Segist hafa fyrirgefið Íslandi „dauða“ og „einskis nýta“ tillögu Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. september 2019 14:31 Teodoro Locsin Jr., utanríkisráðherra Filippseyja. Vísir/Getty Teodoro Locsin Jr. utanríkisráðherra Filippseyja kveðst hafa fyrirgefið Íslendingum að hafa lagt fram tillögu í Mannréttindaráði sameinuðu þjóðanna, sem gerir ráðinu kleift að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta. Embættismenn í Filippseyjum, Locsin þar á meðal, hafa gagnrýnt Ísland og Íslendinga harðlega eftir að tillagan var samþykkt í sumar. „Þetta er einskis nýt tillaga [e. It‘s a nothing resolution] vegna þess að þegar allt kemur til alls misheppnaðist hún. Meirihlutinn sat hjá eða sagði nei. Þannig að þetta er dauð tillaga,“ sagði Locsin í viðtali við filippeysku fréttastofuna ABS-CBN í morgun. Spyrillinn spurði Locsin í framhaldinu hvernig hann gæti haldið því fram að tillagan, sem var samþykkt, hefði misheppnast. „Ég get sagt það vegna þess að þeir sem kusu já og studdu hana [tillöguna] sögðu mér: „Guð, þið [fulltrúar Filippseyja] komuð af stað frábærri gagnsókn í Genf og við töpuðum.“ Þau töpuðu,“ svaraði Locsin að bragði.Sjá einnig: Duterte blótar Íslendingum í sand og ösku og vonar að þjóðin frjósi í hel Tillaga Íslands var samþykkt í Mannréttindaráðinu í júlí. Atkvæðagreiðslunni lyktaði þannig að 18 studdu ályktunina, 15 sátu hjá og 14 voru á móti. Þó að meirihluti ráðsins hafi vissulega setið hjá eða sagt nei við afgreiðslu tillögunnar, líkt og Locsin heldur fram, breytir það því ekki að tillagan hlaut brautargengi.Viðtal ABS-CBN við Locsin má sjá í spilaranum hér að neðan. Locsin var einnig inntur eftir útskýringum á tísti sem hann birti á Twitter-reikningi sínum 8. september síðastliðinn. Þar greindi hann frá því að hann hefði fyrirgefið Íslendingum, þó að tístið snúist að mestu um gríðarlega hrifningu hans á nýju skipi filippseysku strandgæslunnar. Liðsmenn gæslunnar hófu æfingar á skipinu í Frakklandi í vikunni. „Lengi lifi Frakkland!!!!! Tillaga Íslands er gleymd og grafin; hún var ekki neitt hvort sem er. Eins og ég segi alltaf, Frakkar gera það alltaf betur – í ástum og stríði og öllu þar á milli. Ég ætla að kyssa skipsskrokkinn á þessum báti,“ skrifaði Locsin. Vive l'France!!!!! The Iceland Resolution is forgiven; it was nothing anyway. As I always say, the French always do it better—love and war and anything in between. I'm gonna kiss the hull of that boat. https://t.co/uWRTdeyGFe— Teddy Locsin Jr. (@teddyboylocsin) September 9, 2019 Locsin ítrekaði afstöðu sína gagnvart skipinu í þætti ABS-CBN og gaf í skyn að öll gremja í garð Íslands vegna tillögunnar hafi gufað upp þegar hann bar hið „glæsilega“ fley augum. „Ætla þau að grafa upp öll líkin?“ Locsin setti sig hins vegar alfarið upp á móti því að hleypa fulltrúum Mannréttindaráðsins eða öðrum inn í Filippseyjar til að gera úttekt á ástandinu í landinu. „Nei, ég vil ekki að þau komi hingað og segi að allt sem þeim hefur ekki tekist að sanna sé satt vegna þess að þau sáu það. Hvernig? Ætla þau að grafa upp öll líkin?“ spurði Locsin. Þá sagði hann að ekki stæði til að Filippseyjar drægju sig úr Mannréttindaráði Sameinuði þjóðanna. Áður hafði hann ýjað að slíku vegna tillögu Íslendinga í Mannréttindaráðinu. Með samþykkt íslensku ályktunarinnar lýsti Mannréttindaráðið formlega yfir áhyggjum af ástandinu á Filippseyjum. Þá hvatti ráðið filippseysk stjórnvöld til að stöðva aftökur á fólki án dóms og laga, sem stjórnvöld hafa réttlætt á grundvelli svokallaðs stríðs gegn eiturlyfjum, og draga þá til ábyrgðar sem hafa staðið fyrir slíku. Embættismenn á Filippseyjum, einkum forsetinn Rodrigo Duterte og áðurnefndur Locsin, hafa brugðist ókvæða við samþykktinni og hefur reiðin einkum beinst að Íslandi. Þannig hefur Duterte sagst íhuga það af alvöru að slíta stjórnmálasambandi Filippseyja við Ísland. Í lok síðasta mánaðar gagnrýndi hann svo stefnu Íslands hvað varðar þungunarrof harkalega. Þá blótaði hann Íslendingum í sand og ösku, auk þess sem að hann sagðist vona að þjóðin frjósi í hel. Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Segir Íslendinga handbendi eiturlyfjabaróna Fari svo að tillaga, sem gerir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta, verði samþykkt munu allir sem að henni standa fá veglega bónusgreiðslu frá eiturlyfjahringjum. 10. júlí 2019 09:15 Duterte íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland Rodrigo Duterte, Filippseyjaforseti, segist nú íhuga það af alvöru að slíta stjórnmálasambandi Filippseyja við Ísland. 16. júlí 2019 06:07 Ýjar að því að Filippseyingar ættu að draga sig úr Mannréttindaráðinu vegna Íslands Teodoro Locsin utanríkisráðherra Filippseyja segir að stjórnvöld þar muni ekki leyfa Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka stríðið gegn fíkniefnum. 14. júlí 2019 13:00 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Teodoro Locsin Jr. utanríkisráðherra Filippseyja kveðst hafa fyrirgefið Íslendingum að hafa lagt fram tillögu í Mannréttindaráði sameinuðu þjóðanna, sem gerir ráðinu kleift að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta. Embættismenn í Filippseyjum, Locsin þar á meðal, hafa gagnrýnt Ísland og Íslendinga harðlega eftir að tillagan var samþykkt í sumar. „Þetta er einskis nýt tillaga [e. It‘s a nothing resolution] vegna þess að þegar allt kemur til alls misheppnaðist hún. Meirihlutinn sat hjá eða sagði nei. Þannig að þetta er dauð tillaga,“ sagði Locsin í viðtali við filippeysku fréttastofuna ABS-CBN í morgun. Spyrillinn spurði Locsin í framhaldinu hvernig hann gæti haldið því fram að tillagan, sem var samþykkt, hefði misheppnast. „Ég get sagt það vegna þess að þeir sem kusu já og studdu hana [tillöguna] sögðu mér: „Guð, þið [fulltrúar Filippseyja] komuð af stað frábærri gagnsókn í Genf og við töpuðum.“ Þau töpuðu,“ svaraði Locsin að bragði.Sjá einnig: Duterte blótar Íslendingum í sand og ösku og vonar að þjóðin frjósi í hel Tillaga Íslands var samþykkt í Mannréttindaráðinu í júlí. Atkvæðagreiðslunni lyktaði þannig að 18 studdu ályktunina, 15 sátu hjá og 14 voru á móti. Þó að meirihluti ráðsins hafi vissulega setið hjá eða sagt nei við afgreiðslu tillögunnar, líkt og Locsin heldur fram, breytir það því ekki að tillagan hlaut brautargengi.Viðtal ABS-CBN við Locsin má sjá í spilaranum hér að neðan. Locsin var einnig inntur eftir útskýringum á tísti sem hann birti á Twitter-reikningi sínum 8. september síðastliðinn. Þar greindi hann frá því að hann hefði fyrirgefið Íslendingum, þó að tístið snúist að mestu um gríðarlega hrifningu hans á nýju skipi filippseysku strandgæslunnar. Liðsmenn gæslunnar hófu æfingar á skipinu í Frakklandi í vikunni. „Lengi lifi Frakkland!!!!! Tillaga Íslands er gleymd og grafin; hún var ekki neitt hvort sem er. Eins og ég segi alltaf, Frakkar gera það alltaf betur – í ástum og stríði og öllu þar á milli. Ég ætla að kyssa skipsskrokkinn á þessum báti,“ skrifaði Locsin. Vive l'France!!!!! The Iceland Resolution is forgiven; it was nothing anyway. As I always say, the French always do it better—love and war and anything in between. I'm gonna kiss the hull of that boat. https://t.co/uWRTdeyGFe— Teddy Locsin Jr. (@teddyboylocsin) September 9, 2019 Locsin ítrekaði afstöðu sína gagnvart skipinu í þætti ABS-CBN og gaf í skyn að öll gremja í garð Íslands vegna tillögunnar hafi gufað upp þegar hann bar hið „glæsilega“ fley augum. „Ætla þau að grafa upp öll líkin?“ Locsin setti sig hins vegar alfarið upp á móti því að hleypa fulltrúum Mannréttindaráðsins eða öðrum inn í Filippseyjar til að gera úttekt á ástandinu í landinu. „Nei, ég vil ekki að þau komi hingað og segi að allt sem þeim hefur ekki tekist að sanna sé satt vegna þess að þau sáu það. Hvernig? Ætla þau að grafa upp öll líkin?“ spurði Locsin. Þá sagði hann að ekki stæði til að Filippseyjar drægju sig úr Mannréttindaráði Sameinuði þjóðanna. Áður hafði hann ýjað að slíku vegna tillögu Íslendinga í Mannréttindaráðinu. Með samþykkt íslensku ályktunarinnar lýsti Mannréttindaráðið formlega yfir áhyggjum af ástandinu á Filippseyjum. Þá hvatti ráðið filippseysk stjórnvöld til að stöðva aftökur á fólki án dóms og laga, sem stjórnvöld hafa réttlætt á grundvelli svokallaðs stríðs gegn eiturlyfjum, og draga þá til ábyrgðar sem hafa staðið fyrir slíku. Embættismenn á Filippseyjum, einkum forsetinn Rodrigo Duterte og áðurnefndur Locsin, hafa brugðist ókvæða við samþykktinni og hefur reiðin einkum beinst að Íslandi. Þannig hefur Duterte sagst íhuga það af alvöru að slíta stjórnmálasambandi Filippseyja við Ísland. Í lok síðasta mánaðar gagnrýndi hann svo stefnu Íslands hvað varðar þungunarrof harkalega. Þá blótaði hann Íslendingum í sand og ösku, auk þess sem að hann sagðist vona að þjóðin frjósi í hel.
Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Segir Íslendinga handbendi eiturlyfjabaróna Fari svo að tillaga, sem gerir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta, verði samþykkt munu allir sem að henni standa fá veglega bónusgreiðslu frá eiturlyfjahringjum. 10. júlí 2019 09:15 Duterte íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland Rodrigo Duterte, Filippseyjaforseti, segist nú íhuga það af alvöru að slíta stjórnmálasambandi Filippseyja við Ísland. 16. júlí 2019 06:07 Ýjar að því að Filippseyingar ættu að draga sig úr Mannréttindaráðinu vegna Íslands Teodoro Locsin utanríkisráðherra Filippseyja segir að stjórnvöld þar muni ekki leyfa Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka stríðið gegn fíkniefnum. 14. júlí 2019 13:00 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Segir Íslendinga handbendi eiturlyfjabaróna Fari svo að tillaga, sem gerir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta, verði samþykkt munu allir sem að henni standa fá veglega bónusgreiðslu frá eiturlyfjahringjum. 10. júlí 2019 09:15
Duterte íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland Rodrigo Duterte, Filippseyjaforseti, segist nú íhuga það af alvöru að slíta stjórnmálasambandi Filippseyja við Ísland. 16. júlí 2019 06:07
Ýjar að því að Filippseyingar ættu að draga sig úr Mannréttindaráðinu vegna Íslands Teodoro Locsin utanríkisráðherra Filippseyja segir að stjórnvöld þar muni ekki leyfa Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka stríðið gegn fíkniefnum. 14. júlí 2019 13:00