Af kolefnisfótspori sauðfjárræktar á Íslandi Þórólfur Matthíasson skrifar 26. september 2019 07:00 Sumarið 2019 brá svo við að stórar verslanakeðjur gátu ekki boðið viðskiptavinum sínum lambakjöt á grillið svo vikum skipti. Kjötheildsalar sá þann leik einan í stöðunni að flytja inn nokkuð magn ný-sjálensks lambakjöts. Að því tilefni skrifaði fyrrverandi landbúnaðarráðherra harðorða grein í Fréttablaðið þann 29. ágúst 2019 þar sem umhverfisráðherra er beðinn að reikna út kolefnisfótspor þess að flytja 100 tonn af lambakjöti frá Nýja-Sjálandi til Íslands. Umhverfisráðuneytið hefur ekki birt slíka reikninga enn sem komið er. Ég vil því reyna að aðstoða ráðherrann fyrrverandi við að finna lausn á reikningsdæminu. Árið 2017 fengu Landssamtök sauðfjárbænda ráðgjafarfyrirtækið Environice til að meta kolefnisfótspor ræktunar sauðfjárbúa á Íslandi. Niðurstaða þeirrar úttektar eru að ræktun „frá vöggu að brúsapalli“ losi 28,6 kg CO2-ígilda á hvert kíló lambakjöts. Flutningur innanlands og frekari vinnsla hækkar síðan þessa tölu. Samanburðarhæfar tölur um losun á ný-sjálenskum búum benda til að losun þar sé um 19 kg CO2-ígilda á hvert kg. Aðrar heimildir benda til CO2-ígildalosun flutnings frá Nýja-Sjálandi til Evrópu svari til 4 kg á hvert lambakjötskíló. Heildarkolefnislosun ný-sjálensku tonnanna 100 sem ráðherrann fyrrverandi spyr um er því sem nemur 2.300 tonnum af CO2-ígildum. Framleiðsla 100 tonna af íslensku lambakjöti losar til samanburðar 2.860 tonn af CO2-ígildum. Með því að minnka íslenska framleiðslu á lambakjöti um 100 tonn og flytja kjötið þess í stað beint frá Nýja-Sjálandi má draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem svarar 560 tonnum af CO2-ígildum! Sé þessi reiknilopi teygður áfram má geta þess að Ísland framleiðir 9.000 tonn af lambakjöti árlega. Innanlandsneyslan er hins vegar um 6.000 tonn. Það er því einfalt reikningsdæmi að væri alfarið hætt að framleiða íslenskt lambakjöt og kjötið þess í stað flutt inn frá Nýja-Sjálandi myndi myndast jákvæð inneign í CO2-búskap heimsins sem svarar tæpum 120 þúsund tonnum af CO2-ígildum! Það jafngildir um fimmtungi allrar losunar frá landbúnaði árið 2017! Það hefur lengi verið kappsmál forsvarsmanna í íslenskum landbúnaði að finna fleiri markaði fyrir íslenkst lambakjöt. Þannig fagna Landssamtök sauðfjárbænda sérstaklega undirritun viðskiptasamnings við Kína 7. september 2018 með þeirri fullyrðingu að með samningnum sé mikilvægri hindrun fyrir flutningi lambakjöts til Kína verið rutt úr vegi. Grillkjötsskort sumarsins má reyndar skýra með miklum útflutningi lambahryggja til Japan og Víetnam (sjá grein Andrésar Magnússonar í Fréttablaðinu 29. ágúst 2019). Spurning landbúnaðarráðherrans um kolefnisfótspor innflutts (og þar með útflutts) lambakjöts setur þessar útflutningsáherslur forsvarsmanna landbúnaðarins í nýtt og fremur óhagstætt ljós. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Loftslagsmál Þórólfur Matthíasson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun STÓRKOSTLeg TÍMASKEKKJa Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Sjá meira
Sumarið 2019 brá svo við að stórar verslanakeðjur gátu ekki boðið viðskiptavinum sínum lambakjöt á grillið svo vikum skipti. Kjötheildsalar sá þann leik einan í stöðunni að flytja inn nokkuð magn ný-sjálensks lambakjöts. Að því tilefni skrifaði fyrrverandi landbúnaðarráðherra harðorða grein í Fréttablaðið þann 29. ágúst 2019 þar sem umhverfisráðherra er beðinn að reikna út kolefnisfótspor þess að flytja 100 tonn af lambakjöti frá Nýja-Sjálandi til Íslands. Umhverfisráðuneytið hefur ekki birt slíka reikninga enn sem komið er. Ég vil því reyna að aðstoða ráðherrann fyrrverandi við að finna lausn á reikningsdæminu. Árið 2017 fengu Landssamtök sauðfjárbænda ráðgjafarfyrirtækið Environice til að meta kolefnisfótspor ræktunar sauðfjárbúa á Íslandi. Niðurstaða þeirrar úttektar eru að ræktun „frá vöggu að brúsapalli“ losi 28,6 kg CO2-ígilda á hvert kíló lambakjöts. Flutningur innanlands og frekari vinnsla hækkar síðan þessa tölu. Samanburðarhæfar tölur um losun á ný-sjálenskum búum benda til að losun þar sé um 19 kg CO2-ígilda á hvert kg. Aðrar heimildir benda til CO2-ígildalosun flutnings frá Nýja-Sjálandi til Evrópu svari til 4 kg á hvert lambakjötskíló. Heildarkolefnislosun ný-sjálensku tonnanna 100 sem ráðherrann fyrrverandi spyr um er því sem nemur 2.300 tonnum af CO2-ígildum. Framleiðsla 100 tonna af íslensku lambakjöti losar til samanburðar 2.860 tonn af CO2-ígildum. Með því að minnka íslenska framleiðslu á lambakjöti um 100 tonn og flytja kjötið þess í stað beint frá Nýja-Sjálandi má draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem svarar 560 tonnum af CO2-ígildum! Sé þessi reiknilopi teygður áfram má geta þess að Ísland framleiðir 9.000 tonn af lambakjöti árlega. Innanlandsneyslan er hins vegar um 6.000 tonn. Það er því einfalt reikningsdæmi að væri alfarið hætt að framleiða íslenskt lambakjöt og kjötið þess í stað flutt inn frá Nýja-Sjálandi myndi myndast jákvæð inneign í CO2-búskap heimsins sem svarar tæpum 120 þúsund tonnum af CO2-ígildum! Það jafngildir um fimmtungi allrar losunar frá landbúnaði árið 2017! Það hefur lengi verið kappsmál forsvarsmanna í íslenskum landbúnaði að finna fleiri markaði fyrir íslenkst lambakjöt. Þannig fagna Landssamtök sauðfjárbænda sérstaklega undirritun viðskiptasamnings við Kína 7. september 2018 með þeirri fullyrðingu að með samningnum sé mikilvægri hindrun fyrir flutningi lambakjöts til Kína verið rutt úr vegi. Grillkjötsskort sumarsins má reyndar skýra með miklum útflutningi lambahryggja til Japan og Víetnam (sjá grein Andrésar Magnússonar í Fréttablaðinu 29. ágúst 2019). Spurning landbúnaðarráðherrans um kolefnisfótspor innflutts (og þar með útflutts) lambakjöts setur þessar útflutningsáherslur forsvarsmanna landbúnaðarins í nýtt og fremur óhagstætt ljós.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar