Ungur karlmaður liggur slasaður á gjörgæsludeild Landspítalans í Reykjavík eftir að bíll hans valt á Norðfjarðarvegi austan vð Norðfjarðargöng á áttunda tímanum í morgun. Austurfrétt greindi fyrst frá slysinu í morgun.
Þórhalllur Árnason, varðstjóri hjá lögreglunni á Austurlandi, segir í samtali við Vísi að bíllinn, jepplingur, hafi farið margar veltur. Aðstæður til aksturs hafi verið ágætar en vegurinn mögulega blautur.
Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum og er um tvítugt, virðist hafa misst stjórn á bílnum með fyrrnefndum afleiðingum. Hann var fluttur með sjúkraflugvél til Reykjavíkur eftir slysið.
