Breytingar í skugga en ekki vegna rekstrarvanda spítalans Sighvatur Arnmundsson skrifar 28. september 2019 07:15 Rekstrarhalli spítalans nam um 2,4 milljörðum á fyrrihluta 2019 og 1,4 milljörðum í fyrra. Fréttablaðið/Anton Brink Nýtt skipurit Landspítala var kynnt í gær. Forstjórinn segir skipulagið þurfa að endurspegla þjónustuna. Áfram verði unnið að ýmsum hagræðingaraðgerðum. „Skipurit og skipulag spítala þarf alltaf að endurspegla þá þjónustu sem verið er að veita. Þjónustan hefur breyst mikið á síðustu fimm til tíu árum og það er því eðlilegt að breyta skipuritinu,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, um nýtt skipurit spítalans sem kynnt var í gær. Skipulagsbreytingarnar munu taka gildi 1. október næstkomandi en þær voru staðfestar af heilbrigðisráðherra síðastliðinn mánudag. Með breytingunum verður starfsemi sjö klínískra sviða og rekstrarsviðs skipt milli þriggja sviða sem eru meðferðarsvið, aðgerðasvið og þjónustusvið. Þá verður fækkað í framkvæmdastjórn spítalans. Páll segir þessar breytingar vissulega gerðar í skugga en alls ekki vegna rekstrarvanda. Hagræðingaraðgerðir séu á dagskrá og strax muni til dæmis sjást áhrif með því að dregið verði úr launakostnaði yfirstjórnar. „Aðalmálið er samt að með því að endurskipuleggja og raða saman einingum sem eiga að vinna saman, þá náum við meira virði út úr þjónustunni. Það mun til lengri tíma skila rekstrarábata en auðvitað dugar þetta ekki eitt og sér. Við erum líka að fara í umtalsverðar hagræðingaraðgerðir af ýmsu tagi.“ Önnur ástæða breytinganna sé sú staðreynd að eftir fimm ár verði nýir meðferðar- og rannsóknarkjarnar teknir í notkun. „Húsnæði nýja spítalans er hannað í kringum besta mögulega verklag í klínískum fræðum, sem er ekki endilega á þann veg sem við vinnum núna. Við þurfum að hugsa hvernig við verðum í nýjum spítala og skipuleggja okkur í samræmi við það.“ Mikið álag á bráðamóttöku spítalans hefur verið til umfjöllunar að undanförnu og starfsfólk lýst áhyggjum sínum af ástandinu. Páll segir að með þeim breytingum sem verið sé að gera verði bráðaþjónusta sérkjarni undir sama sviði og framkvæmdastjóra og þær deildir sem taka við flestum sjúklingum af bráðadeild. Páll segir bráðamóttökuna frábæra einingu til að sinna sínum verkefnum. Vandinn sé sá að hún þurfi að sinna öðrum verkefnum sem sé að vera legudeild fyrir sjúklinga sem komast ekki inn á spítalann. „Þannig að allar breytingar sem bæta skilvirkni hjá okkur, hvar sem vera kann á spítalanum, munu þar með hafa áhrif á ástandið á bráðamóttökunni. En það þarf fleira til og raunar sértækar aðgerðir og við erum að skoða hvað hægt sé að gera í þeirri erfiðu stöðu sem uppi er á bráðamóttökunni í Fossvogi.“ Kjarasamningar stærstu heilbrigðisstéttanna eru lausir og miðar viðræðum hægt. Páll segir þessa biðstöðu áhyggjuefni. Tilraunaverkefni til að laða að hjúkrunarfræðinga sem fólst í bættum kjörum og starfsaðstæðum hafi virkað en því þurfi að hætta vegna þess að það sé ófjármagnað. „Þetta er að okkar mati mikilvægt innlegg í samningaviðræðurnar en er ekki eitthvað sem við getum áfram borið ábyrgð á. Við verðum að fá bætur fyrir þau laun sem við greiðum.“ Tvennt hafi einkum verið að sliga spítalann umfram annað, erfiðleikar við mönnun í hjúkrun og ónógar launabætur af hálfu ríkisins. „Þetta eru hvort tveggja hlutir sem eru utan okkar stjórnar en við erum líka að taka til í okkar ranni og reyna að hagræða og vera með aðhald í öllu sem ekki lýtur beint að þjónustu við sjúklinga.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Leggja niður stöður níu framkvæmdastjóra hjá Landspítalanum Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, greinir frá því að níu stöður framkvæmdastjóra verði lagðar niður sem hluti af skipuritsbreytingum á spítalanum. 27. september 2019 11:45 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Nýtt skipurit Landspítala var kynnt í gær. Forstjórinn segir skipulagið þurfa að endurspegla þjónustuna. Áfram verði unnið að ýmsum hagræðingaraðgerðum. „Skipurit og skipulag spítala þarf alltaf að endurspegla þá þjónustu sem verið er að veita. Þjónustan hefur breyst mikið á síðustu fimm til tíu árum og það er því eðlilegt að breyta skipuritinu,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, um nýtt skipurit spítalans sem kynnt var í gær. Skipulagsbreytingarnar munu taka gildi 1. október næstkomandi en þær voru staðfestar af heilbrigðisráðherra síðastliðinn mánudag. Með breytingunum verður starfsemi sjö klínískra sviða og rekstrarsviðs skipt milli þriggja sviða sem eru meðferðarsvið, aðgerðasvið og þjónustusvið. Þá verður fækkað í framkvæmdastjórn spítalans. Páll segir þessar breytingar vissulega gerðar í skugga en alls ekki vegna rekstrarvanda. Hagræðingaraðgerðir séu á dagskrá og strax muni til dæmis sjást áhrif með því að dregið verði úr launakostnaði yfirstjórnar. „Aðalmálið er samt að með því að endurskipuleggja og raða saman einingum sem eiga að vinna saman, þá náum við meira virði út úr þjónustunni. Það mun til lengri tíma skila rekstrarábata en auðvitað dugar þetta ekki eitt og sér. Við erum líka að fara í umtalsverðar hagræðingaraðgerðir af ýmsu tagi.“ Önnur ástæða breytinganna sé sú staðreynd að eftir fimm ár verði nýir meðferðar- og rannsóknarkjarnar teknir í notkun. „Húsnæði nýja spítalans er hannað í kringum besta mögulega verklag í klínískum fræðum, sem er ekki endilega á þann veg sem við vinnum núna. Við þurfum að hugsa hvernig við verðum í nýjum spítala og skipuleggja okkur í samræmi við það.“ Mikið álag á bráðamóttöku spítalans hefur verið til umfjöllunar að undanförnu og starfsfólk lýst áhyggjum sínum af ástandinu. Páll segir að með þeim breytingum sem verið sé að gera verði bráðaþjónusta sérkjarni undir sama sviði og framkvæmdastjóra og þær deildir sem taka við flestum sjúklingum af bráðadeild. Páll segir bráðamóttökuna frábæra einingu til að sinna sínum verkefnum. Vandinn sé sá að hún þurfi að sinna öðrum verkefnum sem sé að vera legudeild fyrir sjúklinga sem komast ekki inn á spítalann. „Þannig að allar breytingar sem bæta skilvirkni hjá okkur, hvar sem vera kann á spítalanum, munu þar með hafa áhrif á ástandið á bráðamóttökunni. En það þarf fleira til og raunar sértækar aðgerðir og við erum að skoða hvað hægt sé að gera í þeirri erfiðu stöðu sem uppi er á bráðamóttökunni í Fossvogi.“ Kjarasamningar stærstu heilbrigðisstéttanna eru lausir og miðar viðræðum hægt. Páll segir þessa biðstöðu áhyggjuefni. Tilraunaverkefni til að laða að hjúkrunarfræðinga sem fólst í bættum kjörum og starfsaðstæðum hafi virkað en því þurfi að hætta vegna þess að það sé ófjármagnað. „Þetta er að okkar mati mikilvægt innlegg í samningaviðræðurnar en er ekki eitthvað sem við getum áfram borið ábyrgð á. Við verðum að fá bætur fyrir þau laun sem við greiðum.“ Tvennt hafi einkum verið að sliga spítalann umfram annað, erfiðleikar við mönnun í hjúkrun og ónógar launabætur af hálfu ríkisins. „Þetta eru hvort tveggja hlutir sem eru utan okkar stjórnar en við erum líka að taka til í okkar ranni og reyna að hagræða og vera með aðhald í öllu sem ekki lýtur beint að þjónustu við sjúklinga.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Leggja niður stöður níu framkvæmdastjóra hjá Landspítalanum Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, greinir frá því að níu stöður framkvæmdastjóra verði lagðar niður sem hluti af skipuritsbreytingum á spítalanum. 27. september 2019 11:45 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Leggja niður stöður níu framkvæmdastjóra hjá Landspítalanum Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, greinir frá því að níu stöður framkvæmdastjóra verði lagðar niður sem hluti af skipuritsbreytingum á spítalanum. 27. september 2019 11:45