Skattahækkun á mannamáli Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 26. september 2019 07:15 Undanfarið hefur eitthvað borið á því að staðhæft sé að veiðigjald í sjávarútvegi hafi verið lækkað með breytingum sem gerðar voru á lögum um veiðigjald í lok síðasta árs. Engin rök hafa því miður fylgt þessari staðhæfingu, en ef til vill má finna fólk sem telur betra að veifa röngu tré en öngu. Hér verður leitast við að leiða fram hið rétta í málinu. Veiðigjald í sjávarútvegi var hækkað með nýjum lögum sem tóku gildi í lok síðasta árs. Fjárhæð gjaldsins fer eftir afkomu fiskveiða hverju sinni; ef afkoman er léleg lækkar gjaldið en ef afkoman er góð hækkar það. Kíkjum nánar á þetta.Veiðigjald er 33% af hagnaði Veiðigjald er, og hefur verið, tengt afkomu greinarinnar. Til samanburðar má nefna, að ef launamaður lækkar í launum lækka tekjuskattsgreiðslur hans að sama skapi. Samt sem áður er rangt að halda því fram að hann hafi notið skattalækkunar ef skattprósentan er sú sama og áður. Skatthlutfall veiðigjalds var 33% og verður áfram 33%. Hagnaður fiskveiða fyrir skatt var 33,2 milljarðar króna árið 2016 en lækkaði í 6,9 milljarða árið 2017. Lækkunin nemur 79% og af þeim sökum verður heildarfjárhæð gjaldsins eðli máls samkvæmt lægri. Svo einfalt er það.Skattahækkun með breyttum lögum Veiðigjald var hækkað með breyttum lögum síðastliðinn vetur. Tvær ástæður skýra það að mestu. Í fyrsta lagi er veiðigjaldið sjálft ekki lengur frádráttarbært frá gjaldstofni. Þar sem veiðigjaldið hefur verið 33% af hagnaði fyrir skatt hækkar þessi breyting gjaldstofninn til muna. Þannig verður veiðigjaldið mun hærra hlutfall af afkomu en verið hefur, þrátt fyrir að prósentan sé óbreytt. Skattstofninn er sem sagt stækkaður. Í öðru lagi er bætt 10% álagi ofan á tekjur af uppsjávarveiðum. Kostnaðarliðir haldast óbreyttir. Þetta leiðir til þess að sú staða gæti jafnvel komið upp að greiða þyrfti veiðigjald af uppsjávarveiðum þó að þær væru reknar með tapi, eins fráleitt og það er.Hvernig hefði veiðigjald orðið? Áætlað er að veiðigjald muni nema um sjö milljörðum króna á árinu. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að gjaldið nemi einnig um sjö milljörðum á næsta ári. Ef eldri lög um veiðigjald hefðu haldið gildi í stað þeirra breytinga sem urðu síðastliðinn vetur, hefði veiðigjaldið orðið tveir og hálfur milljarður króna á yfirstandandi fiskveiðiári. Veiðigjald er því áætlað tæplega þrisvar sinnum hærra en það hefði orðið samkvæmt eldri lögum. Allt tal um að veiðigjald hafi verið lækkað vegna þeirra breytinga sem gerðar voru á lögum, er því augljóslega rangt.Arðgreiðslur í sjávarútvegi lægri Þessu til viðbótar má nefna að arðgreiðslur í sjávarútvegi námu 27% af hagnaði á árunum 2010-2017. Arðgreiðslur í viðskiptahagkerfinu, án sjávarútvegs, námu 40% fyrir sama tímabil. Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru því hlutfallslega umtalsvert lægri en í viðskiptahagkerfinu í heild sinni. Þetta vill oft gleymast í umræðunni, því miður. Af því sem hér hefur verið ritað má sjá, að gjöld á sjávarútveg hafa ekki verið lækkuð, heldur hækkuð og að arðgreiðslur í sjávarútvegi eru lægri en almennt gerist í viðskiptahagkerfinu. Þó allt sé í heimi hverfult, þá verður sannleikurinn vonandi alltaf sagna bestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heiðrún Lind Marteinsdóttir Sjávarútvegur Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur eitthvað borið á því að staðhæft sé að veiðigjald í sjávarútvegi hafi verið lækkað með breytingum sem gerðar voru á lögum um veiðigjald í lok síðasta árs. Engin rök hafa því miður fylgt þessari staðhæfingu, en ef til vill má finna fólk sem telur betra að veifa röngu tré en öngu. Hér verður leitast við að leiða fram hið rétta í málinu. Veiðigjald í sjávarútvegi var hækkað með nýjum lögum sem tóku gildi í lok síðasta árs. Fjárhæð gjaldsins fer eftir afkomu fiskveiða hverju sinni; ef afkoman er léleg lækkar gjaldið en ef afkoman er góð hækkar það. Kíkjum nánar á þetta.Veiðigjald er 33% af hagnaði Veiðigjald er, og hefur verið, tengt afkomu greinarinnar. Til samanburðar má nefna, að ef launamaður lækkar í launum lækka tekjuskattsgreiðslur hans að sama skapi. Samt sem áður er rangt að halda því fram að hann hafi notið skattalækkunar ef skattprósentan er sú sama og áður. Skatthlutfall veiðigjalds var 33% og verður áfram 33%. Hagnaður fiskveiða fyrir skatt var 33,2 milljarðar króna árið 2016 en lækkaði í 6,9 milljarða árið 2017. Lækkunin nemur 79% og af þeim sökum verður heildarfjárhæð gjaldsins eðli máls samkvæmt lægri. Svo einfalt er það.Skattahækkun með breyttum lögum Veiðigjald var hækkað með breyttum lögum síðastliðinn vetur. Tvær ástæður skýra það að mestu. Í fyrsta lagi er veiðigjaldið sjálft ekki lengur frádráttarbært frá gjaldstofni. Þar sem veiðigjaldið hefur verið 33% af hagnaði fyrir skatt hækkar þessi breyting gjaldstofninn til muna. Þannig verður veiðigjaldið mun hærra hlutfall af afkomu en verið hefur, þrátt fyrir að prósentan sé óbreytt. Skattstofninn er sem sagt stækkaður. Í öðru lagi er bætt 10% álagi ofan á tekjur af uppsjávarveiðum. Kostnaðarliðir haldast óbreyttir. Þetta leiðir til þess að sú staða gæti jafnvel komið upp að greiða þyrfti veiðigjald af uppsjávarveiðum þó að þær væru reknar með tapi, eins fráleitt og það er.Hvernig hefði veiðigjald orðið? Áætlað er að veiðigjald muni nema um sjö milljörðum króna á árinu. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir að gjaldið nemi einnig um sjö milljörðum á næsta ári. Ef eldri lög um veiðigjald hefðu haldið gildi í stað þeirra breytinga sem urðu síðastliðinn vetur, hefði veiðigjaldið orðið tveir og hálfur milljarður króna á yfirstandandi fiskveiðiári. Veiðigjald er því áætlað tæplega þrisvar sinnum hærra en það hefði orðið samkvæmt eldri lögum. Allt tal um að veiðigjald hafi verið lækkað vegna þeirra breytinga sem gerðar voru á lögum, er því augljóslega rangt.Arðgreiðslur í sjávarútvegi lægri Þessu til viðbótar má nefna að arðgreiðslur í sjávarútvegi námu 27% af hagnaði á árunum 2010-2017. Arðgreiðslur í viðskiptahagkerfinu, án sjávarútvegs, námu 40% fyrir sama tímabil. Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru því hlutfallslega umtalsvert lægri en í viðskiptahagkerfinu í heild sinni. Þetta vill oft gleymast í umræðunni, því miður. Af því sem hér hefur verið ritað má sjá, að gjöld á sjávarútveg hafa ekki verið lækkuð, heldur hækkuð og að arðgreiðslur í sjávarútvegi eru lægri en almennt gerist í viðskiptahagkerfinu. Þó allt sé í heimi hverfult, þá verður sannleikurinn vonandi alltaf sagna bestur.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun