Netflix pantar íslenska vísindaskáldsöguþáttaröð af Baltasar Kormáki sem þakkar nýja kvikmyndaþorpinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. september 2019 20:11 Baltasar Kormákur í nýja kvikmyndaverinu í Gufunesi sem opnað var formlega á síðasta ári. Vísir/Egill Bandaríska streymisveitan Netflix hefur pantað vísindaskáldsöguþáttaröð af Baltasar Kormáki og framleiðslufyrirtæki hans. Um íslenska framleiðslu verður að ræða með íslenskum leikurum. Baltasar telur að þetta sé líklega stærsti einstaki samningur sem gerður hefur verið við íslenska kvikmyndagerðarmenn. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld þar sem Baltasar Kormákur ræddi viðskiptin við Netflix og hið nýja kvikmyndaþorp sem nú rís í Gufunesi. Baltasar Kormákur þakkar einmmitt hinu nýju kvikmyndaþorpi það að Netflix hafi áhuga á að framleiða þáttaröðina á Íslandi, en einnig er kvikmynd í bígerð sem Baltasar mun framleiða fyrir Netflix. „Það er búið að panta frá okkur seríu sem er efni sem er skrifað fyrir Ísland, á Íslandi og gerist á Íslandi. Netflix ætlar að fullfjármagna þessa seríu, fyrir utan endurgreiðslu iðnaðarráðuneytisins,“ sagði Baltasar Kormákur í Kastljósi. „Þannig að þetta er bara með ólíkindum. Þetta gerist mjög hratt. Þetta er sennilega stærsti staki díllinn sem hefur verið gerður fyrir íslenska kvikmyndagerð,“ sagði Baltasar. Um væri að ræða átta þátta seríu sem framleidd yrði af Íslendingum, á íslensku með íslenskum leikurum. Ef vel gengur er líklegt að fleiri þáttaraðir verðir framleiddar. Verið er að ráða inn tökulið og leikara en tökur eiga að hefjast í apríl á næsta ári. Reiknað er með að þáttaröðin fari í sýningar á fyrsta ársfjórðungi 2021.Svona er stefnt að því að kvikmyndaþorpið líti út að utan.Mynd/RvK Studios.Annað verkefni er einnig í bígerð fyrir Netflix.„Svo var ég beðinn um að framleiða hérna á Íslandi og í stúdíóinu mínu, semsagt mynd fyrir Netflix, og það er mjög stór alþjóðleg stjarna sem er í aðalhlutverki þar. Ég er ekki að fara að leikstýra, ég er bara að fara að framleiða,“ sagði Baltasar.Í viðtalinu kom hann inn á hið nýja kvikmyndaþorp sem fyrirtæki hans byggir nú í Gufunesi í húsnæði gömlu Áburðarverksmiðjunnar.Um er að ræða eitt stærsta kvikmyndaver Evrópu.Vonir voru bundnar við að það myndi laða að sér stór erlend verkefni, sem virðist nú vera að gerast.Kynnti nýjar myndir af nýju ylströndinni í Gufunesi sem borgarráð samþykkti nýverið að stefna að. Í Gufunesi rís nú magnað kvikmyndaþorp undir forystu @RVKStudios og ylströndin verður sannkölluð lífsgæða-viðbót við það Góðar fréttir fyrir #betriReykjavik og Grafarvog. pic.twitter.com/33SguxkRC6 — Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) April 17, 2018 Í það minnsta er Baltasar sannfærður um að kvikmyndaverið hafi leikið lykilhlutverk í því að landa samningunum við Netflix.„Þetta gerir þetta mögulegt.“Horfa má á viðtalið á vef RÚV. Bíó og sjónvarp Netflix Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Fyrirtæki Baltasars kaupir Gufunesið á 1,6 milljarð Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks gagnrýndu að stuðst var við lægra verðmat og 10% afslátt sem var veittur. 22. desember 2017 18:26 Mynd að komast á „kvikmyndaþorpið“ í Gufunesi Borgarráð hefur samþykkt að veita Sonik tækni ehf. og Exton ehf. vilyrði fyrir lóðum á svæði gömlu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Er stefnt að því að á svæðinu verði einkum starfsemi sem tengist kvikmyndagerð. 4. desember 2017 10:45 Baltasar kaupir byggingar á Gufunesi undir kvikmyndaver Borgarráð hefur samþykkt að selja RVK-studios fjórar fasteignir sem áður tilheyrðu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. 20. maí 2016 10:48 Borgarráð samþykkir að gera Reykjavík að kvikmyndaborg Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag tillögu borgarstjóra um að kanna hvort og þá hvar er hægt að reisa kvikmyndaþorp í Reykavík. 10. janúar 2008 14:56 Eitt stærsta kvikmyndaver í Evrópu opnað í Gufunesi Við opnunina brá borgarstjóri sér í nýtt hlutverk og leikstýrði senu í fyrsta verkefninu sem unnið er í kvikmyndaverinu í Gufunesi. 19. apríl 2018 20:00 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Bandaríska streymisveitan Netflix hefur pantað vísindaskáldsöguþáttaröð af Baltasar Kormáki og framleiðslufyrirtæki hans. Um íslenska framleiðslu verður að ræða með íslenskum leikurum. Baltasar telur að þetta sé líklega stærsti einstaki samningur sem gerður hefur verið við íslenska kvikmyndagerðarmenn. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld þar sem Baltasar Kormákur ræddi viðskiptin við Netflix og hið nýja kvikmyndaþorp sem nú rís í Gufunesi. Baltasar Kormákur þakkar einmmitt hinu nýju kvikmyndaþorpi það að Netflix hafi áhuga á að framleiða þáttaröðina á Íslandi, en einnig er kvikmynd í bígerð sem Baltasar mun framleiða fyrir Netflix. „Það er búið að panta frá okkur seríu sem er efni sem er skrifað fyrir Ísland, á Íslandi og gerist á Íslandi. Netflix ætlar að fullfjármagna þessa seríu, fyrir utan endurgreiðslu iðnaðarráðuneytisins,“ sagði Baltasar Kormákur í Kastljósi. „Þannig að þetta er bara með ólíkindum. Þetta gerist mjög hratt. Þetta er sennilega stærsti staki díllinn sem hefur verið gerður fyrir íslenska kvikmyndagerð,“ sagði Baltasar. Um væri að ræða átta þátta seríu sem framleidd yrði af Íslendingum, á íslensku með íslenskum leikurum. Ef vel gengur er líklegt að fleiri þáttaraðir verðir framleiddar. Verið er að ráða inn tökulið og leikara en tökur eiga að hefjast í apríl á næsta ári. Reiknað er með að þáttaröðin fari í sýningar á fyrsta ársfjórðungi 2021.Svona er stefnt að því að kvikmyndaþorpið líti út að utan.Mynd/RvK Studios.Annað verkefni er einnig í bígerð fyrir Netflix.„Svo var ég beðinn um að framleiða hérna á Íslandi og í stúdíóinu mínu, semsagt mynd fyrir Netflix, og það er mjög stór alþjóðleg stjarna sem er í aðalhlutverki þar. Ég er ekki að fara að leikstýra, ég er bara að fara að framleiða,“ sagði Baltasar.Í viðtalinu kom hann inn á hið nýja kvikmyndaþorp sem fyrirtæki hans byggir nú í Gufunesi í húsnæði gömlu Áburðarverksmiðjunnar.Um er að ræða eitt stærsta kvikmyndaver Evrópu.Vonir voru bundnar við að það myndi laða að sér stór erlend verkefni, sem virðist nú vera að gerast.Kynnti nýjar myndir af nýju ylströndinni í Gufunesi sem borgarráð samþykkti nýverið að stefna að. Í Gufunesi rís nú magnað kvikmyndaþorp undir forystu @RVKStudios og ylströndin verður sannkölluð lífsgæða-viðbót við það Góðar fréttir fyrir #betriReykjavik og Grafarvog. pic.twitter.com/33SguxkRC6 — Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) April 17, 2018 Í það minnsta er Baltasar sannfærður um að kvikmyndaverið hafi leikið lykilhlutverk í því að landa samningunum við Netflix.„Þetta gerir þetta mögulegt.“Horfa má á viðtalið á vef RÚV.
Bíó og sjónvarp Netflix Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Fyrirtæki Baltasars kaupir Gufunesið á 1,6 milljarð Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks gagnrýndu að stuðst var við lægra verðmat og 10% afslátt sem var veittur. 22. desember 2017 18:26 Mynd að komast á „kvikmyndaþorpið“ í Gufunesi Borgarráð hefur samþykkt að veita Sonik tækni ehf. og Exton ehf. vilyrði fyrir lóðum á svæði gömlu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Er stefnt að því að á svæðinu verði einkum starfsemi sem tengist kvikmyndagerð. 4. desember 2017 10:45 Baltasar kaupir byggingar á Gufunesi undir kvikmyndaver Borgarráð hefur samþykkt að selja RVK-studios fjórar fasteignir sem áður tilheyrðu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. 20. maí 2016 10:48 Borgarráð samþykkir að gera Reykjavík að kvikmyndaborg Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag tillögu borgarstjóra um að kanna hvort og þá hvar er hægt að reisa kvikmyndaþorp í Reykavík. 10. janúar 2008 14:56 Eitt stærsta kvikmyndaver í Evrópu opnað í Gufunesi Við opnunina brá borgarstjóri sér í nýtt hlutverk og leikstýrði senu í fyrsta verkefninu sem unnið er í kvikmyndaverinu í Gufunesi. 19. apríl 2018 20:00 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Fyrirtæki Baltasars kaupir Gufunesið á 1,6 milljarð Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks gagnrýndu að stuðst var við lægra verðmat og 10% afslátt sem var veittur. 22. desember 2017 18:26
Mynd að komast á „kvikmyndaþorpið“ í Gufunesi Borgarráð hefur samþykkt að veita Sonik tækni ehf. og Exton ehf. vilyrði fyrir lóðum á svæði gömlu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Er stefnt að því að á svæðinu verði einkum starfsemi sem tengist kvikmyndagerð. 4. desember 2017 10:45
Baltasar kaupir byggingar á Gufunesi undir kvikmyndaver Borgarráð hefur samþykkt að selja RVK-studios fjórar fasteignir sem áður tilheyrðu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. 20. maí 2016 10:48
Borgarráð samþykkir að gera Reykjavík að kvikmyndaborg Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag tillögu borgarstjóra um að kanna hvort og þá hvar er hægt að reisa kvikmyndaþorp í Reykavík. 10. janúar 2008 14:56
Eitt stærsta kvikmyndaver í Evrópu opnað í Gufunesi Við opnunina brá borgarstjóri sér í nýtt hlutverk og leikstýrði senu í fyrsta verkefninu sem unnið er í kvikmyndaverinu í Gufunesi. 19. apríl 2018 20:00