Það þarf að gera eitthvað Gunnar Dofri Ólafsson skrifar 27. september 2019 10:20 Umræða um loftslagsmál minnir stundum á samband Jóns og Sigurðar. Í hamingjuríku hjónabandi þeirra hafði orðið til ákveðið mynstur. „Það þarf að skipta um peruna á langaganginum,“ sagði Sigurður við Jón. „Það þarf að fara með hundinn í göngutúr,“ sagði Sigurður. „Það þarf að taka til í bílskúrnum,“ sagði Sigurður ofurvinarlega við Jón. Svona gekk þetta í nokkra áratugi. Þegar Sigurður sagði einn fallegan vordag við Jón: „Það þarf að huga að blómunum,“ svaraði Jón hugsi: „...er ég þetta það?“ Það er eðlilega ákall um aðgerðir. Ákallið er nauðsynlegur upphafspunktur á því að takast á við vandann. En hvað svo? Vísindamenn segja að ef ekkert verður að gert stöndum við frammi fyrir alvarlegum vanda. Það þarf að gera eitthvað. Þetta eitthvað er að draga verulega úr magni gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu. Hvernig gerum við það? Meðal þess sem teflt er fram er að við hlustum á vísindamenn, Ísland lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og láti hið minnsta 2,5% af landsframleiðslu renna beint til loftslagsaðgerða eða til aðgerða tengdum umhverfismálum. Af þessu þrennu er krafan um 2,5% af landsframleiðslu áþreifanlegust. Nánast allir Íslendingar hlusta á vísindamenn. Ég átta mig hins vegar ekki alveg á hvað myndi felast í því að lýsa yfir neyðarástandi. Getur „neyðarástand“ varað í áratug án þess að verða bara „ástand“? En það er önnur saga.Hver á að gera hvað? Þessi tala, 2,5%, er ekki úr lausu lofti gripin. Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) segir í skýrslu frá október í fyrra að til þess að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráður þurfi að setja 2,5% af heimsframleiðslu á hverju ári til ársins 2035 í baráttuna við loftslagsvána. Það eru 2,4 billjónir Bandaríkjadala, um það bil 300 billjónir króna á gengi dagsins. Hvað á að gera við alla þessa peninga? Jú, fjárfesta í endurnýjanlegum orkugjöfum til að fasa út jarðefnaeldsneyti. Vindmyllur, sólarsellur, vatnsaflsvirkjanir, jarðvarmavirkjanir og fleira í þeim dúr. Í íslensku samhengi samsvara 2,5% af landsframleiðslu um 70 milljörðum króna. 70 milljarðar af vatnsaflsvirkjunum þýðir um það bil ein ný Kárahnjúkavirkjun á þriggja ára fresti eða 145 vindmyllur á ári til ársins 2035. Er þetta það sem við viljum og þurfum að gera á Íslandi?Á ég að gera það? Gamla tuggan er að maður borðar fíl einn bita í einu. En hvar tekur maður fyrsta bitann? Tökum dæmi: Hvort skilar meiri loftslagsárangri að tengja skip við rafmagn meðan þau liggja við bryggju eða setja upp hraðhleðslustöðvar til að liðka fyrir orkuskiptum í samgöngum? Og hvort skilar meiri ábata fyrir loftslagið fyrir hverja krónu? Ég veit það ekki. Ég held því miður að fáir viti það, sem stendur. Þessu þarf að svara sem fyrst og grípa svo til markvissra aðgerða til að ná utan um vandann. Flækjustig loftslagsmála er oft svo hátt að það lamar allan vilja til aðgerða. Því þurfum við að breyta. Við þurfum að finna út hvar eigi að byrja, hver eigi að gera hvað og hvernig eigi að gera það. Kannski er best að við virkjum fyrir 70 milljarða á hverju ári. En kannski ekki. Viðskiptaráð hefur, með þetta að leiðarljósi, sett á laggirnar umhverfishóp Viðskiptaráðs. Markmið hans er meðal annars að stuðla að því að markmið Parísarsamkomulagsins náist í sátt og samvinnu almennings, viðskiptalífsins og hins opinbera. En betur sjá augu en auga. Þess vegna efnir Viðskiptaráð til Verkkeppni dagana 4. til 6. október í Háskólanum í Reykjavík. Keppnin er öllum opin og skráning er á vi.is/verkkeppni til og með 29. september. Viðfangsefnið er Milljón tonna áskorunin – hvernig drögum við úr losun gróðurhúsalofttegunda innan Parísarsamkomulagsins um milljón tonn fyrir árið 2030. Milljón krónur verða veittar fyrir stefnuna sem dómnefnd telur að nái mestum árangri með sem minnstum tilkostnaði. Við þurfum að breyta hugsun okkar um loftslagsmál. Það þarf ekki að gera eitthvað. Við þurfum að gera þetta, þetta og þetta. En fyrst þurfum við að komast að hvað af þessu skilar mestum árangri, hverju er auðveldast að hrinda í framkvæmd og hvað af því er ódýrast. Nú þegar ákallið hefur heyrst hátt og skýrt er þetta upphafspunkturinn. Það er ekki eftir neinu að bíða.Höfundur er lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dofri Ólafsson Loftslagsmál Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Umræða um loftslagsmál minnir stundum á samband Jóns og Sigurðar. Í hamingjuríku hjónabandi þeirra hafði orðið til ákveðið mynstur. „Það þarf að skipta um peruna á langaganginum,“ sagði Sigurður við Jón. „Það þarf að fara með hundinn í göngutúr,“ sagði Sigurður. „Það þarf að taka til í bílskúrnum,“ sagði Sigurður ofurvinarlega við Jón. Svona gekk þetta í nokkra áratugi. Þegar Sigurður sagði einn fallegan vordag við Jón: „Það þarf að huga að blómunum,“ svaraði Jón hugsi: „...er ég þetta það?“ Það er eðlilega ákall um aðgerðir. Ákallið er nauðsynlegur upphafspunktur á því að takast á við vandann. En hvað svo? Vísindamenn segja að ef ekkert verður að gert stöndum við frammi fyrir alvarlegum vanda. Það þarf að gera eitthvað. Þetta eitthvað er að draga verulega úr magni gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu. Hvernig gerum við það? Meðal þess sem teflt er fram er að við hlustum á vísindamenn, Ísland lýsi yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og láti hið minnsta 2,5% af landsframleiðslu renna beint til loftslagsaðgerða eða til aðgerða tengdum umhverfismálum. Af þessu þrennu er krafan um 2,5% af landsframleiðslu áþreifanlegust. Nánast allir Íslendingar hlusta á vísindamenn. Ég átta mig hins vegar ekki alveg á hvað myndi felast í því að lýsa yfir neyðarástandi. Getur „neyðarástand“ varað í áratug án þess að verða bara „ástand“? En það er önnur saga.Hver á að gera hvað? Þessi tala, 2,5%, er ekki úr lausu lofti gripin. Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) segir í skýrslu frá október í fyrra að til þess að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráður þurfi að setja 2,5% af heimsframleiðslu á hverju ári til ársins 2035 í baráttuna við loftslagsvána. Það eru 2,4 billjónir Bandaríkjadala, um það bil 300 billjónir króna á gengi dagsins. Hvað á að gera við alla þessa peninga? Jú, fjárfesta í endurnýjanlegum orkugjöfum til að fasa út jarðefnaeldsneyti. Vindmyllur, sólarsellur, vatnsaflsvirkjanir, jarðvarmavirkjanir og fleira í þeim dúr. Í íslensku samhengi samsvara 2,5% af landsframleiðslu um 70 milljörðum króna. 70 milljarðar af vatnsaflsvirkjunum þýðir um það bil ein ný Kárahnjúkavirkjun á þriggja ára fresti eða 145 vindmyllur á ári til ársins 2035. Er þetta það sem við viljum og þurfum að gera á Íslandi?Á ég að gera það? Gamla tuggan er að maður borðar fíl einn bita í einu. En hvar tekur maður fyrsta bitann? Tökum dæmi: Hvort skilar meiri loftslagsárangri að tengja skip við rafmagn meðan þau liggja við bryggju eða setja upp hraðhleðslustöðvar til að liðka fyrir orkuskiptum í samgöngum? Og hvort skilar meiri ábata fyrir loftslagið fyrir hverja krónu? Ég veit það ekki. Ég held því miður að fáir viti það, sem stendur. Þessu þarf að svara sem fyrst og grípa svo til markvissra aðgerða til að ná utan um vandann. Flækjustig loftslagsmála er oft svo hátt að það lamar allan vilja til aðgerða. Því þurfum við að breyta. Við þurfum að finna út hvar eigi að byrja, hver eigi að gera hvað og hvernig eigi að gera það. Kannski er best að við virkjum fyrir 70 milljarða á hverju ári. En kannski ekki. Viðskiptaráð hefur, með þetta að leiðarljósi, sett á laggirnar umhverfishóp Viðskiptaráðs. Markmið hans er meðal annars að stuðla að því að markmið Parísarsamkomulagsins náist í sátt og samvinnu almennings, viðskiptalífsins og hins opinbera. En betur sjá augu en auga. Þess vegna efnir Viðskiptaráð til Verkkeppni dagana 4. til 6. október í Háskólanum í Reykjavík. Keppnin er öllum opin og skráning er á vi.is/verkkeppni til og með 29. september. Viðfangsefnið er Milljón tonna áskorunin – hvernig drögum við úr losun gróðurhúsalofttegunda innan Parísarsamkomulagsins um milljón tonn fyrir árið 2030. Milljón krónur verða veittar fyrir stefnuna sem dómnefnd telur að nái mestum árangri með sem minnstum tilkostnaði. Við þurfum að breyta hugsun okkar um loftslagsmál. Það þarf ekki að gera eitthvað. Við þurfum að gera þetta, þetta og þetta. En fyrst þurfum við að komast að hvað af þessu skilar mestum árangri, hverju er auðveldast að hrinda í framkvæmd og hvað af því er ódýrast. Nú þegar ákallið hefur heyrst hátt og skýrt er þetta upphafspunkturinn. Það er ekki eftir neinu að bíða.Höfundur er lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar