Barátta og boðskapur Inga Rún Sigurðardóttir skrifar 26. september 2019 09:30 Catherine Mayer hélt tölu á MeToo-ráðstefnunni sem fram fór í Hörpu í síðustu viku. Mynd/Fréttablaðið/Leo Cackett Það hefur reynst ómetanlegt fyrir marga að geta sagt sögu sína af kynferðisofbeldi á netinu. MeToo-byltingin óx á samfélagsmiðlum. Það þarf að standa vörð um þessa miðla sem öruggan vettvang samskipta. Samstaða á samfélagsmiðlum getur skapað góðar aðstæður til að segja frá. Upplýsingatækni og ekki síst samfélagsmiðlar eru að breyta heiminum hraðar en við aðlögumst honum. Draumar um net þar sem allir eru jafnir eru aðeins draumórar þó að netið hafi ef til vill litið þannig út í fyrstu. Það fer fram mikil barátta um völd á netinu og verið er að nota samfélagsmiðla á skipulagðan hátt til að sundra fólki frekar en sameina. Það þarf því að standa vörð um netið til að áfram geti farið þar fram samtal, samræður og skipulagning á öruggan hátt, rétt eins og gerðist með MeToo-hreyfinguna. Catherine Mayer hélt tölu á MeToo-ráðstefnunni sem fram fór í Hörpu í síðustu viku. Hún talaði meðal annars á málstofu um samfélagsmiðla og hlutverk þeirra í hreyfingum á netinu eins og MeToo. Mayer var blaðamaður um árabil, m.a. hjá Time, en er enn fremur annar stofnenda breska kvennalistans, Women’s Equality Party. Margt gott hefur náðst fram með MeToo þó að raddir sumra hópa séu enn að ná í gegn en hér verður samfélagsmiðlahliðin sérstaklega tekin til skoðunar. Mayer segir að samfélagsmiðlar gegni mikilvægu hlutverki við að segja sögur þeirra sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi, sem hefðbundnir fjölmiðlar veigri sér við að gera. Margt hafi gerst á síðustu árum en sjálf fékk hún morðhótun á Twitter árið 2013 fyrir það eitt að vera kona en lögreglan hafi á þessum tíma vart vitað hvað Twitter var og ekki haft hugmynd um hvernig ætti að taka á málinu. Tillögur hennar voru að Mayer myndi flytja af heimili sínu og hætta að nota Twitter en samfélagsmiðillinn var nauðsynlegur þáttur í starfi hennar sem blaðamaður.Það eru margar raddir þarna úti sem þurfa að heyrast. FréttablaðiðKvennalisti á netinu Hún segir að vissulega hafi samfélagsmiðlar hjálpað til í jafnréttisbaráttunni að því leyti að MeToo-hreyfingin væri ekki til án þeirra þó að baráttukonan Tarana Burke hafi lagt grunninn að þessari byltingu. Women’s Equality Party væri heldur ekki til án samfélagsmiðla því það sem var aðeins uppástunga af hálfu Mayer á samkomu varð til þess að samfélagsmiðlar töldu að hún hefði boðist til að stofna kvennalista. Samfélagsmiðlar séu því mikilvægir til að tengja baráttufólk og ljá fórnarlömbum raddir. Leiðinlegri hlið miðlanna séu þær óteljandi typpamyndir og kynferðislegu skilaboð sem hún hafi fengið send. Fólk eyðir að meðaltali á heimsvísu yfir tveimur og hálfum klukkutíma á dag á samfélagsmiðlum. Hjá vel tengdu, yngra fólki er munurinn á milli netheima og raunheima að verða óljósari. Hún segir að á meðan við lítum á netið sem ótengt þeim reglum sem ráða ríkjum í raunheimum muni misréttið verða að minnsta kosti jafn mikið og í raunheimum. Það vanti mikið upp á regluverkið svo hægt sé að draga fólk og fyrirtæki til ábyrgðar.Catherine Mayer og Bryndís Björk Ásgeirsdóttir.Mynd/BIGVandamálin í tækninni „Við búum í heimi þar sem þessi tæki eru að breyta því hvernig við skilgreinum friðhelgi, jafnvel kapítalismann sjálfan, og hverri tæknilausn fylgir mögulega nýtt vandmál. Eitt örsnöggt dæmi: þessi öpp sem leyfa þér, á mjög ódýran hátt, að fylgjast með heimili þínu og vernda þig gegn innbrotsþjófum. Frábært, nema hvað ekki aðeins leyfa þau fyrirtækjum að safna gögnum, heldur getur þeim einnig verið breytt til að fylgjast með fólki eða verið misnotuð af kynferðisafbrotafólki,“ sagði Mayer í erindi sínu. Hún ræddi einnig um eftirlitskapítalisma, sem lítur á fólkið sjálft sem vöruna en sjálf rekur hún hugveituna Datum Future, sem vinnur að því að kryfja tækifæri í upplýsingatækni og leitast við að skilja og takast á við komandi áskoranir í breyttum heimi.Gögnum safnað á röngum forsendum? Mayer kom með áhugavert dæmi um vandann sem við stöndum frammi fyrir. „Í Bretlandi ætlar ríkisstjórnin sér að láta staðfesta aldur þeirra sem nota klámsíður til þess að hindra það að yngri en 18 ára komist inn á síðurnar. Þetta kerfi gerir það ekki aðeins að verkum að friðhelgi fólks er mögulega í hættu, með því að krefjast þess að láta persónulegar upplýsingar af hendi til að staðfesta aldur sinn, heldur heitir eitt af fyrirtækjunum sem býður upp á þessa aldursstaðfestingarþjónustu Mindgeek. Önnur undirfyrirtæki þess eru meðal annars PornHub, YouPorn og RedTube, þannig að það er hægt að setja spurningarmerki við hverjum þessi aldursstaðfesting þjónar.“FréttablaðiðHver frásögn er fyrirmynd Dr. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir og Dr. Rannveig Sigurvinsdóttir voru á meðal þeirra sem fluttu erindi á ráðstefnunni en Bryndís Björk er dósent við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík og Rannveig er lektor við sömu deild. Þær hafa rannsakað frásagnir af kynferðisofbeldi á Facebook og Twitter á tímabilinu apríl 2015 til mars 2017. „Frásagnir á netinu geta verið margskonar og farið fram í lokuðum og hálflokuðum hópum,“ segir Bryndís Björk. „Rannsóknin okkar gaf til kynna að af þeim 400 frásögnum sem við skoðuðum þá komu fram einungis jákvæð viðbrögð en engin neikvæð viðbrögð, allavega sem sýnileg voru,“ segir hún. „Það er ekki útilokað að það hafi verið einhver neikvæð viðbrögð í einkaskilaboðum eða athugasemdir sem búið hefur verið að eyða. Það að segja frá kynferðislegu ofbeldi á samfélagsmiðlum, það skiptir máli í hvaða samhengi þú segir frá. Til að mynda sáum við í rannsókninni að tíðni frásagna jókst mikið á tímapunktum þar sem mikil umfjöllun var um málefnið í fjölmiðlum þegar til dæmis druslugangan átti sér stað og mótmæli fyrir framan lögreglustöðina í Reykjavík. Á þeim tímapunktum jókst líklega samstaða, sérstaklega í ákveðnum hópum á samfélagsmiðlum, sem sköpuðu jarðveg til frásagna í framhaldi,“ segir Bryndís Björk. „Í einum hópnum sem við skoðuðum, sem kallaðist Beauty tips, virðist hafa myndast samstaða og stuðningur þar sem umhverfið var jákvætt. Þetta voru í raun mjög góðar aðstæður en það þýðir ekki að allar aðstæður á netinu séu þannig. Þetta sýnir að það geta orðið til styðjandi aðstæður í hópum þar sem skapast ákveðin samstaða og samfélag þannig að þú færð traustan grunn og aðstæður til að geta sagt frá. Þér líður vel með að segja frá og færð jákvæð stuðningsviðbrögð á móti,“ segir Bryndís Björk, en það þarf að biðja um aðgang í hópinn þannig að það er ákveðið val inn í hann.Hafa hvetjandi áhrif Sögurnar hafa hvetjandi áhrif á aðra að segja frá. „Það er talið að sé reynslusaga þín lík einhverri frásögn sem þú hefur heyrt af þá auki það líkurnar á því að þú skilgreinir það sem þú varðst fyrir sem kynferðisofbeldi, þannig býr hver frásögn til ákveðna fyrirmynd, - þessi sagði frá, kannski ég geti þá sagt frá líka,“ segir Bryndís Björk og útskýrir að það skipti máli annars vegar að sagan passi inn í normið og að það að fylgjast með svo mörgum segja frá og sjá þá einstaklinga fá stuðning sé hvetjandi til frásagnar.Hversu mikilvæg eru þessi fyrstu viðbrögð eftir að sagt er frá kynferðisofbeldi? „Erlendar rannsóknir hafa gefið til kynna að neikvæð viðbrögð eftir frásögn um kynferðislegt ofbeldi geti haft neikvæð áhrif á líðan þess sem segir frá, til dæmis geta aukist líkur á því að viðkomandi þrói með sér þunglyndi, kvíða og áfallastreituröskun. Þá aukast líkur á því að viðkomandi segi ekki fleirum frá eða dragi frásögn sína til baka. Þá hafa þessar rannsóknir einnig gefið til kynna að jákvæð viðbrögð við frásögn geti aukið líkur á vellíðan og á því að viðkomandi segi fleirum frá og leiti sér aðstoðar,“ segir Rannveig. Er hægt að segja hvort það hafi minni eða meiri áhrif að segja frá á samfélagsmiðlum en í „raunheimum“? „Nei, það er ekki hægt að álykta um áhrifin en frásögnin tekur á sig ólíka mynd þar sem hún nær til margfalt fleiri einstaklinga og viðbrögðin eru ýmist í formi tilfinningatákna eða á skriflegu formi. Þá getur frásögnin verið hvetjandi fyrir aðra til að segja frá, eins og rannsóknin okkar gaf til kynna,“ segir Rannveig. Hvernig sjáið þið fyrir ykkur framhaldið? Er mikilvægt að hafa áfram þennan vettvang sem samfélagsmiðlarnir eru til að deila sögu sinni?Segja frá í fyrsta sinn „Rannsóknin okkar á frásögnum á Íslandi gefur til kynna að skapast geti góður vettvangur til frásagna um kynferðislegt ofbeldi á samfélagsmiðlum þar sem einstaklingar segja frá í fyrsta sinn eða segja frá sögu sinni á hátt sem þeir hafa ekki gert áður. Við þessar aðstæður virðast þeir einnig fá mikið af jákvæðum og styðjandi viðbrögðum sem getur skipt sköpum fyrir þá,“ segir Bryndís Björk. „Þá má ætla að þegar margir einstaklingar segja frá fjölbreyttum atburðum um kynferðislegt ofbeldi þá hjálpi það til við að skilgreina fjölbreyttar birtingamyndir ofbeldis og hversu algengt það er. Þannig eru þessi fordæmi ákveðin fyrirmynd eða hvati til frásagnar fyrir þá sem ekki hafa sagt frá. Þá gaf rannsókn okkar til kynna að með því að verða vitni að frásögnum annarra sem fela í sér að skila skömminni geti það hjálpað fleirum að átta sig á að sökin sé ekki þeirra og að skömmin eigi heima hjá gerendum ofbeldis,“ segir Rannveig.Ætti fagfólk einhvern veginn að nálgast þennan hóp, sem kemur fram á netinu, sérstaklega til að geta hjálpað með framhaldið? „Það mikilvægasta er að mjög aðgengilegt og auðvelt sé að leita sér aðstoðar. Þannig er mikilvægt að upplýsingar liggi fyrir og séu vel auglýstar, bæði á netinu og á annan hátt.“ Birtist í Fréttablaðinu MeToo Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Samfélagsmiðlavá Börn og unglingar en einnig fullorðnir nú til dags eru býsna upptekin af snjalltækjum og forritum þeim tengdum. 26. september 2019 07:00 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Það hefur reynst ómetanlegt fyrir marga að geta sagt sögu sína af kynferðisofbeldi á netinu. MeToo-byltingin óx á samfélagsmiðlum. Það þarf að standa vörð um þessa miðla sem öruggan vettvang samskipta. Samstaða á samfélagsmiðlum getur skapað góðar aðstæður til að segja frá. Upplýsingatækni og ekki síst samfélagsmiðlar eru að breyta heiminum hraðar en við aðlögumst honum. Draumar um net þar sem allir eru jafnir eru aðeins draumórar þó að netið hafi ef til vill litið þannig út í fyrstu. Það fer fram mikil barátta um völd á netinu og verið er að nota samfélagsmiðla á skipulagðan hátt til að sundra fólki frekar en sameina. Það þarf því að standa vörð um netið til að áfram geti farið þar fram samtal, samræður og skipulagning á öruggan hátt, rétt eins og gerðist með MeToo-hreyfinguna. Catherine Mayer hélt tölu á MeToo-ráðstefnunni sem fram fór í Hörpu í síðustu viku. Hún talaði meðal annars á málstofu um samfélagsmiðla og hlutverk þeirra í hreyfingum á netinu eins og MeToo. Mayer var blaðamaður um árabil, m.a. hjá Time, en er enn fremur annar stofnenda breska kvennalistans, Women’s Equality Party. Margt gott hefur náðst fram með MeToo þó að raddir sumra hópa séu enn að ná í gegn en hér verður samfélagsmiðlahliðin sérstaklega tekin til skoðunar. Mayer segir að samfélagsmiðlar gegni mikilvægu hlutverki við að segja sögur þeirra sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi, sem hefðbundnir fjölmiðlar veigri sér við að gera. Margt hafi gerst á síðustu árum en sjálf fékk hún morðhótun á Twitter árið 2013 fyrir það eitt að vera kona en lögreglan hafi á þessum tíma vart vitað hvað Twitter var og ekki haft hugmynd um hvernig ætti að taka á málinu. Tillögur hennar voru að Mayer myndi flytja af heimili sínu og hætta að nota Twitter en samfélagsmiðillinn var nauðsynlegur þáttur í starfi hennar sem blaðamaður.Það eru margar raddir þarna úti sem þurfa að heyrast. FréttablaðiðKvennalisti á netinu Hún segir að vissulega hafi samfélagsmiðlar hjálpað til í jafnréttisbaráttunni að því leyti að MeToo-hreyfingin væri ekki til án þeirra þó að baráttukonan Tarana Burke hafi lagt grunninn að þessari byltingu. Women’s Equality Party væri heldur ekki til án samfélagsmiðla því það sem var aðeins uppástunga af hálfu Mayer á samkomu varð til þess að samfélagsmiðlar töldu að hún hefði boðist til að stofna kvennalista. Samfélagsmiðlar séu því mikilvægir til að tengja baráttufólk og ljá fórnarlömbum raddir. Leiðinlegri hlið miðlanna séu þær óteljandi typpamyndir og kynferðislegu skilaboð sem hún hafi fengið send. Fólk eyðir að meðaltali á heimsvísu yfir tveimur og hálfum klukkutíma á dag á samfélagsmiðlum. Hjá vel tengdu, yngra fólki er munurinn á milli netheima og raunheima að verða óljósari. Hún segir að á meðan við lítum á netið sem ótengt þeim reglum sem ráða ríkjum í raunheimum muni misréttið verða að minnsta kosti jafn mikið og í raunheimum. Það vanti mikið upp á regluverkið svo hægt sé að draga fólk og fyrirtæki til ábyrgðar.Catherine Mayer og Bryndís Björk Ásgeirsdóttir.Mynd/BIGVandamálin í tækninni „Við búum í heimi þar sem þessi tæki eru að breyta því hvernig við skilgreinum friðhelgi, jafnvel kapítalismann sjálfan, og hverri tæknilausn fylgir mögulega nýtt vandmál. Eitt örsnöggt dæmi: þessi öpp sem leyfa þér, á mjög ódýran hátt, að fylgjast með heimili þínu og vernda þig gegn innbrotsþjófum. Frábært, nema hvað ekki aðeins leyfa þau fyrirtækjum að safna gögnum, heldur getur þeim einnig verið breytt til að fylgjast með fólki eða verið misnotuð af kynferðisafbrotafólki,“ sagði Mayer í erindi sínu. Hún ræddi einnig um eftirlitskapítalisma, sem lítur á fólkið sjálft sem vöruna en sjálf rekur hún hugveituna Datum Future, sem vinnur að því að kryfja tækifæri í upplýsingatækni og leitast við að skilja og takast á við komandi áskoranir í breyttum heimi.Gögnum safnað á röngum forsendum? Mayer kom með áhugavert dæmi um vandann sem við stöndum frammi fyrir. „Í Bretlandi ætlar ríkisstjórnin sér að láta staðfesta aldur þeirra sem nota klámsíður til þess að hindra það að yngri en 18 ára komist inn á síðurnar. Þetta kerfi gerir það ekki aðeins að verkum að friðhelgi fólks er mögulega í hættu, með því að krefjast þess að láta persónulegar upplýsingar af hendi til að staðfesta aldur sinn, heldur heitir eitt af fyrirtækjunum sem býður upp á þessa aldursstaðfestingarþjónustu Mindgeek. Önnur undirfyrirtæki þess eru meðal annars PornHub, YouPorn og RedTube, þannig að það er hægt að setja spurningarmerki við hverjum þessi aldursstaðfesting þjónar.“FréttablaðiðHver frásögn er fyrirmynd Dr. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir og Dr. Rannveig Sigurvinsdóttir voru á meðal þeirra sem fluttu erindi á ráðstefnunni en Bryndís Björk er dósent við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík og Rannveig er lektor við sömu deild. Þær hafa rannsakað frásagnir af kynferðisofbeldi á Facebook og Twitter á tímabilinu apríl 2015 til mars 2017. „Frásagnir á netinu geta verið margskonar og farið fram í lokuðum og hálflokuðum hópum,“ segir Bryndís Björk. „Rannsóknin okkar gaf til kynna að af þeim 400 frásögnum sem við skoðuðum þá komu fram einungis jákvæð viðbrögð en engin neikvæð viðbrögð, allavega sem sýnileg voru,“ segir hún. „Það er ekki útilokað að það hafi verið einhver neikvæð viðbrögð í einkaskilaboðum eða athugasemdir sem búið hefur verið að eyða. Það að segja frá kynferðislegu ofbeldi á samfélagsmiðlum, það skiptir máli í hvaða samhengi þú segir frá. Til að mynda sáum við í rannsókninni að tíðni frásagna jókst mikið á tímapunktum þar sem mikil umfjöllun var um málefnið í fjölmiðlum þegar til dæmis druslugangan átti sér stað og mótmæli fyrir framan lögreglustöðina í Reykjavík. Á þeim tímapunktum jókst líklega samstaða, sérstaklega í ákveðnum hópum á samfélagsmiðlum, sem sköpuðu jarðveg til frásagna í framhaldi,“ segir Bryndís Björk. „Í einum hópnum sem við skoðuðum, sem kallaðist Beauty tips, virðist hafa myndast samstaða og stuðningur þar sem umhverfið var jákvætt. Þetta voru í raun mjög góðar aðstæður en það þýðir ekki að allar aðstæður á netinu séu þannig. Þetta sýnir að það geta orðið til styðjandi aðstæður í hópum þar sem skapast ákveðin samstaða og samfélag þannig að þú færð traustan grunn og aðstæður til að geta sagt frá. Þér líður vel með að segja frá og færð jákvæð stuðningsviðbrögð á móti,“ segir Bryndís Björk, en það þarf að biðja um aðgang í hópinn þannig að það er ákveðið val inn í hann.Hafa hvetjandi áhrif Sögurnar hafa hvetjandi áhrif á aðra að segja frá. „Það er talið að sé reynslusaga þín lík einhverri frásögn sem þú hefur heyrt af þá auki það líkurnar á því að þú skilgreinir það sem þú varðst fyrir sem kynferðisofbeldi, þannig býr hver frásögn til ákveðna fyrirmynd, - þessi sagði frá, kannski ég geti þá sagt frá líka,“ segir Bryndís Björk og útskýrir að það skipti máli annars vegar að sagan passi inn í normið og að það að fylgjast með svo mörgum segja frá og sjá þá einstaklinga fá stuðning sé hvetjandi til frásagnar.Hversu mikilvæg eru þessi fyrstu viðbrögð eftir að sagt er frá kynferðisofbeldi? „Erlendar rannsóknir hafa gefið til kynna að neikvæð viðbrögð eftir frásögn um kynferðislegt ofbeldi geti haft neikvæð áhrif á líðan þess sem segir frá, til dæmis geta aukist líkur á því að viðkomandi þrói með sér þunglyndi, kvíða og áfallastreituröskun. Þá aukast líkur á því að viðkomandi segi ekki fleirum frá eða dragi frásögn sína til baka. Þá hafa þessar rannsóknir einnig gefið til kynna að jákvæð viðbrögð við frásögn geti aukið líkur á vellíðan og á því að viðkomandi segi fleirum frá og leiti sér aðstoðar,“ segir Rannveig. Er hægt að segja hvort það hafi minni eða meiri áhrif að segja frá á samfélagsmiðlum en í „raunheimum“? „Nei, það er ekki hægt að álykta um áhrifin en frásögnin tekur á sig ólíka mynd þar sem hún nær til margfalt fleiri einstaklinga og viðbrögðin eru ýmist í formi tilfinningatákna eða á skriflegu formi. Þá getur frásögnin verið hvetjandi fyrir aðra til að segja frá, eins og rannsóknin okkar gaf til kynna,“ segir Rannveig. Hvernig sjáið þið fyrir ykkur framhaldið? Er mikilvægt að hafa áfram þennan vettvang sem samfélagsmiðlarnir eru til að deila sögu sinni?Segja frá í fyrsta sinn „Rannsóknin okkar á frásögnum á Íslandi gefur til kynna að skapast geti góður vettvangur til frásagna um kynferðislegt ofbeldi á samfélagsmiðlum þar sem einstaklingar segja frá í fyrsta sinn eða segja frá sögu sinni á hátt sem þeir hafa ekki gert áður. Við þessar aðstæður virðast þeir einnig fá mikið af jákvæðum og styðjandi viðbrögðum sem getur skipt sköpum fyrir þá,“ segir Bryndís Björk. „Þá má ætla að þegar margir einstaklingar segja frá fjölbreyttum atburðum um kynferðislegt ofbeldi þá hjálpi það til við að skilgreina fjölbreyttar birtingamyndir ofbeldis og hversu algengt það er. Þannig eru þessi fordæmi ákveðin fyrirmynd eða hvati til frásagnar fyrir þá sem ekki hafa sagt frá. Þá gaf rannsókn okkar til kynna að með því að verða vitni að frásögnum annarra sem fela í sér að skila skömminni geti það hjálpað fleirum að átta sig á að sökin sé ekki þeirra og að skömmin eigi heima hjá gerendum ofbeldis,“ segir Rannveig.Ætti fagfólk einhvern veginn að nálgast þennan hóp, sem kemur fram á netinu, sérstaklega til að geta hjálpað með framhaldið? „Það mikilvægasta er að mjög aðgengilegt og auðvelt sé að leita sér aðstoðar. Þannig er mikilvægt að upplýsingar liggi fyrir og séu vel auglýstar, bæði á netinu og á annan hátt.“
Birtist í Fréttablaðinu MeToo Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Samfélagsmiðlavá Börn og unglingar en einnig fullorðnir nú til dags eru býsna upptekin af snjalltækjum og forritum þeim tengdum. 26. september 2019 07:00 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Samfélagsmiðlavá Börn og unglingar en einnig fullorðnir nú til dags eru býsna upptekin af snjalltækjum og forritum þeim tengdum. 26. september 2019 07:00