Eltist við sjaldgæfa fugla Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. september 2019 08:45 Sigurjón var að eltast við bláþyril í skógarrjóðri þegar þessi mynd var tekin. Sigurjón Einarsson er í fuglaleiðsögn með ferðamenn þegar ég trufla hann með símhringingu. „Við erum á leið í Grímsnesið og ætlum að finna þar glókoll!“ segir hann brattur. Þar sem glókollur er minnsti fugl í Evrópu vaknar sú spurning hvort það sé ekki eins og að leita að nál í heystakki. „Jú,“ viðurkennir hann. „Auðvitað er aldrei hægt að ganga að neinu vísu þegar kemur að fuglum.“ Í fyrirlestri í Safnahúsi Borgarfjarðar annað kvöld, fimmtudag klukkan 19.30, ætlar Sigurjón að fjalla um helstu fuglategundir sem auðvelt er að nálgast í Borgarfirðinum og sýna myndir af þeim. Þar koma vaðfuglar sterkir inn og lómurinn á stóran sess í huga Sigurjóns. „Hann kemur á tjarnirnar á vorin, verpir á bökkunum, er með ungana á vatninu og á sjónum við suðvesturhornið á veturna, eins og og himbriminn,“ lýsir hann. Endurnar hafa það líka gott í Borgarfirðinum, eins og örnefnið Andakíll ber vott um. „Nýbúinn í fuglafánunni er brandönd, hún hefur verpt hér frá 1999, sem farfugl fyrst og nú hafa um 100 fuglar vetursetu, aðallega í Grunnafirði, einu mikilvægasta fuglasvæði á Vesturlandi,“ fræðir Sigurjón mig um. Hann segir áhugann á fuglum hafa vaknað snemma. „Afi og amma bjuggu í Skáleyjum í Breiðafirði og ég var mikið hjá þeim og síðar í Flatey,“ útskýrir hann. Sigurjón er áhugaljósmyndari líka og nokkrar myndir eftir hann prýða grunnsýninguna Ævintýri fuglanna í Safnahúsinu. „Í gær vorum við að mynda ormskríkju á Reykjanesi, fugl sem var að sjást í annað sinn á Íslandi. Ég er í grúppu fólks sem eltist við tegundir sem sjást hér sjaldan. Við söfnum tegundum. Það eru 75 sem verpa á Íslandi að staðaldri en sá sem hefur séð flestar hefur séð 330 tegundir. Það er Björn Arnarson í Hornafirði. Ég er bara hálfdrættingur, rétt kominn í 230.“ Eftir erindi Sigurjóns í Safnahúsinu verður spjall og heitt á könnunni. Aðgangur er ókeypis en söfnunarbaukur á staðnum fyrir þá sem vilja leggja starfseminni lið. Birtist í Fréttablaðinu Borgarbyggð Dýr Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Sigurjón Einarsson er í fuglaleiðsögn með ferðamenn þegar ég trufla hann með símhringingu. „Við erum á leið í Grímsnesið og ætlum að finna þar glókoll!“ segir hann brattur. Þar sem glókollur er minnsti fugl í Evrópu vaknar sú spurning hvort það sé ekki eins og að leita að nál í heystakki. „Jú,“ viðurkennir hann. „Auðvitað er aldrei hægt að ganga að neinu vísu þegar kemur að fuglum.“ Í fyrirlestri í Safnahúsi Borgarfjarðar annað kvöld, fimmtudag klukkan 19.30, ætlar Sigurjón að fjalla um helstu fuglategundir sem auðvelt er að nálgast í Borgarfirðinum og sýna myndir af þeim. Þar koma vaðfuglar sterkir inn og lómurinn á stóran sess í huga Sigurjóns. „Hann kemur á tjarnirnar á vorin, verpir á bökkunum, er með ungana á vatninu og á sjónum við suðvesturhornið á veturna, eins og og himbriminn,“ lýsir hann. Endurnar hafa það líka gott í Borgarfirðinum, eins og örnefnið Andakíll ber vott um. „Nýbúinn í fuglafánunni er brandönd, hún hefur verpt hér frá 1999, sem farfugl fyrst og nú hafa um 100 fuglar vetursetu, aðallega í Grunnafirði, einu mikilvægasta fuglasvæði á Vesturlandi,“ fræðir Sigurjón mig um. Hann segir áhugann á fuglum hafa vaknað snemma. „Afi og amma bjuggu í Skáleyjum í Breiðafirði og ég var mikið hjá þeim og síðar í Flatey,“ útskýrir hann. Sigurjón er áhugaljósmyndari líka og nokkrar myndir eftir hann prýða grunnsýninguna Ævintýri fuglanna í Safnahúsinu. „Í gær vorum við að mynda ormskríkju á Reykjanesi, fugl sem var að sjást í annað sinn á Íslandi. Ég er í grúppu fólks sem eltist við tegundir sem sjást hér sjaldan. Við söfnum tegundum. Það eru 75 sem verpa á Íslandi að staðaldri en sá sem hefur séð flestar hefur séð 330 tegundir. Það er Björn Arnarson í Hornafirði. Ég er bara hálfdrættingur, rétt kominn í 230.“ Eftir erindi Sigurjóns í Safnahúsinu verður spjall og heitt á könnunni. Aðgangur er ókeypis en söfnunarbaukur á staðnum fyrir þá sem vilja leggja starfseminni lið.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarbyggð Dýr Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið