Segir samgöngusáttmála lífsgæðaáætlun um góðar samgöngur og gott samfélag Kristján Már Unnarsson skrifar 26. september 2019 21:05 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri: "Við erum búin að eyða óvissunni um hvernig við ætlum að gera þetta." Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Samkomulag sem felur í sér 120 milljarða króna vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu fimmtán árum, og þar með borgarlínu, var undirritað síðdegis milli ríkisins og sveitarfélaganna á svæðinu. Engar útfærslur eru á því hvað þetta þýðir í auknar álögur í formi veggjalda á bíleigendur en verkefni verða að hluta fjármögnuð með sölu á Keldnalandi. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2.Ráðherrar og forystumenn sveitarfélaganna að lokinni undirritun í Ráðherrabústaðnum síðdegis.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þetta kallast samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins, sem forystumenn ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaganna undirrituðu í Ráðherrabústaðnum síðdegis. Sveitarfélögin eru Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Mosfellsbær og Seltjarnarnes. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir þetta tímamótasamkomulag og metnaðarfullt verkefni. Því væri ætlað að leysa umferðarhnútana. „Og ætlum okkur að ávinningurinn verði að stytta ferðatíma á dag um hálftíma, klukkutíma,“ sagði Sigurður Ingi.Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Við athöfnina var sýnt myndband þar sem framkvæmdirnar eru taldar upp í tímaröð. Þar eru stærstu tíðindin þau að svokölluð borgarlína er tryggð. Sjá einnig hér: 120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin „Við erum búin að eyða óvissunni um hvernig við ætlum að gera þetta og það eru auðvitað alveg gríðarleg tímamót,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Borgarstjóri og forsætisráðherra kynna samgöngusáttmálann.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Í því felast þessir nýju tímar. Við erum búin að eyða óvissu um fjármögnun stórra framkvæmda; borgarlínu, stígakerfis á heimsmælikvarða, og þar um leið höfuðborgarsvæðis á heimsmælikvarða. Því að þetta er lífsgæðaáætlun í mínum huga um góðar samgöngur og gott samfélag,“ sagði borgarstjórinn. „Og það er grundvallarhugsun í þessu samkomulagi að við erum að tala fyrir fjölbreyttari ferðamátum og umhverfisvænna höfuðborgarsvæði, minni loftmengun sem sömuleiðis skilar sér í bættum lífsgæðum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þetta er 120 milljarða króna pakki, þar af er ætlunin að fjármagna helminginn, eða 60 milljarða, með sérstakri fjármögnun. Það er hins vegar ekkert sagt um það hvað þetta þýðir í auknar álögur á bíleigendur. „Það er algjörlega ótímabært að segja neitt um það, - nema að við teljum að það leiði ekki af þessu samkomulagi sérstök þörf fyrir það að auka álögur á umferð eða ökutæki í landinu,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Sala ríkisins á Keldnalandi verður notuð til að fjármagna verkefnin að hluta en Bjarni segir augljóst að endurskoða verði tekjustofna ríkisins þegar eldsneytisgjöld gefi eftir. Það kalli á að fólk greiði fyrir það að nota vegakerfið með veggjöldum. „Í samkomulaginu er gert ráð fyrir að verði slík gjaldtaka tekin upp þá verði horft til þess hvernig hún verði útfærð um landið allt. Og það er það sem ég er að vísa til; að við erum á leiðinni einfaldlega inn í breytta tíma hvað þetta snertir,“ sagði fjármálaráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Borgarlína Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Mosfellsbær Reykjavík Samgöngur Seltjarnarnes Vegtollar Tengdar fréttir Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44 120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Samkomulag sem felur í sér 120 milljarða króna vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á næstu fimmtán árum, og þar með borgarlínu, var undirritað síðdegis milli ríkisins og sveitarfélaganna á svæðinu. Engar útfærslur eru á því hvað þetta þýðir í auknar álögur í formi veggjalda á bíleigendur en verkefni verða að hluta fjármögnuð með sölu á Keldnalandi. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2.Ráðherrar og forystumenn sveitarfélaganna að lokinni undirritun í Ráðherrabústaðnum síðdegis.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þetta kallast samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins, sem forystumenn ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaganna undirrituðu í Ráðherrabústaðnum síðdegis. Sveitarfélögin eru Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Mosfellsbær og Seltjarnarnes. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir þetta tímamótasamkomulag og metnaðarfullt verkefni. Því væri ætlað að leysa umferðarhnútana. „Og ætlum okkur að ávinningurinn verði að stytta ferðatíma á dag um hálftíma, klukkutíma,“ sagði Sigurður Ingi.Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Við athöfnina var sýnt myndband þar sem framkvæmdirnar eru taldar upp í tímaröð. Þar eru stærstu tíðindin þau að svokölluð borgarlína er tryggð. Sjá einnig hér: 120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin „Við erum búin að eyða óvissunni um hvernig við ætlum að gera þetta og það eru auðvitað alveg gríðarleg tímamót,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Borgarstjóri og forsætisráðherra kynna samgöngusáttmálann.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Í því felast þessir nýju tímar. Við erum búin að eyða óvissu um fjármögnun stórra framkvæmda; borgarlínu, stígakerfis á heimsmælikvarða, og þar um leið höfuðborgarsvæðis á heimsmælikvarða. Því að þetta er lífsgæðaáætlun í mínum huga um góðar samgöngur og gott samfélag,“ sagði borgarstjórinn. „Og það er grundvallarhugsun í þessu samkomulagi að við erum að tala fyrir fjölbreyttari ferðamátum og umhverfisvænna höfuðborgarsvæði, minni loftmengun sem sömuleiðis skilar sér í bættum lífsgæðum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þetta er 120 milljarða króna pakki, þar af er ætlunin að fjármagna helminginn, eða 60 milljarða, með sérstakri fjármögnun. Það er hins vegar ekkert sagt um það hvað þetta þýðir í auknar álögur á bíleigendur. „Það er algjörlega ótímabært að segja neitt um það, - nema að við teljum að það leiði ekki af þessu samkomulagi sérstök þörf fyrir það að auka álögur á umferð eða ökutæki í landinu,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Sala ríkisins á Keldnalandi verður notuð til að fjármagna verkefnin að hluta en Bjarni segir augljóst að endurskoða verði tekjustofna ríkisins þegar eldsneytisgjöld gefi eftir. Það kalli á að fólk greiði fyrir það að nota vegakerfið með veggjöldum. „Í samkomulaginu er gert ráð fyrir að verði slík gjaldtaka tekin upp þá verði horft til þess hvernig hún verði útfærð um landið allt. Og það er það sem ég er að vísa til; að við erum á leiðinni einfaldlega inn í breytta tíma hvað þetta snertir,“ sagði fjármálaráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Borgarlína Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Mosfellsbær Reykjavík Samgöngur Seltjarnarnes Vegtollar Tengdar fréttir Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44 120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Segir Bjarna fjármagna kosningaloforð Dags B. Eggertssonar í Reykjavík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir nálgun borgaryfirvalda í samgöngumálum og varðandi Borgarlínu "kolranga“. 26. september 2019 19:44
120 milljarðar í samgönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin Ríkisstjórnin og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes undirrituðu í dag sáttmála um uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Sáttmálin gerir ráð fyrir 120 milljarða framkvæmdum í samgöngumannvirkjum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu. 26. september 2019 17:20