Skipaður héraðsdómari eftir að hafa verið sniðgenginn ítrekað Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. september 2019 22:14 Jónas Jóhannsson var skipaður héraðsdómari í Reykjavík og á Vestfjörðum árin 1991-2011 en hefur síðan þá starfað sem lögmaður. Fréttablaðið/Anton Brink Dómsmálaráðherra hefur skipað Jónas Jóhannsson í embætti héraðsdómara frá og með 13. nóvember næstkomandi. Dómnefnd um hæfni dómaraefna mat Jónas hæfastan til að hljóta embættið. Jónas mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Reykjaness en sinna verkefnum fyrir alla dómstóla, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.Jónas sótti um stöðu héraðsdómara árið 2017. Guðlaugur Þór Þórðarson, settur dómsmálaráðherra, skipaði þá átta héraðsdómara í samræmi við tillögur dómnefndar sem lagði mat á hæfi umsækjenda. Guðlaugur Þór taldi vankanta á mati nefndarinnar en taldi sökum tímaskorts ekki annað í stöðunni en að fara að tillögum hennar. Fyrrnefndur Jónas sótti um og hafði á ferilskránni tveggja áratuga reynslu sem héraðsdómari. Hann rataði hins vegar ekki á lista efstu átta af þeim 41 sem sóttu um. Á sínum tíma sagði Jónas að hann íhugaði málshöfðun vegna mats nefndarinnar. Þá var það ekki í fyrsta skipti sem hæfisnefnd gekk fram hjá Jónasi en við skipun í Héraðsdóm Reykjavíkur ári fyrr var hann ekki talinn meðal átta hæfustu umsækjenda, þrátt fyrir að hafa mesta dómarareynslu hópsins. Alls sóttu fjórtán um embætti héraðsdómara nú. Hæfnisnefndina skipuðu Ingimundur Einarsson formaður, Kristín Benediktsdóttir, Óskar Sigurðsson, Ragnheiður Harðardóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir. Dómstólar Tengdar fréttir Íhugaði málsókn í fyrra en er nú metinn hæfasti dómarinn Niðurstaða hæfnisnefndar er sú að Jónas Jóhannsson sé hæfastur umsækjenda í laust embætti dómara við Héraðsdóm Reykjaness. RÚV greinir frá. 17. september 2019 15:58 Eiríkur verður dómari við Landsrétt Forseti Íslands hefur fallist á tillögu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra um að Eiríkur Jónsson, prófessor, verði skipaður dómari við Landsrétt frá og með 1. september næstkomandi. 16. ágúst 2019 16:50 Fjórtán vilja verða héraðsdómari í Reykjanesi Dómsmálaráðuneytið hefur birt lista umsækjenda um stöðu dómara við Héraðsdóm Reykjanes. Miðað er við að skipað verði í embættið frá og með 13. nóvember. 22. maí 2019 16:18 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Dómsmálaráðherra hefur skipað Jónas Jóhannsson í embætti héraðsdómara frá og með 13. nóvember næstkomandi. Dómnefnd um hæfni dómaraefna mat Jónas hæfastan til að hljóta embættið. Jónas mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Reykjaness en sinna verkefnum fyrir alla dómstóla, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.Jónas sótti um stöðu héraðsdómara árið 2017. Guðlaugur Þór Þórðarson, settur dómsmálaráðherra, skipaði þá átta héraðsdómara í samræmi við tillögur dómnefndar sem lagði mat á hæfi umsækjenda. Guðlaugur Þór taldi vankanta á mati nefndarinnar en taldi sökum tímaskorts ekki annað í stöðunni en að fara að tillögum hennar. Fyrrnefndur Jónas sótti um og hafði á ferilskránni tveggja áratuga reynslu sem héraðsdómari. Hann rataði hins vegar ekki á lista efstu átta af þeim 41 sem sóttu um. Á sínum tíma sagði Jónas að hann íhugaði málshöfðun vegna mats nefndarinnar. Þá var það ekki í fyrsta skipti sem hæfisnefnd gekk fram hjá Jónasi en við skipun í Héraðsdóm Reykjavíkur ári fyrr var hann ekki talinn meðal átta hæfustu umsækjenda, þrátt fyrir að hafa mesta dómarareynslu hópsins. Alls sóttu fjórtán um embætti héraðsdómara nú. Hæfnisnefndina skipuðu Ingimundur Einarsson formaður, Kristín Benediktsdóttir, Óskar Sigurðsson, Ragnheiður Harðardóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir.
Dómstólar Tengdar fréttir Íhugaði málsókn í fyrra en er nú metinn hæfasti dómarinn Niðurstaða hæfnisnefndar er sú að Jónas Jóhannsson sé hæfastur umsækjenda í laust embætti dómara við Héraðsdóm Reykjaness. RÚV greinir frá. 17. september 2019 15:58 Eiríkur verður dómari við Landsrétt Forseti Íslands hefur fallist á tillögu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra um að Eiríkur Jónsson, prófessor, verði skipaður dómari við Landsrétt frá og með 1. september næstkomandi. 16. ágúst 2019 16:50 Fjórtán vilja verða héraðsdómari í Reykjanesi Dómsmálaráðuneytið hefur birt lista umsækjenda um stöðu dómara við Héraðsdóm Reykjanes. Miðað er við að skipað verði í embættið frá og með 13. nóvember. 22. maí 2019 16:18 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Íhugaði málsókn í fyrra en er nú metinn hæfasti dómarinn Niðurstaða hæfnisnefndar er sú að Jónas Jóhannsson sé hæfastur umsækjenda í laust embætti dómara við Héraðsdóm Reykjaness. RÚV greinir frá. 17. september 2019 15:58
Eiríkur verður dómari við Landsrétt Forseti Íslands hefur fallist á tillögu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra um að Eiríkur Jónsson, prófessor, verði skipaður dómari við Landsrétt frá og með 1. september næstkomandi. 16. ágúst 2019 16:50
Fjórtán vilja verða héraðsdómari í Reykjanesi Dómsmálaráðuneytið hefur birt lista umsækjenda um stöðu dómara við Héraðsdóm Reykjanes. Miðað er við að skipað verði í embættið frá og með 13. nóvember. 22. maí 2019 16:18