Rússar segja njósnara fyllibyttu án aðgangs að leyndarmálum Samúel Karl Ólason skrifar 11. september 2019 22:45 Vladimir Pútín, forseti Rússlands. AP/Sputnik Yfirvöld og fjölmiðlar í Rússlandi hafa í kjölfar þess að opinbert var að Bandaríkin hefðu komið rússneskum njósnara til Bandaríkjanna, unnið hörðum hönum að því að grafa undan manninum. Í stað þess að vera sá mikilvægi njósnari sem Bandaríkjamenn segja hann vera, segja Rússar hann vera fyllibyttu sem hafi engan aðgang haft að ríkisleyndarmálum né Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að CIA hafi forðað mikilvægum njósnara frá Rússlandi árið 2017. Sá hafi verið háttsettur embættismaður með aðgang að Pútín forseta og hafi upplýst um herferð rússneska forsetans til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Rússneskir fjölmiðlar nafngreindu manninn og sögðu hann heita Oleg Smolenkov. Rússar sögðu hann hafa verið rekinn og að fregnir um að hann hefði verið hátt settur njósnari væru skáldskapur.Sjá einnig: Rússar gefa lítið fyrir fréttir um njósnara í KremlBandaríkjamenn hafa, samkvæmt New York Times, aldrei haldið því fram að Smolenkov hafi verið í innsta hring Pútín. Ef hann er njósnarinn sem um ræðir, var hann þó í góðri stöðu sem aðstoðarmaður háttsetts embættismanns í nánum tengslum við forsetann rússneska. Smolenkov starfaði sem aðstoðarmaður Yuri Ushakov, fyrrverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, og ráðgjafa Pútín varðandi utanríkismál.Í rússneskum fjölmiðlum hefur komið fram að Smolenkov hafi farið í frí með konu sinni og þremur börnum til Svartfjallalands í júní árið 2017 og horfið. Maður með sama nafni hafi keypt hús í Virginíuríki í Bandaríkjunum skömmu síðar ásamt konu sem heitir sama nafni og kona Smolenkov. Eftir að þau hurfu frá Svartfjallalandi var morðrannsókn opnuð í Rússlandi en henni var hætt þegar engin lík fundust. Hvort sem staða hans var eins mikilvæg og haldið hefur verið fram eða lítilvæg eins og Rússar halda fram, er þrátt fyrir allt mjög mikilvægt. Njósnarinn er nefnilega sagður hafa átt stóran þátt í því að leyniþjónustur Bandaríkjanna komust að þeirri niðurstöðu að Pútín hefði persónulega fyrirskipað „upplýsingahernað“ Rússa í aðdraganda forsetakosninganna 2016 og að hann hafi viljað að Trump yrði forseti.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgBandaríkjamönnum þótti njósnarinn þó það mikilvægur að upplýsingar frá honum voru ekki settar í daglegar kynningar Barack Obama, þáverandi forseta. Þess í stað voru þær sendar sérstaklega til hans í þar til gerðu umslagi svo hægt væri að takmarka aðgang annarra en forsetans að þeim. Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir CIA kom mikilvægum njósnara undan eftir fund Trump með Rússum Njósnarinn var sá hæst setti sem Bandaríkin höfðu í Kreml og veitti mikilvægar upplýsingar um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016. 10. september 2019 13:07 Rússar gefa lítið fyrir fréttir um njósnara í Kreml Kremlverjar fullyrða að meintur njósnari Bandaríkjanna hafi hvorki verið hátt settur né haft aðgang að Pútín forseta, þvert á það sem bandrískir fjölmiðlar hafa sagt. 10. september 2019 16:55 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Yfirvöld og fjölmiðlar í Rússlandi hafa í kjölfar þess að opinbert var að Bandaríkin hefðu komið rússneskum njósnara til Bandaríkjanna, unnið hörðum hönum að því að grafa undan manninum. Í stað þess að vera sá mikilvægi njósnari sem Bandaríkjamenn segja hann vera, segja Rússar hann vera fyllibyttu sem hafi engan aðgang haft að ríkisleyndarmálum né Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að CIA hafi forðað mikilvægum njósnara frá Rússlandi árið 2017. Sá hafi verið háttsettur embættismaður með aðgang að Pútín forseta og hafi upplýst um herferð rússneska forsetans til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Rússneskir fjölmiðlar nafngreindu manninn og sögðu hann heita Oleg Smolenkov. Rússar sögðu hann hafa verið rekinn og að fregnir um að hann hefði verið hátt settur njósnari væru skáldskapur.Sjá einnig: Rússar gefa lítið fyrir fréttir um njósnara í KremlBandaríkjamenn hafa, samkvæmt New York Times, aldrei haldið því fram að Smolenkov hafi verið í innsta hring Pútín. Ef hann er njósnarinn sem um ræðir, var hann þó í góðri stöðu sem aðstoðarmaður háttsetts embættismanns í nánum tengslum við forsetann rússneska. Smolenkov starfaði sem aðstoðarmaður Yuri Ushakov, fyrrverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, og ráðgjafa Pútín varðandi utanríkismál.Í rússneskum fjölmiðlum hefur komið fram að Smolenkov hafi farið í frí með konu sinni og þremur börnum til Svartfjallalands í júní árið 2017 og horfið. Maður með sama nafni hafi keypt hús í Virginíuríki í Bandaríkjunum skömmu síðar ásamt konu sem heitir sama nafni og kona Smolenkov. Eftir að þau hurfu frá Svartfjallalandi var morðrannsókn opnuð í Rússlandi en henni var hætt þegar engin lík fundust. Hvort sem staða hans var eins mikilvæg og haldið hefur verið fram eða lítilvæg eins og Rússar halda fram, er þrátt fyrir allt mjög mikilvægt. Njósnarinn er nefnilega sagður hafa átt stóran þátt í því að leyniþjónustur Bandaríkjanna komust að þeirri niðurstöðu að Pútín hefði persónulega fyrirskipað „upplýsingahernað“ Rússa í aðdraganda forsetakosninganna 2016 og að hann hafi viljað að Trump yrði forseti.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgBandaríkjamönnum þótti njósnarinn þó það mikilvægur að upplýsingar frá honum voru ekki settar í daglegar kynningar Barack Obama, þáverandi forseta. Þess í stað voru þær sendar sérstaklega til hans í þar til gerðu umslagi svo hægt væri að takmarka aðgang annarra en forsetans að þeim.
Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir CIA kom mikilvægum njósnara undan eftir fund Trump með Rússum Njósnarinn var sá hæst setti sem Bandaríkin höfðu í Kreml og veitti mikilvægar upplýsingar um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016. 10. september 2019 13:07 Rússar gefa lítið fyrir fréttir um njósnara í Kreml Kremlverjar fullyrða að meintur njósnari Bandaríkjanna hafi hvorki verið hátt settur né haft aðgang að Pútín forseta, þvert á það sem bandrískir fjölmiðlar hafa sagt. 10. september 2019 16:55 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
CIA kom mikilvægum njósnara undan eftir fund Trump með Rússum Njósnarinn var sá hæst setti sem Bandaríkin höfðu í Kreml og veitti mikilvægar upplýsingar um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016. 10. september 2019 13:07
Rússar gefa lítið fyrir fréttir um njósnara í Kreml Kremlverjar fullyrða að meintur njósnari Bandaríkjanna hafi hvorki verið hátt settur né haft aðgang að Pútín forseta, þvert á það sem bandrískir fjölmiðlar hafa sagt. 10. september 2019 16:55