Ræddum aldrei að draga liðið úr leik Kristinn Páll Teitsson skrifar 11. september 2019 10:30 Þórsarar fagna hér deildarmeistaratitlinum með stuðningsmönnum sínum síðasta vor þegar sætið í efstu deild var tryggt. Mynd/Páll Jóhannesson „Þessi orðrómur var kominn svolítið þangað. Það kom aldrei til greina hjá stjórn körfuknattleiksdeildar að draga liðið úr keppni í vetur enda eru menn orðnir spenntir fyrir vetrinum,“ segir Hjálmar Pálsson, stjórnarmeðlimur körfuknattleiksdeildar Þórs, aðspurður hvort umræðan um að félagið myndi draga lið sitt úr keppni fyrir komandi tímabil í Domino’s-deild karla hafi verið stormur í vatnsglasi. Á sunnudagskvöld fór fram samstöðufundur á Akureyri þar sem framtíð körfuboltaliðsins var tryggð og verða nýliðarnir því með í efstu deild eftir að hafa unnið 1. deildina í fyrra. Þór komst upp í efstu deild á nýjan leik eftir eitt ár í 1. deildinni síðasta vor og teflir fram liði í efstu deild í þriðja sinn á síðustu tíu árum. Liðið komst síðast í úrslitakeppnina árið 2008 og hefur aldrei farið lengra en í fyrstu umferð úrslitakeppninnar frá því að hún var tekin upp. Spurður út í aðdraganda samstöðufundarins segir Hjálmar að mannekla í stjórn körfuknattleiksdeildar félagsins og skuldastaða hafi leitt til þess að aðalstjórn hafi skoðað möguleikann en málið hafi ekki farið lengra en það. „Aðalstjórn félagsins Þórs hafði smá áhyggjur af skuldbindingum og óskaði eftir fundi með okkur. Þau gáfu til kynna að þau væru að skoða þennan möguleika enda áhyggjufull yfir því að það yrði erfitt að standa við skuldbindingarnar sem fylgja liðinu nema okkur tækist að laga stöðuna. Það voru bara 1-2 sem voru virkir í stjórninni og fyrir vikið yrði erfitt að fjármagna allt saman en það kom aldrei til greina af okkar hálfu að draga liðið úr keppni,“ segir Hjálmar aðspurður út í þessar umræður. „Við óskuðum eftir hjálp og fengum hana á þessum samstöðufundi sem var haldinn. Það eru núna komin níu í stjórnina, fólk héðan og þaðan og við förum bjartsýn inn í veturinn skipuð úrvalsfólki.“ Fyrr í sumar var það tilkynnt að Þór myndi ekki tefla fram liði í 1. deild kvenna í ár vegna manneklu. Félagið hefði horft á eftir mörgum lykilleikmönnum og var því ákveðið að senda ekki til leiks lið í meistaraflokki í vetur og einblínt á að tefla fram liði í stúlknaflokki. Er það leið sem mörg lið hafa farið undanfarin ár til að hlúa betur að ungum leikmönnum liðanna. Spurður um þá ákvörðun að karlalið Þórs verði með fjóra erlenda leikmenn í ár segir Hjálmar reksturinn ódýrari í ár en í fyrra. „Þetta tímabil verður ódýrara en í fyrra. Við erum að reyna að gera þetta af viti en erum samt með ódýrara lið þrátt fyrir að vera með fjóra útlendinga. Það er enn þá erfitt að fá Íslendinga út á land, það er einhver landsbyggðarskattur alltaf í gangi og menn eru að taka minna í bænum í staðinn fyrir að koma hingað,“ segir Hjálmar, aðspurður út í ákvörðunina um að taka inn fjóra erlenda leikmenn. „Meðalaldurinn í hópnum fyrir utan þessa fjóra er um átján ár þannig að þeir færa okkur einnig mikla reynslu.“ Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Íslenski boltinn Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira
„Þessi orðrómur var kominn svolítið þangað. Það kom aldrei til greina hjá stjórn körfuknattleiksdeildar að draga liðið úr keppni í vetur enda eru menn orðnir spenntir fyrir vetrinum,“ segir Hjálmar Pálsson, stjórnarmeðlimur körfuknattleiksdeildar Þórs, aðspurður hvort umræðan um að félagið myndi draga lið sitt úr keppni fyrir komandi tímabil í Domino’s-deild karla hafi verið stormur í vatnsglasi. Á sunnudagskvöld fór fram samstöðufundur á Akureyri þar sem framtíð körfuboltaliðsins var tryggð og verða nýliðarnir því með í efstu deild eftir að hafa unnið 1. deildina í fyrra. Þór komst upp í efstu deild á nýjan leik eftir eitt ár í 1. deildinni síðasta vor og teflir fram liði í efstu deild í þriðja sinn á síðustu tíu árum. Liðið komst síðast í úrslitakeppnina árið 2008 og hefur aldrei farið lengra en í fyrstu umferð úrslitakeppninnar frá því að hún var tekin upp. Spurður út í aðdraganda samstöðufundarins segir Hjálmar að mannekla í stjórn körfuknattleiksdeildar félagsins og skuldastaða hafi leitt til þess að aðalstjórn hafi skoðað möguleikann en málið hafi ekki farið lengra en það. „Aðalstjórn félagsins Þórs hafði smá áhyggjur af skuldbindingum og óskaði eftir fundi með okkur. Þau gáfu til kynna að þau væru að skoða þennan möguleika enda áhyggjufull yfir því að það yrði erfitt að standa við skuldbindingarnar sem fylgja liðinu nema okkur tækist að laga stöðuna. Það voru bara 1-2 sem voru virkir í stjórninni og fyrir vikið yrði erfitt að fjármagna allt saman en það kom aldrei til greina af okkar hálfu að draga liðið úr keppni,“ segir Hjálmar aðspurður út í þessar umræður. „Við óskuðum eftir hjálp og fengum hana á þessum samstöðufundi sem var haldinn. Það eru núna komin níu í stjórnina, fólk héðan og þaðan og við förum bjartsýn inn í veturinn skipuð úrvalsfólki.“ Fyrr í sumar var það tilkynnt að Þór myndi ekki tefla fram liði í 1. deild kvenna í ár vegna manneklu. Félagið hefði horft á eftir mörgum lykilleikmönnum og var því ákveðið að senda ekki til leiks lið í meistaraflokki í vetur og einblínt á að tefla fram liði í stúlknaflokki. Er það leið sem mörg lið hafa farið undanfarin ár til að hlúa betur að ungum leikmönnum liðanna. Spurður um þá ákvörðun að karlalið Þórs verði með fjóra erlenda leikmenn í ár segir Hjálmar reksturinn ódýrari í ár en í fyrra. „Þetta tímabil verður ódýrara en í fyrra. Við erum að reyna að gera þetta af viti en erum samt með ódýrara lið þrátt fyrir að vera með fjóra útlendinga. Það er enn þá erfitt að fá Íslendinga út á land, það er einhver landsbyggðarskattur alltaf í gangi og menn eru að taka minna í bænum í staðinn fyrir að koma hingað,“ segir Hjálmar, aðspurður út í ákvörðunina um að taka inn fjóra erlenda leikmenn. „Meðalaldurinn í hópnum fyrir utan þessa fjóra er um átján ár þannig að þeir færa okkur einnig mikla reynslu.“
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Íslenski boltinn Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti