„Útfærslan skiptir öllu máli“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. september 2019 13:03 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að það sé jákvætt að ríkið komi betur til móts við höfuðborgarsvæðið í hinum svokallaða samgöngupakka sem var undirritaður í gær en hann gagnrýnir samráðsleysi og segir útfærsluna skipta öllu máli. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að það sé jákvætt að ríkið komi betur til móts við höfuðborgarsvæðið í hinum svokallaða samgöngupakka sem var undirritaður í gær en hann gagnrýnir samráðsleysi og segir útfærsluna skipta öllu máli. Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu síðdegis í gær sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. Af þeim 120 milljörðum sem áætlaðir eru í framkvæmdirnar mun ríkið leggja til 45 milljarða og sveitarfélög 15 milljarða. Þá er gert ráð fyrir að sérstök fjármögnun muni standa straum af 60 milljörðum króna. Sjá nánar: Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag Eyþór hefur áhyggjur af útfærslunni. „Það er náttúrulega jákvætt að ríkið sé tilbúið að koma með meira fé til höfuðborgarsvæðisins og jafnframt jákvætt að meirihlutinn í Reykjavík sé tilbúinn að opna á vegaframkvæmdir sem í raun og veru hafa verið í stoppi í næstum tíu ár. Það sem við höfum kannski áhyggjur af er útfærslan. Helmingurinn af fjármagninu á að koma með veggjöldum ekki hafa verið útfærð. Það væri nú heppilegra annað hvort að útfærslan lægi fyrir eða að þetta væri gert með öðrum hætti.“ Þegar Eyþór er spurður út í hin sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihluta segir Eyþór. „Við höfum nú ekki komið að þessu beint en það er margt jákvætt fyrir sveitarfélögin í kring; Arnarnesvegur í Kópavogi, hugmyndir um stokk í Garðabæ og fleira en við höfum hins vegar horft á Reykjavík og það sem Reykjavík fær út úr þessu og viljum passa það að það sé ekki tvísköttun í gangi að þeir sem búa í Reykjavík þurfi að borga hærri gjöld en þeir sem búa á landsbyggðinni. Það er okkar hlutverk að standa vörð um hagsmuni Reykvíkinga og tryggja bæði að verkefnin verði að veruleika og að þau verði ekki dýrari en verkefnin úti á landi.“ Eyþór, rétt eins og margir þingmenn stjórnarandstöðu á Alþingi gagnrýna samráðsleysi. Sjá nánar: Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík „Ef við setjum þetta í samhengi við Landspítalann þá virðist þetta vera stærra verkefni að fjármagni og það tók nú langan tíma að fá lendingu í það mál og ekkert allir sáttir við staðsetninguna. Það er nú stundum sagt „The Devil Is In The Details“ eða útfærslan skiptir öllu máli og það á við um allt en sérstaklega um gjaldtöku. Hún verður að vera á jafnræðisgrundvelli og ganga upp. Ef útfærslan er ekki til staðar og gengur ekki upp þá er ekki til fjármagn,“ segir Eyþór. Alþingi Borgarstjórn Samgöngur Sjálfstæðisflokkurinn Vegtollar Tengdar fréttir Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44 120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20 Samkomulag um uppbyggingu á samgönguinnviðum kynnt í dag Samkomulag ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára verður undirritað síðar í dag. 26. september 2019 09:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að það sé jákvætt að ríkið komi betur til móts við höfuðborgarsvæðið í hinum svokallaða samgöngupakka sem var undirritaður í gær en hann gagnrýnir samráðsleysi og segir útfærsluna skipta öllu máli. Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu síðdegis í gær sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. Af þeim 120 milljörðum sem áætlaðir eru í framkvæmdirnar mun ríkið leggja til 45 milljarða og sveitarfélög 15 milljarða. Þá er gert ráð fyrir að sérstök fjármögnun muni standa straum af 60 milljörðum króna. Sjá nánar: Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag Eyþór hefur áhyggjur af útfærslunni. „Það er náttúrulega jákvætt að ríkið sé tilbúið að koma með meira fé til höfuðborgarsvæðisins og jafnframt jákvætt að meirihlutinn í Reykjavík sé tilbúinn að opna á vegaframkvæmdir sem í raun og veru hafa verið í stoppi í næstum tíu ár. Það sem við höfum kannski áhyggjur af er útfærslan. Helmingurinn af fjármagninu á að koma með veggjöldum ekki hafa verið útfærð. Það væri nú heppilegra annað hvort að útfærslan lægi fyrir eða að þetta væri gert með öðrum hætti.“ Þegar Eyþór er spurður út í hin sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihluta segir Eyþór. „Við höfum nú ekki komið að þessu beint en það er margt jákvætt fyrir sveitarfélögin í kring; Arnarnesvegur í Kópavogi, hugmyndir um stokk í Garðabæ og fleira en við höfum hins vegar horft á Reykjavík og það sem Reykjavík fær út úr þessu og viljum passa það að það sé ekki tvísköttun í gangi að þeir sem búa í Reykjavík þurfi að borga hærri gjöld en þeir sem búa á landsbyggðinni. Það er okkar hlutverk að standa vörð um hagsmuni Reykvíkinga og tryggja bæði að verkefnin verði að veruleika og að þau verði ekki dýrari en verkefnin úti á landi.“ Eyþór, rétt eins og margir þingmenn stjórnarandstöðu á Alþingi gagnrýna samráðsleysi. Sjá nánar: Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík „Ef við setjum þetta í samhengi við Landspítalann þá virðist þetta vera stærra verkefni að fjármagni og það tók nú langan tíma að fá lendingu í það mál og ekkert allir sáttir við staðsetninguna. Það er nú stundum sagt „The Devil Is In The Details“ eða útfærslan skiptir öllu máli og það á við um allt en sérstaklega um gjaldtöku. Hún verður að vera á jafnræðisgrundvelli og ganga upp. Ef útfærslan er ekki til staðar og gengur ekki upp þá er ekki til fjármagn,“ segir Eyþór.
Alþingi Borgarstjórn Samgöngur Sjálfstæðisflokkurinn Vegtollar Tengdar fréttir Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44 120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20 Samkomulag um uppbyggingu á samgönguinnviðum kynnt í dag Samkomulag ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára verður undirritað síðar í dag. 26. september 2019 09:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44
120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20
Samkomulag um uppbyggingu á samgönguinnviðum kynnt í dag Samkomulag ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára verður undirritað síðar í dag. 26. september 2019 09:36