. Í útskýringu Íslandspósts segir að sú breyting sé tekin að frumkvæði Reykjavíkurborgar, ekki síst í ljósi þess að mikil uppbygging fer nú fram á þessu svæði. Þrátt fyrir upptöku nýja póstnúmersins er áréttað að mörk fyrir póstnúmer 105 og 107 haldast óbreytt. Breytingarnar, sem eru útlistaðar betur hér að neðan, taka gildi um næstu mánaðamót. Haft er eftir Herði Jónssyni, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Póstsins, í útskýringu Íslandspóst að talið hafi verið mikilvægt að bregðast við fyrrnefndri beiðni borgarinnar. „Einhverrar óánægju hefur gætt meðal íbúa á þessu svæði vegna breytingarinnar en ég vil taka það fram að breytingar á póstnúmerum hafa almennt ekki áhrif á viðskiptavini þegar kemur að dreifingu pakka og bréfa,“ áréttar Hörður.Óttast áhrif á íbúðaverð Ætla má að hann vísi m.a. til óánægju íbúa í Skerjafirði, sem hafa sett sig upp á móti upptöku póstnúmersins 102. Þeirra á meðal er borgarfulltrúinn Marta Guðjónsdóttir og íbúasamtök Skerjafjarðar, Prýðisfélagið Skjöldur. Þannig fullyrti félagið að yfirgnæfandi fjöldi Skerfirðinga vildi halda póstnúmeri 101. Var vísað til þess að mikið væri undir fyrir íbúa að halda í póstnúmer 101 upp á húsnæðisverð. Þá væri breytingin algjörlega ótímabær þar sem flugvöllurinn væri ekki á förum í fyrirsjáanlegri framtíð. Sem fyrr segir verða jafnframt gerðar nokkrar breytingar á póstnúmerum á landsbyggðinni. Helsti tilgangur þeirra er sagður að „afmarka sveitarfélög með sérstökum póstnúmerum og einfalda þannig flokkun og dreifingu.“ Nánar má fræðast um landfræðileg mörk póstnúmera með því að smella hér, en að neðan má sjá breytingarnar sem eiga sér stað þann 1. október næstkomandi.VarVerðurPóstáritunSvæðiLýsing/svæði/Annað311342StykkishólmurEyja og MiklaholtshreppurVerður þjónustað frá Stykkishólmi710710SeyðisfjörðurSeyðisfjörðurMinniháttar lagfæring108105ReykjavíkReykjavíkMinniháttar lagfæring (Veðurstofa)108105ReykjavíkReykjavíkMinniháttar lagfæring105103ReykjavíkReykjavíkMinniháttar lagfæring105108ReykjavíkReykjavíkMinniháttar lagfæring110113ReykjavíkReykjavíkPNR 113 mun fylgja Suðurlandsvegi161110ReykjavíkReykjavíkDreifbýli fyrir ofan Norðlingarholt (Bugðu)203206KópavogurKópavogurDreifbýli sem tilheyrir Kópavogi (Hellisheiði)466465BíldudalurBíldudalurMinniháttar lagfæring101102ReykjavíkReykjavíkVatnsmýri og sá hluti póstnúmers 101 sem er sunnan Hringbrautar breytist í póstnúmerið 102801801SelfossSelfossÁrborg verði með 801 áfram801803SelfossSelfossFlóahreppur801804SelfossSelfossSkeiða og Gnúpverjahreppur801805SelfossSelfossGrímsnes og Grafningshreppur801806SelfossSelfossBláskógabyggð601601AkureyriAkureyriAkureyri fyrir ofan Naustahverfi601604AkureyriAkureyriHörgársveit601605AkureyriAkureyriEyjafjarðarsveit601606AkureyriAkureyriSvalbarðshreppur601607AkureyriAkureyriÞingeyjasveit (hluti) Íslandspóstur Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir 102 Reykjavík orðið að veruleika Póstnúmerið 102 Reykjavík verður að veruleika í Vatnsmýri. Frá þessu greinir borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson en staðfesting þess efnis var lögð fyrir borgarráð í dag. 6. júní 2019 14:56 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Íslandspóstur hefur ákveðið að gera breytingar á póstnúmerum, jafnt á Höfuðborgarsvæðinu sem og á landsbyggðinni. Flestar eru minniháttar, tilfæringar á landfræðilegum mörkum, en þeirra stærst er upptaka póstnúmersins 102 í Vatnsmýri Reykjavíkur. Þannig mun sá hluti póstnúmersins 101 sem er sunnan Hringbrautar breytast í póstnúmerið 102. Í útskýringu Íslandspósts segir að sú breyting sé tekin að frumkvæði Reykjavíkurborgar, ekki síst í ljósi þess að mikil uppbygging fer nú fram á þessu svæði. Þrátt fyrir upptöku nýja póstnúmersins er áréttað að mörk fyrir póstnúmer 105 og 107 haldast óbreytt. Breytingarnar, sem eru útlistaðar betur hér að neðan, taka gildi um næstu mánaðamót. Haft er eftir Herði Jónssyni, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Póstsins, í útskýringu Íslandspóst að talið hafi verið mikilvægt að bregðast við fyrrnefndri beiðni borgarinnar. „Einhverrar óánægju hefur gætt meðal íbúa á þessu svæði vegna breytingarinnar en ég vil taka það fram að breytingar á póstnúmerum hafa almennt ekki áhrif á viðskiptavini þegar kemur að dreifingu pakka og bréfa,“ áréttar Hörður.Óttast áhrif á íbúðaverð Ætla má að hann vísi m.a. til óánægju íbúa í Skerjafirði, sem hafa sett sig upp á móti upptöku póstnúmersins 102. Þeirra á meðal er borgarfulltrúinn Marta Guðjónsdóttir og íbúasamtök Skerjafjarðar, Prýðisfélagið Skjöldur. Þannig fullyrti félagið að yfirgnæfandi fjöldi Skerfirðinga vildi halda póstnúmeri 101. Var vísað til þess að mikið væri undir fyrir íbúa að halda í póstnúmer 101 upp á húsnæðisverð. Þá væri breytingin algjörlega ótímabær þar sem flugvöllurinn væri ekki á förum í fyrirsjáanlegri framtíð. Sem fyrr segir verða jafnframt gerðar nokkrar breytingar á póstnúmerum á landsbyggðinni. Helsti tilgangur þeirra er sagður að „afmarka sveitarfélög með sérstökum póstnúmerum og einfalda þannig flokkun og dreifingu.“ Nánar má fræðast um landfræðileg mörk póstnúmera með því að smella hér, en að neðan má sjá breytingarnar sem eiga sér stað þann 1. október næstkomandi.VarVerðurPóstáritunSvæðiLýsing/svæði/Annað311342StykkishólmurEyja og MiklaholtshreppurVerður þjónustað frá Stykkishólmi710710SeyðisfjörðurSeyðisfjörðurMinniháttar lagfæring108105ReykjavíkReykjavíkMinniháttar lagfæring (Veðurstofa)108105ReykjavíkReykjavíkMinniháttar lagfæring105103ReykjavíkReykjavíkMinniháttar lagfæring105108ReykjavíkReykjavíkMinniháttar lagfæring110113ReykjavíkReykjavíkPNR 113 mun fylgja Suðurlandsvegi161110ReykjavíkReykjavíkDreifbýli fyrir ofan Norðlingarholt (Bugðu)203206KópavogurKópavogurDreifbýli sem tilheyrir Kópavogi (Hellisheiði)466465BíldudalurBíldudalurMinniháttar lagfæring101102ReykjavíkReykjavíkVatnsmýri og sá hluti póstnúmers 101 sem er sunnan Hringbrautar breytist í póstnúmerið 102801801SelfossSelfossÁrborg verði með 801 áfram801803SelfossSelfossFlóahreppur801804SelfossSelfossSkeiða og Gnúpverjahreppur801805SelfossSelfossGrímsnes og Grafningshreppur801806SelfossSelfossBláskógabyggð601601AkureyriAkureyriAkureyri fyrir ofan Naustahverfi601604AkureyriAkureyriHörgársveit601605AkureyriAkureyriEyjafjarðarsveit601606AkureyriAkureyriSvalbarðshreppur601607AkureyriAkureyriÞingeyjasveit (hluti)
Íslandspóstur Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir 102 Reykjavík orðið að veruleika Póstnúmerið 102 Reykjavík verður að veruleika í Vatnsmýri. Frá þessu greinir borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson en staðfesting þess efnis var lögð fyrir borgarráð í dag. 6. júní 2019 14:56 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
102 Reykjavík orðið að veruleika Póstnúmerið 102 Reykjavík verður að veruleika í Vatnsmýri. Frá þessu greinir borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson en staðfesting þess efnis var lögð fyrir borgarráð í dag. 6. júní 2019 14:56