Markmiðið að minnka hlutdeild einkabílsins niður í 58 prósent Kristján Már Unnarsson skrifar 27. september 2019 20:57 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Ráðherrabústaðnum í gær. Bæjarstjórar Seltjarnarness, Garðabæjar og Hafnarfjarðar fyrir aftan að undirrita sáttmálann. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir lykilatriði nýs samgöngusáttmála að fleiri nýti almenningsvagna og hjóla- og göngustíga. Markmiðið sé að hlutdeild einkabílsins minnki um fjórðung, úr 77 prósentum af öllum förnum ferðum niður í 58 prósent. Rætt var við borgarstjóra í fréttum Stöðvar 2. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði við undirritun samgöngusáttmálans í Ráðherrabústaðnum í gær að fjölbreyttari ferðamátar og umhverfisvænna höfuðborgarsvæði væru grundvallarhugsunin. Sjá nánar hér: Kynningarmyndband samgöngusáttmálans „Þetta gefur færi á að byggja upp innviði þannig að við fáum hágæða, afkastamiklar almenningssamgöngur, borgarlínu, auk þess að fjármagna frábært stígakerfi þannig að þessir valkostir verða fjölbreyttari, - betri, og samgöngurnar í heild grænni,“ sagði Dagur B. Eggertsson.Ráðherrar og forystumenn sveitarfélaganna að lokinni undirritun samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins í Ráðherrabústaðnum í gær.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Borgarstjóri vonast til þess að með samgöngusáttmálanum takist að fjölga þeim sem nýti sér almenningssamgöngur og færri hlutfallslega taki einkabílinn. „Já, við höfum sett okkur það markmið að hlutdeild einkabílsins lækki í 58 prósent, af öllum förnum ferðum. Það er markmiðið sem við erum að setja okkur í okkar langtímaáætlunum. En það sem vantaði inn í þá mynd var klár fjármögnun á heildarplaninu. Og nú er það komið.“ -Hvert er hlutfallið núna? „Það er um 77 prósent.“ Hin 23 prósentin eru ekki bara þeir sem fara í strætó heldur einnig þeir sem hjóla eða ganga. „Greiningin sem liggur til grundvallar sýndi í raun fram á það að ef við ætlum að reyna að leysa samgöngumálin áfram bara með einkabílnum þá mundu tafir bara aukast og aukast. Vegna þess að það gengur einfaldlega ekki upp. Þannig að lykillinn að því að öll umferðin gangi betur, líka fyrir bílinn, er að fleiri sjái tækifærin í því að nota góðar almenningssamgöngur eða ganga eða hjóla. Í raun að auka bara fjölbreytni ferðamátanna. Það er lykillinn að betri umferð fyrir alla,“ sagði Dagur B. Eggertsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Borgarlína Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44 120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20 Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag Samkomulag sem felur í sér 120 milljarða króna vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu fimmtán árum, og þar með borgarlínu, var undirritað síðdegis. Engar útfærslur eru á því hvað þetta þýðir í auknar álögur á bíleigendur. 26. september 2019 21:05 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir lykilatriði nýs samgöngusáttmála að fleiri nýti almenningsvagna og hjóla- og göngustíga. Markmiðið sé að hlutdeild einkabílsins minnki um fjórðung, úr 77 prósentum af öllum förnum ferðum niður í 58 prósent. Rætt var við borgarstjóra í fréttum Stöðvar 2. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði við undirritun samgöngusáttmálans í Ráðherrabústaðnum í gær að fjölbreyttari ferðamátar og umhverfisvænna höfuðborgarsvæði væru grundvallarhugsunin. Sjá nánar hér: Kynningarmyndband samgöngusáttmálans „Þetta gefur færi á að byggja upp innviði þannig að við fáum hágæða, afkastamiklar almenningssamgöngur, borgarlínu, auk þess að fjármagna frábært stígakerfi þannig að þessir valkostir verða fjölbreyttari, - betri, og samgöngurnar í heild grænni,“ sagði Dagur B. Eggertsson.Ráðherrar og forystumenn sveitarfélaganna að lokinni undirritun samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins í Ráðherrabústaðnum í gær.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Borgarstjóri vonast til þess að með samgöngusáttmálanum takist að fjölga þeim sem nýti sér almenningssamgöngur og færri hlutfallslega taki einkabílinn. „Já, við höfum sett okkur það markmið að hlutdeild einkabílsins lækki í 58 prósent, af öllum förnum ferðum. Það er markmiðið sem við erum að setja okkur í okkar langtímaáætlunum. En það sem vantaði inn í þá mynd var klár fjármögnun á heildarplaninu. Og nú er það komið.“ -Hvert er hlutfallið núna? „Það er um 77 prósent.“ Hin 23 prósentin eru ekki bara þeir sem fara í strætó heldur einnig þeir sem hjóla eða ganga. „Greiningin sem liggur til grundvallar sýndi í raun fram á það að ef við ætlum að reyna að leysa samgöngumálin áfram bara með einkabílnum þá mundu tafir bara aukast og aukast. Vegna þess að það gengur einfaldlega ekki upp. Þannig að lykillinn að því að öll umferðin gangi betur, líka fyrir bílinn, er að fleiri sjái tækifærin í því að nota góðar almenningssamgöngur eða ganga eða hjóla. Í raun að auka bara fjölbreytni ferðamátanna. Það er lykillinn að betri umferð fyrir alla,“ sagði Dagur B. Eggertsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Borgarlína Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44 120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20 Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag Samkomulag sem felur í sér 120 milljarða króna vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu fimmtán árum, og þar með borgarlínu, var undirritað síðdegis. Engar útfærslur eru á því hvað þetta þýðir í auknar álögur á bíleigendur. 26. september 2019 21:05 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Sjá meira
Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44
120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20
Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag Samkomulag sem felur í sér 120 milljarða króna vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu fimmtán árum, og þar með borgarlínu, var undirritað síðdegis. Engar útfærslur eru á því hvað þetta þýðir í auknar álögur á bíleigendur. 26. september 2019 21:05