Sneypuför Bandaríkjamanna til Kína Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. september 2019 08:00 Bandaríkjamennirnir ganga hér niðurlútir af velli eftir tapið gegn Frakklandi í vikunni. Nordicphotos/GEtty Stjörnum prýtt C-lið bandaríska landsliðsins í körfubolta fer heim með skottið á milli lappanna frá HM í körfubolta sem klárast um helgina. Bandaríska liðið á einn leik eftir gegn Póllandi á morgun sem er um sjöunda sætið á mótinu. Það verður, sama hver úrslitin verða, versti árangur bandaríska liðsins á stórmóti frá upphafi. Fyrr í vikunni tapaði bandaríska liðið fyrsta leik sínum á stórmóti í þrettán ár eftir 58 sigurleiki í röð sem gerði út um vonir liðsins um að fara með verðlaunapening heim. Því fylgdi tap gegn Serbíu í gær sem tryggði bandaríska liðinu leik upp á sjöunda sætið en flestir áttu von á því að Serbar myndu mæta Bandaríkjamönnum í úrslitaleiknum. Ljóst er að þjálfarateymi Bandaríkjanna var enginn greiði gerður þegar stærstu stjörnur NBA-deildarinnar ákváðu ekki að gefa kost á sér á fyrsta móti liðsins undir stjórn þjálfarans goðsagnakennda Gregg Popovich. Mótið fer fram stuttu fyrir upphaf NBA-deildarinnar og eru flestar af stjörnum deildarinnar hrifnari af því að sækjast eftir gulli á Ólympíuleikunum næsta sumar. Erfitt er að sjá að aðrar þjóðir hefðu ráðið við bandaríska liðið ef James Harden, Anthony Davis, Steph Curry og Damian Lillard hefðu verið með liðinu en það er engin afsökun fyrir þjálfarateymið. Það er ekki hægt að segja annað en að viðvörunarbjöllur hafi farið að hringja í aðdraganda mótsins þegar bandaríska liðið tapaði æfingaleik gegn Ástralíu. Það fylgdi liðinu inn í riðlakeppnina þar sem bandaríska liðið hefur oft verið meira sannfærandi þrátt fyrir að hafa unnið alla leiki sína. Þegar komið var í útsláttarkeppnina virtist vanta alla ákefð í bandaríska liðið sem féll verðskuldað úr leik gegn Frakklandi. Þeir áttu engin svör gegn Rudy Gobert, varnarmanni ársins í NBA-deildinni sem tuskaði Bandaríkjamenn til. Þá voru frönsku leikmennirnir sem teljast aukaleikarar úr NBA-deildinni að skila góðu framlagi. Líklegt er að Bandaríkin mæti með svo gott sem fullskipað lið næsta sumar á Ólympíuleikana í Tókýó og kveði niður gagnrýnisraddir en líklegt er að minnst verður liðsins sem fór á HM í sumar með vott af vonbrigðum. Bandaríkin hafa verið í sérflokki undanfarin ár og er krafa gerð um gullið á hverju móti. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Sjá meira
Stjörnum prýtt C-lið bandaríska landsliðsins í körfubolta fer heim með skottið á milli lappanna frá HM í körfubolta sem klárast um helgina. Bandaríska liðið á einn leik eftir gegn Póllandi á morgun sem er um sjöunda sætið á mótinu. Það verður, sama hver úrslitin verða, versti árangur bandaríska liðsins á stórmóti frá upphafi. Fyrr í vikunni tapaði bandaríska liðið fyrsta leik sínum á stórmóti í þrettán ár eftir 58 sigurleiki í röð sem gerði út um vonir liðsins um að fara með verðlaunapening heim. Því fylgdi tap gegn Serbíu í gær sem tryggði bandaríska liðinu leik upp á sjöunda sætið en flestir áttu von á því að Serbar myndu mæta Bandaríkjamönnum í úrslitaleiknum. Ljóst er að þjálfarateymi Bandaríkjanna var enginn greiði gerður þegar stærstu stjörnur NBA-deildarinnar ákváðu ekki að gefa kost á sér á fyrsta móti liðsins undir stjórn þjálfarans goðsagnakennda Gregg Popovich. Mótið fer fram stuttu fyrir upphaf NBA-deildarinnar og eru flestar af stjörnum deildarinnar hrifnari af því að sækjast eftir gulli á Ólympíuleikunum næsta sumar. Erfitt er að sjá að aðrar þjóðir hefðu ráðið við bandaríska liðið ef James Harden, Anthony Davis, Steph Curry og Damian Lillard hefðu verið með liðinu en það er engin afsökun fyrir þjálfarateymið. Það er ekki hægt að segja annað en að viðvörunarbjöllur hafi farið að hringja í aðdraganda mótsins þegar bandaríska liðið tapaði æfingaleik gegn Ástralíu. Það fylgdi liðinu inn í riðlakeppnina þar sem bandaríska liðið hefur oft verið meira sannfærandi þrátt fyrir að hafa unnið alla leiki sína. Þegar komið var í útsláttarkeppnina virtist vanta alla ákefð í bandaríska liðið sem féll verðskuldað úr leik gegn Frakklandi. Þeir áttu engin svör gegn Rudy Gobert, varnarmanni ársins í NBA-deildinni sem tuskaði Bandaríkjamenn til. Þá voru frönsku leikmennirnir sem teljast aukaleikarar úr NBA-deildinni að skila góðu framlagi. Líklegt er að Bandaríkin mæti með svo gott sem fullskipað lið næsta sumar á Ólympíuleikana í Tókýó og kveði niður gagnrýnisraddir en líklegt er að minnst verður liðsins sem fór á HM í sumar með vott af vonbrigðum. Bandaríkin hafa verið í sérflokki undanfarin ár og er krafa gerð um gullið á hverju móti.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Sjá meira